Að styðja við foreldra/forráðamenn í sorg þá erum við að styðja börnin Karólína Helga Símonardóttir skrifar 9. nóvember 2022 10:00 Í byrjun sumars á þessu ári var brotið blað í stuðningi við syrgjendur þegar frumvarp um sorgarleyfi foreldra varð að lögum. Lögin tryggja foreldrum, sem missa barn sitt, leyfi frá störfum og greiðslur sem koma til móts við tekjutap. Hingað til hefur það verið undir vinnuveitanda komið hvort foreldri fái launað leyfi eftir barnsmissi. Sorgarmiðstöð hvatti ríkisstjórnina, velferðarnefnd og alþingsimenn til að hefja hið fyrsta undirbúning að næsta skrefi: Frumvarpi til breytinga á lögunum, með það að markmiði að færa einstaklingum sem missa maka frá ungum börnum, sambærilega réttarbót. Ungt fólk sem missir maka sinn snemma á lífsleiðinni frá ungum börnum, er sá hópur sem sérstaklega þarf að huga að. Í umsögn Sorgarmiðstöðvar um sorgarleyfið þá lögðum við mikla áherslu á að það þyrfti líka að mæta þessum. Þau félög sem sendu inn umsögn um frumvarpið voru á sama máli. Ungt fólk sem missir maka snemma á lífsleiðinni og er með börn á framfæri verður ekki aðeins fyrir mikilli sorg, heldur líka miklu tekjutapi. Í flestum tilfellum eru það báðir aðilar sem hafa verið fyrirvinnur heimilisins. Í sorginni þarf að sinna börnunum, ásamt því að eftirlifandi maki reynir að sinna sinni eigin sorg og finna úrlausnir á þeirri fjárhagslegu stöðu sem komin er upp. Við þekkjum það af reynslu að þetta er sá hópur sem dettur hvað líklegast út af vinnumarkaðinum nokkrum árum eftir makamissinn, því þau höfðu ekki nægt svigrúm eða tækifæri til þess að takast á við sorgina sína, allt þeirra fór í að styðja börnin og halda hversdagslífinu gangandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, svaraði ákallinu og lagði nýverið fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi vegna makamissis. Frumvarp þetta er útvíkkun á lögum sem samþykkt voru í sumar, um sorgarleyfi í kjölfar barnsmissis. Megin tilgangurinn með útvíkkuninni er að fókuspunkturinn sé á börnin og að taka utan um og styðja um þær fjölskyldur þar sem móðir eða faðir deyr frá börnum sínum. Við fögnum þessu mikilvægu skrefum í réttindabaráttu syrgjenda. Vonum að ríkistjórnin og ráðamenn þjóðarinnar samþykki þessa breytingu. Markmið og starf Sorgarmiðstöðvar er að styðja syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra með fræðslu og ráðgjöf. Sorgarmiðstöð er öllum opin. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar. Höfundur er stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Fjölskyldumál Sorg Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Í byrjun sumars á þessu ári var brotið blað í stuðningi við syrgjendur þegar frumvarp um sorgarleyfi foreldra varð að lögum. Lögin tryggja foreldrum, sem missa barn sitt, leyfi frá störfum og greiðslur sem koma til móts við tekjutap. Hingað til hefur það verið undir vinnuveitanda komið hvort foreldri fái launað leyfi eftir barnsmissi. Sorgarmiðstöð hvatti ríkisstjórnina, velferðarnefnd og alþingsimenn til að hefja hið fyrsta undirbúning að næsta skrefi: Frumvarpi til breytinga á lögunum, með það að markmiði að færa einstaklingum sem missa maka frá ungum börnum, sambærilega réttarbót. Ungt fólk sem missir maka sinn snemma á lífsleiðinni frá ungum börnum, er sá hópur sem sérstaklega þarf að huga að. Í umsögn Sorgarmiðstöðvar um sorgarleyfið þá lögðum við mikla áherslu á að það þyrfti líka að mæta þessum. Þau félög sem sendu inn umsögn um frumvarpið voru á sama máli. Ungt fólk sem missir maka snemma á lífsleiðinni og er með börn á framfæri verður ekki aðeins fyrir mikilli sorg, heldur líka miklu tekjutapi. Í flestum tilfellum eru það báðir aðilar sem hafa verið fyrirvinnur heimilisins. Í sorginni þarf að sinna börnunum, ásamt því að eftirlifandi maki reynir að sinna sinni eigin sorg og finna úrlausnir á þeirri fjárhagslegu stöðu sem komin er upp. Við þekkjum það af reynslu að þetta er sá hópur sem dettur hvað líklegast út af vinnumarkaðinum nokkrum árum eftir makamissinn, því þau höfðu ekki nægt svigrúm eða tækifæri til þess að takast á við sorgina sína, allt þeirra fór í að styðja börnin og halda hversdagslífinu gangandi. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, svaraði ákallinu og lagði nýverið fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi vegna makamissis. Frumvarp þetta er útvíkkun á lögum sem samþykkt voru í sumar, um sorgarleyfi í kjölfar barnsmissis. Megin tilgangurinn með útvíkkuninni er að fókuspunkturinn sé á börnin og að taka utan um og styðja um þær fjölskyldur þar sem móðir eða faðir deyr frá börnum sínum. Við fögnum þessu mikilvægu skrefum í réttindabaráttu syrgjenda. Vonum að ríkistjórnin og ráðamenn þjóðarinnar samþykki þessa breytingu. Markmið og starf Sorgarmiðstöðvar er að styðja syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra með fræðslu og ráðgjöf. Sorgarmiðstöð er öllum opin. Nánari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar. Höfundur er stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvar.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun