Handbolti

Ásgeir Örn líklegastur til að taka við Haukum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með Haukum.
Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með Haukum. vísir/vilhelm

Rúnar Sigtryggsson sem þjálfað hefur Hauka í Olís-deild karla í handbolta er hættur og hefur samið við Leipzig sem leikur í þýsku úrvalsdeildinni. Ásgeir Örn Hallgrímsson þykir líklegasti arftaki Rúnars hjá Hafnarfjarðarliðinu.

Rúnar semur við Leipzig út þessa leiktíð, en hann sagði í samtali við Vísi og Stöð 2 fyrr í dag að þetta hafi verið tækifæri sem ekki væri hægt að hafna. Leipzig er fjórða liðið sem Rúnar þjálfar í Þýskalandi, en áður hefur hann þjálfað ThSV Eisenach, EHV Aue og HBW Balingen-Weilstetten. 

Leipzig situr í 16. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og er í harðri fallbaráttu. Liðið hafnaði í níunda sæti á seinustu leiktíð, en með liðinu leikur landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson.

Haukar standa því eftir þjálfaralausir. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar og landsliðsmaðurinn fyrrverandi, Ásgeir Örn Hallgrímsson, ku vera efstur á óskalista Hauka, sem væntanlega taka ákvörðun um framhaldið á morgun.

Ásgeir Örn hóf handboltaferil sinn hjá Haukum og lék með liðinu frá 2000 til 2005. Eftir langan og farsælan atvinnumannaferil snéri hann svo aftur til liðsins árið 2018 og lék með Hafnarfjarðarliðinu þar til skórnir fóru á hilluna tveimur árum síðar.

Klippa: Ásgeir Örn líklegastur til að taka við Haukum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×