Viðskipti erlent

Stoltur and­styrktar­aðili HM í Katar

Bjarki Sigurðsson skrifar
BrewDog fór af stað með auglýsingaherferð sína í gær.
BrewDog fór af stað með auglýsingaherferð sína í gær. BrewDog

Skoska brugghúsið BrewDog hefur lýst því yfir að vera „stoltur andstyrktaraðili“ heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Katar. Allur ágóði af sölu einnar bjórtegundar brugghússins mun renna til góðgerðasamtaka sem leggja áherslu á mannréttindi.

Auglýsingaherferð brugghússins fór af stað í gær í Bretlandi. Auglýsingaskilti eru með texta á borð við „Stoltur andstyrktaraðili heimsmeistaraklúðursins“ (e. Proud Anti-sponsor of the World F*cup) og „Fyrst Rússland, svo Katar. Getum ekki beðið eftir Norður-Kóreu.“

Sérstök aðdáendasvæði á vegum BrewDog verða sett upp í Bretlandi þar sem áhorfendur munu geta horft á leiki eða mótmælt. Brugghúsið segist ekki vilja koma í veg fyrir að aðdáendur geti horft á mótið. Spilling ætti ekki að koma í veg fyrir það að fólk geti horft á fótbolta.

„Fótbolti er fyrir alla. En í Katar er samkynhneigð ólögleg, barsmíðar eru lögleg refsing og það er í lagi fyrir 6.500 starfsmenn að deyja við að byggja leikvangana,“ skrifaði stofnandi BrewDog á LinkedIn-síðuna sína.

Allur ágóði af sölu bjórsins Lost frá BrewDog mun renna til góðgerðarmála. Brugghúsið segir að því fleiri sem mæta á aðdáendasvæði þeirra, því meiri peningur fari í gott málefni. 


Tengdar fréttir

Ekki orðið var við að aug­lýs­endur séu hikandi vegna HM í Katar

Framkvæmdastjóri RÚV sölu segist ekki hafa orðið sérstaklega var við það að erfiðara hafi reynst að fá aðila til að auglýsa í tengslum við útsendingar RÚV frá heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst í Katar síðar í mánuðinum. Staðan á sölunni muni þó koma betur í ljós þegar nær dregur mótinu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×