Handbolti

Stubbarnir í Kaplakrika

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, hefur lagt mikið traust á yngri leikmenn FH í síðustu leikjum liðsins.
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, hefur lagt mikið traust á yngri leikmenn FH í síðustu leikjum liðsins. stöð 2 sport

Hvolpasveit Vals var aðal barnaefnið í Olís-deild karla á síðasta tímabili. Nú er nýtt efni á dagskránni; Stubbarnir í Kaplakrika.

Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur FH unnið fimm leiki í röð í deild og bikar, ekki síst vegna góðrar frammistöðu ungu leikmanna liðsins.

Á síðasta tímabili var mikið talað um Hvolpasveitina á Hlíðarenda en núna hafa Stubbarnir í Kaplakrika tekið yfir.

Í Seinni bylgjunni í gær sýndu strákarnir skemmtilegt innslag þar sem fjórir ungir leikmenn FH voru komnir í hlutverk Tinky-Winky, Dipsy, Laa-Laa og Po. Og Sigursteinn Arndal var sólin.

Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um ungu strákana í FH

Ungu leikmennirnir sem hafa spilað svo vel fyrir FH að undanförnu eru nafnarnir Einar Bragi Aðalsteinsson og Einar Örn Sindrason, Jóhannes Berg Andrason og Atli Steinn Arnarson. Samtals skoruðu þeir sextán mörk þegar FH sigraði Hörð, 36-31, í Olís-deildinni á sunnudaginn.

„Þetta er frábært og hver hefði séð þetta fyrir sér fyrir 2-3 árum þegar FH gat ekki einu sinni boðið upp á 3. flokk. Þeir hafa sótt vel á leikmannamarkaðinum,“ sagði Arnar Daði Arnarsson í Seinni bylgjunni.

„Þetta hefur vantað hjá FH síðustu ár, bæði þegar Halldór Jóhann [Sigfússon] var með liðið og svo framan af hjá Steina. Þeir treystu svolítið á sömu gömlu sveitina. Það er verið að gefa þessum ungu strákum almennilegan séns,“ sagði Theodór Ingi Pálmason.

Stubbainnslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.