Áfram einelti! Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 8. nóvember 2022 10:00 Nei, ofangreind fyrirsögn er ekki hvatning til þess að leggja áfram í einelti. Hins vegar vísar hún frekar til þess að enn erum við, árið 2022, að fá fregnir af alvarlegum afleiðingum eineltis. Með sífellt meiri þekkingu, umræðum og rannsóknum á þessum málaflokki, skimunarlistum og viðbragðsáætlunum, hefði nú bara verið fínt að búið væri að útrýma einelti úr mannlegum samskiptum. En þannig er það því miður ekki. Reglulega fáum við fregnir af börnum og ungmennum sem lögð eru í einelti og með tilkomu samfélagsmiðla er vandinn orðinn flóknari. Einelti sem áður takmarkaðist við skóla eða frístundir er orðið alltumlykjandi, jafnvel á eigin heimilum sem ætti að vera griðarstaður og skjól. Allt vegna þess að rafrænt einelti fylgir börnunum hvert sem er. Þó einelti hafi líklega fylgt okkur mannskepnunni frá fyrstu tíð þá er ekki þar með sagt að við eigum að leggja blessun okkar yfir það að einelti sé eðlilegur þáttur í samskiptum fólks. Með aukinni þekkingu okkar og rannsóknum eigum við ekki að sætta okkur áfram við það að einhver sé lagður í einelti. Það er ekki lögmál sem við eigum að taka sem gefnu að velta fyrir okkur hver ætli verði sá óheppni að vera lagður í einelti. En hvernig stendur á því að þrátt fyrir aukna meðvitund sé einelti enn til staðar í barnahópum? Máltakið Börnin læra það sem fyrir þeim er haft á enn við. Við fullorðna fólkið erum fyrirmyndirnar. Allt sem við segjum og allt sem við gerum hefur áhrif þegar börn eru að fóta sig áfram í hinni viðkvæmu jafnvægislist sem mannleg samskipti eru. Ef við ætlumst til þess að börn beri virðingu fyrir öðrum, þá þurfum við að bera virðingu fyrir þeim. Ef við ætlumst til þess að börn sýni öðrum umburðarlyndi þá þurfum við sjálf að vera umburðarlynd. Og ef við ætlumsttil þess að börn hafi góð samskiptiá samfélagsmiðlum þá þurfum við líka að gjöra svo vel að gera það sjálf. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á hvernig samskiptin eru í barnahópum. Börnin eru sett í aðstæður sem þau hafa takmarkað um að segja. Áður var litið á einelti sem einstaklingsbundinn vanda þar sem leitast var við að finna sökudólga og fórnarlömb en með aukinni þekkingu og vitund er nú vitað að einelti er menningarlegt og samfélagslegt mein. Skoða þarf menninguna og samskiptin í hópnum og breyta þeim. Ef eingöngu er leitast við að einblína á gerendur og þolendur þá breytist ekki neitt. Það er ekki ráðist að rót vandans og börnin fara á milli mismunandi hlutverka í hópnum. Menningin þarf ætíð að vera þannig að allir séu metnir af eigin verðleikum en þurfa ekki að breyta einhverju í eigin fari til að falla í hópinn. Það er hugmyndafræðin á bak við Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti sem notast er við í fjölmörgum leik- og grunnskólum landsins. Skilaboðin á Degi gegn eineltieru því þessi: Hvernig fyrirmyndir erum við fullorðnafólkið í samskiptum? Hvernig bregðumst við sjálf við mótlæti? Og ekki síst; erum við sjálf helstu styrktaraðilarnir og hrópum áfram einelti með framkomu okkar og viðbrögðum? Linda Hrönn Þórisdóttir Leiðtogi innlendraverkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Réttindi barna Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nei, ofangreind fyrirsögn er ekki hvatning til þess að leggja áfram í einelti. Hins vegar vísar hún frekar til þess að enn erum við, árið 2022, að fá fregnir af alvarlegum afleiðingum eineltis. Með sífellt meiri þekkingu, umræðum og rannsóknum á þessum málaflokki, skimunarlistum og viðbragðsáætlunum, hefði nú bara verið fínt að búið væri að útrýma einelti úr mannlegum samskiptum. En þannig er það því miður ekki. Reglulega fáum við fregnir af börnum og ungmennum sem lögð eru í einelti og með tilkomu samfélagsmiðla er vandinn orðinn flóknari. Einelti sem áður takmarkaðist við skóla eða frístundir er orðið alltumlykjandi, jafnvel á eigin heimilum sem ætti að vera griðarstaður og skjól. Allt vegna þess að rafrænt einelti fylgir börnunum hvert sem er. Þó einelti hafi líklega fylgt okkur mannskepnunni frá fyrstu tíð þá er ekki þar með sagt að við eigum að leggja blessun okkar yfir það að einelti sé eðlilegur þáttur í samskiptum fólks. Með aukinni þekkingu okkar og rannsóknum eigum við ekki að sætta okkur áfram við það að einhver sé lagður í einelti. Það er ekki lögmál sem við eigum að taka sem gefnu að velta fyrir okkur hver ætli verði sá óheppni að vera lagður í einelti. En hvernig stendur á því að þrátt fyrir aukna meðvitund sé einelti enn til staðar í barnahópum? Máltakið Börnin læra það sem fyrir þeim er haft á enn við. Við fullorðna fólkið erum fyrirmyndirnar. Allt sem við segjum og allt sem við gerum hefur áhrif þegar börn eru að fóta sig áfram í hinni viðkvæmu jafnvægislist sem mannleg samskipti eru. Ef við ætlumst til þess að börn beri virðingu fyrir öðrum, þá þurfum við að bera virðingu fyrir þeim. Ef við ætlumst til þess að börn sýni öðrum umburðarlyndi þá þurfum við sjálf að vera umburðarlynd. Og ef við ætlumsttil þess að börn hafi góð samskiptiá samfélagsmiðlum þá þurfum við líka að gjöra svo vel að gera það sjálf. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á hvernig samskiptin eru í barnahópum. Börnin eru sett í aðstæður sem þau hafa takmarkað um að segja. Áður var litið á einelti sem einstaklingsbundinn vanda þar sem leitast var við að finna sökudólga og fórnarlömb en með aukinni þekkingu og vitund er nú vitað að einelti er menningarlegt og samfélagslegt mein. Skoða þarf menninguna og samskiptin í hópnum og breyta þeim. Ef eingöngu er leitast við að einblína á gerendur og þolendur þá breytist ekki neitt. Það er ekki ráðist að rót vandans og börnin fara á milli mismunandi hlutverka í hópnum. Menningin þarf ætíð að vera þannig að allir séu metnir af eigin verðleikum en þurfa ekki að breyta einhverju í eigin fari til að falla í hópinn. Það er hugmyndafræðin á bak við Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti sem notast er við í fjölmörgum leik- og grunnskólum landsins. Skilaboðin á Degi gegn eineltieru því þessi: Hvernig fyrirmyndir erum við fullorðnafólkið í samskiptum? Hvernig bregðumst við sjálf við mótlæti? Og ekki síst; erum við sjálf helstu styrktaraðilarnir og hrópum áfram einelti með framkomu okkar og viðbrögðum? Linda Hrönn Þórisdóttir Leiðtogi innlendraverkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun