Áfram einelti! Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 8. nóvember 2022 10:00 Nei, ofangreind fyrirsögn er ekki hvatning til þess að leggja áfram í einelti. Hins vegar vísar hún frekar til þess að enn erum við, árið 2022, að fá fregnir af alvarlegum afleiðingum eineltis. Með sífellt meiri þekkingu, umræðum og rannsóknum á þessum málaflokki, skimunarlistum og viðbragðsáætlunum, hefði nú bara verið fínt að búið væri að útrýma einelti úr mannlegum samskiptum. En þannig er það því miður ekki. Reglulega fáum við fregnir af börnum og ungmennum sem lögð eru í einelti og með tilkomu samfélagsmiðla er vandinn orðinn flóknari. Einelti sem áður takmarkaðist við skóla eða frístundir er orðið alltumlykjandi, jafnvel á eigin heimilum sem ætti að vera griðarstaður og skjól. Allt vegna þess að rafrænt einelti fylgir börnunum hvert sem er. Þó einelti hafi líklega fylgt okkur mannskepnunni frá fyrstu tíð þá er ekki þar með sagt að við eigum að leggja blessun okkar yfir það að einelti sé eðlilegur þáttur í samskiptum fólks. Með aukinni þekkingu okkar og rannsóknum eigum við ekki að sætta okkur áfram við það að einhver sé lagður í einelti. Það er ekki lögmál sem við eigum að taka sem gefnu að velta fyrir okkur hver ætli verði sá óheppni að vera lagður í einelti. En hvernig stendur á því að þrátt fyrir aukna meðvitund sé einelti enn til staðar í barnahópum? Máltakið Börnin læra það sem fyrir þeim er haft á enn við. Við fullorðna fólkið erum fyrirmyndirnar. Allt sem við segjum og allt sem við gerum hefur áhrif þegar börn eru að fóta sig áfram í hinni viðkvæmu jafnvægislist sem mannleg samskipti eru. Ef við ætlumst til þess að börn beri virðingu fyrir öðrum, þá þurfum við að bera virðingu fyrir þeim. Ef við ætlumst til þess að börn sýni öðrum umburðarlyndi þá þurfum við sjálf að vera umburðarlynd. Og ef við ætlumsttil þess að börn hafi góð samskiptiá samfélagsmiðlum þá þurfum við líka að gjöra svo vel að gera það sjálf. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á hvernig samskiptin eru í barnahópum. Börnin eru sett í aðstæður sem þau hafa takmarkað um að segja. Áður var litið á einelti sem einstaklingsbundinn vanda þar sem leitast var við að finna sökudólga og fórnarlömb en með aukinni þekkingu og vitund er nú vitað að einelti er menningarlegt og samfélagslegt mein. Skoða þarf menninguna og samskiptin í hópnum og breyta þeim. Ef eingöngu er leitast við að einblína á gerendur og þolendur þá breytist ekki neitt. Það er ekki ráðist að rót vandans og börnin fara á milli mismunandi hlutverka í hópnum. Menningin þarf ætíð að vera þannig að allir séu metnir af eigin verðleikum en þurfa ekki að breyta einhverju í eigin fari til að falla í hópinn. Það er hugmyndafræðin á bak við Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti sem notast er við í fjölmörgum leik- og grunnskólum landsins. Skilaboðin á Degi gegn eineltieru því þessi: Hvernig fyrirmyndir erum við fullorðnafólkið í samskiptum? Hvernig bregðumst við sjálf við mótlæti? Og ekki síst; erum við sjálf helstu styrktaraðilarnir og hrópum áfram einelti með framkomu okkar og viðbrögðum? Linda Hrönn Þórisdóttir Leiðtogi innlendraverkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Réttindi barna Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Nei, ofangreind fyrirsögn er ekki hvatning til þess að leggja áfram í einelti. Hins vegar vísar hún frekar til þess að enn erum við, árið 2022, að fá fregnir af alvarlegum afleiðingum eineltis. Með sífellt meiri þekkingu, umræðum og rannsóknum á þessum málaflokki, skimunarlistum og viðbragðsáætlunum, hefði nú bara verið fínt að búið væri að útrýma einelti úr mannlegum samskiptum. En þannig er það því miður ekki. Reglulega fáum við fregnir af börnum og ungmennum sem lögð eru í einelti og með tilkomu samfélagsmiðla er vandinn orðinn flóknari. Einelti sem áður takmarkaðist við skóla eða frístundir er orðið alltumlykjandi, jafnvel á eigin heimilum sem ætti að vera griðarstaður og skjól. Allt vegna þess að rafrænt einelti fylgir börnunum hvert sem er. Þó einelti hafi líklega fylgt okkur mannskepnunni frá fyrstu tíð þá er ekki þar með sagt að við eigum að leggja blessun okkar yfir það að einelti sé eðlilegur þáttur í samskiptum fólks. Með aukinni þekkingu okkar og rannsóknum eigum við ekki að sætta okkur áfram við það að einhver sé lagður í einelti. Það er ekki lögmál sem við eigum að taka sem gefnu að velta fyrir okkur hver ætli verði sá óheppni að vera lagður í einelti. En hvernig stendur á því að þrátt fyrir aukna meðvitund sé einelti enn til staðar í barnahópum? Máltakið Börnin læra það sem fyrir þeim er haft á enn við. Við fullorðna fólkið erum fyrirmyndirnar. Allt sem við segjum og allt sem við gerum hefur áhrif þegar börn eru að fóta sig áfram í hinni viðkvæmu jafnvægislist sem mannleg samskipti eru. Ef við ætlumst til þess að börn beri virðingu fyrir öðrum, þá þurfum við að bera virðingu fyrir þeim. Ef við ætlumst til þess að börn sýni öðrum umburðarlyndi þá þurfum við sjálf að vera umburðarlynd. Og ef við ætlumsttil þess að börn hafi góð samskiptiá samfélagsmiðlum þá þurfum við líka að gjöra svo vel að gera það sjálf. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á hvernig samskiptin eru í barnahópum. Börnin eru sett í aðstæður sem þau hafa takmarkað um að segja. Áður var litið á einelti sem einstaklingsbundinn vanda þar sem leitast var við að finna sökudólga og fórnarlömb en með aukinni þekkingu og vitund er nú vitað að einelti er menningarlegt og samfélagslegt mein. Skoða þarf menninguna og samskiptin í hópnum og breyta þeim. Ef eingöngu er leitast við að einblína á gerendur og þolendur þá breytist ekki neitt. Það er ekki ráðist að rót vandans og börnin fara á milli mismunandi hlutverka í hópnum. Menningin þarf ætíð að vera þannig að allir séu metnir af eigin verðleikum en þurfa ekki að breyta einhverju í eigin fari til að falla í hópinn. Það er hugmyndafræðin á bak við Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti sem notast er við í fjölmörgum leik- og grunnskólum landsins. Skilaboðin á Degi gegn eineltieru því þessi: Hvernig fyrirmyndir erum við fullorðnafólkið í samskiptum? Hvernig bregðumst við sjálf við mótlæti? Og ekki síst; erum við sjálf helstu styrktaraðilarnir og hrópum áfram einelti með framkomu okkar og viðbrögðum? Linda Hrönn Þórisdóttir Leiðtogi innlendraverkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun