Áfram einelti! Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 8. nóvember 2022 10:00 Nei, ofangreind fyrirsögn er ekki hvatning til þess að leggja áfram í einelti. Hins vegar vísar hún frekar til þess að enn erum við, árið 2022, að fá fregnir af alvarlegum afleiðingum eineltis. Með sífellt meiri þekkingu, umræðum og rannsóknum á þessum málaflokki, skimunarlistum og viðbragðsáætlunum, hefði nú bara verið fínt að búið væri að útrýma einelti úr mannlegum samskiptum. En þannig er það því miður ekki. Reglulega fáum við fregnir af börnum og ungmennum sem lögð eru í einelti og með tilkomu samfélagsmiðla er vandinn orðinn flóknari. Einelti sem áður takmarkaðist við skóla eða frístundir er orðið alltumlykjandi, jafnvel á eigin heimilum sem ætti að vera griðarstaður og skjól. Allt vegna þess að rafrænt einelti fylgir börnunum hvert sem er. Þó einelti hafi líklega fylgt okkur mannskepnunni frá fyrstu tíð þá er ekki þar með sagt að við eigum að leggja blessun okkar yfir það að einelti sé eðlilegur þáttur í samskiptum fólks. Með aukinni þekkingu okkar og rannsóknum eigum við ekki að sætta okkur áfram við það að einhver sé lagður í einelti. Það er ekki lögmál sem við eigum að taka sem gefnu að velta fyrir okkur hver ætli verði sá óheppni að vera lagður í einelti. En hvernig stendur á því að þrátt fyrir aukna meðvitund sé einelti enn til staðar í barnahópum? Máltakið Börnin læra það sem fyrir þeim er haft á enn við. Við fullorðna fólkið erum fyrirmyndirnar. Allt sem við segjum og allt sem við gerum hefur áhrif þegar börn eru að fóta sig áfram í hinni viðkvæmu jafnvægislist sem mannleg samskipti eru. Ef við ætlumst til þess að börn beri virðingu fyrir öðrum, þá þurfum við að bera virðingu fyrir þeim. Ef við ætlumst til þess að börn sýni öðrum umburðarlyndi þá þurfum við sjálf að vera umburðarlynd. Og ef við ætlumsttil þess að börn hafi góð samskiptiá samfélagsmiðlum þá þurfum við líka að gjöra svo vel að gera það sjálf. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á hvernig samskiptin eru í barnahópum. Börnin eru sett í aðstæður sem þau hafa takmarkað um að segja. Áður var litið á einelti sem einstaklingsbundinn vanda þar sem leitast var við að finna sökudólga og fórnarlömb en með aukinni þekkingu og vitund er nú vitað að einelti er menningarlegt og samfélagslegt mein. Skoða þarf menninguna og samskiptin í hópnum og breyta þeim. Ef eingöngu er leitast við að einblína á gerendur og þolendur þá breytist ekki neitt. Það er ekki ráðist að rót vandans og börnin fara á milli mismunandi hlutverka í hópnum. Menningin þarf ætíð að vera þannig að allir séu metnir af eigin verðleikum en þurfa ekki að breyta einhverju í eigin fari til að falla í hópinn. Það er hugmyndafræðin á bak við Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti sem notast er við í fjölmörgum leik- og grunnskólum landsins. Skilaboðin á Degi gegn eineltieru því þessi: Hvernig fyrirmyndir erum við fullorðnafólkið í samskiptum? Hvernig bregðumst við sjálf við mótlæti? Og ekki síst; erum við sjálf helstu styrktaraðilarnir og hrópum áfram einelti með framkomu okkar og viðbrögðum? Linda Hrönn Þórisdóttir Leiðtogi innlendraverkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Réttindi barna Linda Hrönn Þórisdóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Nei, ofangreind fyrirsögn er ekki hvatning til þess að leggja áfram í einelti. Hins vegar vísar hún frekar til þess að enn erum við, árið 2022, að fá fregnir af alvarlegum afleiðingum eineltis. Með sífellt meiri þekkingu, umræðum og rannsóknum á þessum málaflokki, skimunarlistum og viðbragðsáætlunum, hefði nú bara verið fínt að búið væri að útrýma einelti úr mannlegum samskiptum. En þannig er það því miður ekki. Reglulega fáum við fregnir af börnum og ungmennum sem lögð eru í einelti og með tilkomu samfélagsmiðla er vandinn orðinn flóknari. Einelti sem áður takmarkaðist við skóla eða frístundir er orðið alltumlykjandi, jafnvel á eigin heimilum sem ætti að vera griðarstaður og skjól. Allt vegna þess að rafrænt einelti fylgir börnunum hvert sem er. Þó einelti hafi líklega fylgt okkur mannskepnunni frá fyrstu tíð þá er ekki þar með sagt að við eigum að leggja blessun okkar yfir það að einelti sé eðlilegur þáttur í samskiptum fólks. Með aukinni þekkingu okkar og rannsóknum eigum við ekki að sætta okkur áfram við það að einhver sé lagður í einelti. Það er ekki lögmál sem við eigum að taka sem gefnu að velta fyrir okkur hver ætli verði sá óheppni að vera lagður í einelti. En hvernig stendur á því að þrátt fyrir aukna meðvitund sé einelti enn til staðar í barnahópum? Máltakið Börnin læra það sem fyrir þeim er haft á enn við. Við fullorðna fólkið erum fyrirmyndirnar. Allt sem við segjum og allt sem við gerum hefur áhrif þegar börn eru að fóta sig áfram í hinni viðkvæmu jafnvægislist sem mannleg samskipti eru. Ef við ætlumst til þess að börn beri virðingu fyrir öðrum, þá þurfum við að bera virðingu fyrir þeim. Ef við ætlumst til þess að börn sýni öðrum umburðarlyndi þá þurfum við sjálf að vera umburðarlynd. Og ef við ætlumsttil þess að börn hafi góð samskiptiá samfélagsmiðlum þá þurfum við líka að gjöra svo vel að gera það sjálf. Við fullorðna fólkið berum ábyrgð á hvernig samskiptin eru í barnahópum. Börnin eru sett í aðstæður sem þau hafa takmarkað um að segja. Áður var litið á einelti sem einstaklingsbundinn vanda þar sem leitast var við að finna sökudólga og fórnarlömb en með aukinni þekkingu og vitund er nú vitað að einelti er menningarlegt og samfélagslegt mein. Skoða þarf menninguna og samskiptin í hópnum og breyta þeim. Ef eingöngu er leitast við að einblína á gerendur og þolendur þá breytist ekki neitt. Það er ekki ráðist að rót vandans og börnin fara á milli mismunandi hlutverka í hópnum. Menningin þarf ætíð að vera þannig að allir séu metnir af eigin verðleikum en þurfa ekki að breyta einhverju í eigin fari til að falla í hópinn. Það er hugmyndafræðin á bak við Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti sem notast er við í fjölmörgum leik- og grunnskólum landsins. Skilaboðin á Degi gegn eineltieru því þessi: Hvernig fyrirmyndir erum við fullorðnafólkið í samskiptum? Hvernig bregðumst við sjálf við mótlæti? Og ekki síst; erum við sjálf helstu styrktaraðilarnir og hrópum áfram einelti með framkomu okkar og viðbrögðum? Linda Hrönn Þórisdóttir Leiðtogi innlendraverkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun