„Það er gaman að fara inn í hálfleik með ellefu mörk en það þarf að sýna gæði áfram“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 6. nóvember 2022 21:38 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar var sáttur með sigurinn í kvöld Vísir/Hulda Margrét Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var sérstaklega sáttur með frammistöðu sinna manna í fyrri hálfleik er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í kvöld. Stjarnan var ellefu mörkum yfir í hálfleik 21-10 en misstu forskotið niður í seinni hálfleik. Leikurinn endaði með fimm marka sigri Stjörnunnar 33-28. „Fyrri hálfleikurinn var frábær, við vorum stórkostlegir í fyrri hálfleik. Rosalega einbeiting og kraftur. Það var mikið um rétta og góða hluti hjá okkur, seinni hálfleikur var skelfilegur. Það var margt lélegt og ég er fúll með það en auðvitað er ég ánægður að vinna. Við höfðum svo sem engu að tapa, ellefu mörk undir í hálfleik. Mér finnst að það eigi að vera meiri gæði, hausinn fer frá mönnum og þetta er eitthvað sem á ekkert að gerast. Þú ert að spila flottan leik og þú átt að halda áfram en það var eins og menn slökuðu aðeins á og ég er óánægður með það.“ Patrekur telur að strákarnir hafi slakað aðeins of mikið á í seinni hálfleik í ljósi þess að vera með ellefu marka forystu. Hann segist vera óánægður með það og vill að strákarnir spili góðan leik í meira en þrjátíu mínútur. „Þú ferð inn í hálfleik með ellefu mörk og það er frábært, það er gaman að fara inn í hálfleik með ellefu mörk en það þarf að sýna gæði áfram. Það sem ÍR-ingarnir gerðu að þeir keyrðu á okkur og við vorum að hlaupa vel til baka í fyrri hálfleik, þetta er bara hugafar. Fyrir norðan vorum við góðir í 35 mínútur núna vorum við góðir í 30 mínútur. Ég veit alveg hvað býr í þessu liði hjá mér eins og við sýndum í fyrri hálfleik, fínan handbolta, mikil orka og vorum andlega sterkir. Ég veit líka eins og við sýndum hérna að síðustu tuttugu mínúturnar var ömurlegt.“ Arnór Freyr Stefánsson kom aðeins inn á í vítum í kvöld. Gunnar Steinn Jónsson og Brynjar Hólm Grétarsson spiluðu ekkert í kvöld. Aðspurður hvort þeir væru komnir á meiðslalistann sagðist Patrekur vera að búa til breidd og að þetta hafi verið fyrirfram ákveðið. „Ég treysti mínum mönnum sem eru að æfa og annar fékk að spila meira núna. Ef þú ætlar að búa til breidd þá þurfa þeir að fara inn á völlinn. Gunnar Steinn var frábær fyrir norðan, átti einn sinn besta leik þar. Ég ákvað þetta bara.“ Næsti leikur er við Selfoss og vill Patrekur að strákarnir sýni góðan leik í meira en þrjátíu mínútur „Það er á móti Selfoss, það er nýr leikur og þeir eru hörkugóðir og við vitum það alveg. Við þurfum eins og ég segi, ég veit að við náum kannski ekki alltaf sextíu mínútum eins og við vorum í fyrri hálfleik. En það má ekki botninn detta svona algjörlega úr þessu og við þurfum áfram hægt og rólega að bæta okkur í því. Ég hljóma kannski neikvæður en við sýndum flotta takta í fyrri hálfleik en í næsta leik þurfum við meiri gæði í lengri tíma, ekki bara þrjátíu mínútur.“ Stjarnan Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan-ÍR 33-28| Öruggur sigur Stjörnunnar á ÍR Stjarnan tók á móti ÍR í 8. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og leiddi með ellefu mörkum í hálfleik , 21-10. ÍR-ingar mættu talsvert ákveðnari í seinni hálfleik og tókst að laga stöðuna en Stjarnan hleypti þeim aldrei of nálægt sér og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 33-28. 6. nóvember 2022 21:15 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var frábær, við vorum stórkostlegir í fyrri hálfleik. Rosalega einbeiting og kraftur. Það var mikið um rétta og góða hluti hjá okkur, seinni hálfleikur var skelfilegur. Það var margt lélegt og ég er fúll með það en auðvitað er ég ánægður að vinna. Við höfðum svo sem engu að tapa, ellefu mörk undir í hálfleik. Mér finnst að það eigi að vera meiri gæði, hausinn fer frá mönnum og þetta er eitthvað sem á ekkert að gerast. Þú ert að spila flottan leik og þú átt að halda áfram en það var eins og menn slökuðu aðeins á og ég er óánægður með það.“ Patrekur telur að strákarnir hafi slakað aðeins of mikið á í seinni hálfleik í ljósi þess að vera með ellefu marka forystu. Hann segist vera óánægður með það og vill að strákarnir spili góðan leik í meira en þrjátíu mínútur. „Þú ferð inn í hálfleik með ellefu mörk og það er frábært, það er gaman að fara inn í hálfleik með ellefu mörk en það þarf að sýna gæði áfram. Það sem ÍR-ingarnir gerðu að þeir keyrðu á okkur og við vorum að hlaupa vel til baka í fyrri hálfleik, þetta er bara hugafar. Fyrir norðan vorum við góðir í 35 mínútur núna vorum við góðir í 30 mínútur. Ég veit alveg hvað býr í þessu liði hjá mér eins og við sýndum í fyrri hálfleik, fínan handbolta, mikil orka og vorum andlega sterkir. Ég veit líka eins og við sýndum hérna að síðustu tuttugu mínúturnar var ömurlegt.“ Arnór Freyr Stefánsson kom aðeins inn á í vítum í kvöld. Gunnar Steinn Jónsson og Brynjar Hólm Grétarsson spiluðu ekkert í kvöld. Aðspurður hvort þeir væru komnir á meiðslalistann sagðist Patrekur vera að búa til breidd og að þetta hafi verið fyrirfram ákveðið. „Ég treysti mínum mönnum sem eru að æfa og annar fékk að spila meira núna. Ef þú ætlar að búa til breidd þá þurfa þeir að fara inn á völlinn. Gunnar Steinn var frábær fyrir norðan, átti einn sinn besta leik þar. Ég ákvað þetta bara.“ Næsti leikur er við Selfoss og vill Patrekur að strákarnir sýni góðan leik í meira en þrjátíu mínútur „Það er á móti Selfoss, það er nýr leikur og þeir eru hörkugóðir og við vitum það alveg. Við þurfum eins og ég segi, ég veit að við náum kannski ekki alltaf sextíu mínútum eins og við vorum í fyrri hálfleik. En það má ekki botninn detta svona algjörlega úr þessu og við þurfum áfram hægt og rólega að bæta okkur í því. Ég hljóma kannski neikvæður en við sýndum flotta takta í fyrri hálfleik en í næsta leik þurfum við meiri gæði í lengri tíma, ekki bara þrjátíu mínútur.“
Stjarnan Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan-ÍR 33-28| Öruggur sigur Stjörnunnar á ÍR Stjarnan tók á móti ÍR í 8. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og leiddi með ellefu mörkum í hálfleik , 21-10. ÍR-ingar mættu talsvert ákveðnari í seinni hálfleik og tókst að laga stöðuna en Stjarnan hleypti þeim aldrei of nálægt sér og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 33-28. 6. nóvember 2022 21:15 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan-ÍR 33-28| Öruggur sigur Stjörnunnar á ÍR Stjarnan tók á móti ÍR í 8. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn af krafti og leiddi með ellefu mörkum í hálfleik , 21-10. ÍR-ingar mættu talsvert ákveðnari í seinni hálfleik og tókst að laga stöðuna en Stjarnan hleypti þeim aldrei of nálægt sér og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 33-28. 6. nóvember 2022 21:15