Handbolti

Aron átti góðan leik í enn sinum sigri Ála­borgar | Elvar klikkaði ekki á skoti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Pálmarsson var góður að venju.
Aron Pálmarsson var góður að venju. Álaborg

Aron Pálmarsson var á sínum stað þegar Álaborg vann fimm marka sigur á Mors-Thy í danska handboltanum, 31-26. Þá vann Íslendingalið Ribe-Esbjerg góðan sigur.

Í raun var aðeins spurning hversu stór sigur stórliðs Álaborgar yrði en liðið átti þó í nokkrum vandræðum með sprækt lið heimamanna. Staðan í hálfleik var 14-11 Álaborg í vil en á endanum vann Íslendingaliðið fimm marka sigur, 31-26. Aron skoraði þrjú mörk og gaf tvær stoðsendingar.

Ribe-Esbjerg vann fimm marka sigur á SönderjyskE, lokatölur 36-31. Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk úr þremur skotum á meðan Ágúst Elí Björgvinsson varði fjögur skot í markinu.

Álaborg er sem fyrr á toppi deildarinnar en liðið er með 19 stig eftir 10 leiki. Ribe-Esbjerg er í 6. sæti með 12 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×