Veltu fyrir sér hvort Ómar væri besti leikmaður heims: „Ógeðslega flottur og getur gert allt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2022 10:30 Ómar Ingi Magnússon hefur verið algjörlega frábær undanfarna mánuði. Nikola Krstic/MB Media/Getty Images Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Haukar, mætti til Ásgeirs og Stefáns í hlaðvarp Seinni Bylgjunnar í vikunni. Meðal þess sem strákarnir ræddu var frammistaða Ómars Inga Magnússonar og Gísla Þorgeirs Kristjánssonar undanfarið, ásamt því að velta upp þeirri spurningu hvort Ómar Ingi væri jafnvel besti handboltamaður heims í dag. „Það er ekki laust við það að maður er að ofpeppast vel því að íslenska landsliðið er að fara að taka þátt á HM í handbolta og drengirnir okkar eru að spila svo ógeðslega vel í boltanum úti,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins í upphafi umræðunnar. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru líklega bestu menn vallarins þegar Magdeburg tryggði sér sigur á heimsmeistaramóti félagsliða á dögunum með sigri gegn Barcelona í úrslitaleiknum, annað árið í röð. Ómar skoraði tólf mörk fyrir þýska liðið og Gísli sex, ásamt því að gefa átta stoðsendingar. Landsliðsmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar og hann fór fögrum orðum um tvímenningana sem eru að gera það gríðarlega gott með þýsku meisturunum. „Þeir eru frábærir báðir tveir og búnir að spila bara ótrúlega vel,“ sagði Stefán Rafn. „Þeir eru bara búnir að sýna það að þeir eru með langbestu mönnum í Bundesligunni, bestu deild í heimi. Að sjá bara Gísla núna í seinustu landsleikjum. Sendingarnar frá honum og hann er bara orðin komplett ótrúlega flottur.“ „Svo erum við með Ómar sem er ótrúlegur leikmaður. Hann er bara ógeðslega flottur og getur gert allt. Fintað, skotið, með frábært auga og tímasetningarnar. Það er bara unun að horfa á þá báða tvo.“ „Gaurinn er að spila ótrúlega vel og hann er bara ógeðslega góður“ Stefán Árni vitnaði svo í Twitter-færslu frá Þorkeli Gunnari Sigurbjörnssyni, íþróttafréttamanni á RÚV, þar sem Þorkell varpar þeirri spurningu fram hvort Ómar sé ekki örugglega í umræðunni um hver sé besti handboltamaður heims. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Stefán Refn voru sammála um það að svo væri. Er Ómar Ingi ekki klárlega í umræðunni um besta handboltamann heims í augnablikinu? Hverjir eru aðrir í baráttunni? Matthias Gidsel (DAN), Sander Sagosen (NOR), Jim Gottfridsson (SVÍ), Niklas Landin (DAN), Dika Mem (FRA), Aleix Gomex (SPÁ)...? Fleiri, færri sem koma til greina?— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) October 27, 2022 „Ég las þetta líka og mér fannst þetta frábær punktur að byrja að velta þessu fyrir sér,“ sagði Ásgeir. „Ég held að við getum bara mjög auðveldlega sett niður einhver 4-5 nöfn og hann er klárlega eitt af þeim,“ bætti Ásgeir við áður en Stefán Rafn greip boltann á lofti. „Hann gerir tilkall þarna. Það er alveg pottþétt,“ sagði Stefán. „Miðað við hvernig hann er núna. Gaurinn er að spila ótrúlega vel og hann er bara ógeðslega góður,“ bætti Stefán við áður en strákarnir færðu sig yfir í aðra umræðu. Vangaveltur þeirra félaga um hvort Ómar sé besti leikmaður heims má heyra í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar má heyra í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um Ómar og Gísla hefst eftir 29 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Stefán Rafn um ungversku deildina og Hauka Handbolti Seinni bylgjan Handkastið Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
„Það er ekki laust við það að maður er að ofpeppast vel því að íslenska landsliðið er að fara að taka þátt á HM í handbolta og drengirnir okkar eru að spila svo ógeðslega vel í boltanum úti,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins í upphafi umræðunnar. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru líklega bestu menn vallarins þegar Magdeburg tryggði sér sigur á heimsmeistaramóti félagsliða á dögunum með sigri gegn Barcelona í úrslitaleiknum, annað árið í röð. Ómar skoraði tólf mörk fyrir þýska liðið og Gísli sex, ásamt því að gefa átta stoðsendingar. Landsliðsmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson, leikmaður Hauka, var gestur í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar og hann fór fögrum orðum um tvímenningana sem eru að gera það gríðarlega gott með þýsku meisturunum. „Þeir eru frábærir báðir tveir og búnir að spila bara ótrúlega vel,“ sagði Stefán Rafn. „Þeir eru bara búnir að sýna það að þeir eru með langbestu mönnum í Bundesligunni, bestu deild í heimi. Að sjá bara Gísla núna í seinustu landsleikjum. Sendingarnar frá honum og hann er bara orðin komplett ótrúlega flottur.“ „Svo erum við með Ómar sem er ótrúlegur leikmaður. Hann er bara ógeðslega flottur og getur gert allt. Fintað, skotið, með frábært auga og tímasetningarnar. Það er bara unun að horfa á þá báða tvo.“ „Gaurinn er að spila ótrúlega vel og hann er bara ógeðslega góður“ Stefán Árni vitnaði svo í Twitter-færslu frá Þorkeli Gunnari Sigurbjörnssyni, íþróttafréttamanni á RÚV, þar sem Þorkell varpar þeirri spurningu fram hvort Ómar sé ekki örugglega í umræðunni um hver sé besti handboltamaður heims. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Stefán Refn voru sammála um það að svo væri. Er Ómar Ingi ekki klárlega í umræðunni um besta handboltamann heims í augnablikinu? Hverjir eru aðrir í baráttunni? Matthias Gidsel (DAN), Sander Sagosen (NOR), Jim Gottfridsson (SVÍ), Niklas Landin (DAN), Dika Mem (FRA), Aleix Gomex (SPÁ)...? Fleiri, færri sem koma til greina?— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) October 27, 2022 „Ég las þetta líka og mér fannst þetta frábær punktur að byrja að velta þessu fyrir sér,“ sagði Ásgeir. „Ég held að við getum bara mjög auðveldlega sett niður einhver 4-5 nöfn og hann er klárlega eitt af þeim,“ bætti Ásgeir við áður en Stefán Rafn greip boltann á lofti. „Hann gerir tilkall þarna. Það er alveg pottþétt,“ sagði Stefán. „Miðað við hvernig hann er núna. Gaurinn er að spila ótrúlega vel og hann er bara ógeðslega góður,“ bætti Stefán við áður en strákarnir færðu sig yfir í aðra umræðu. Vangaveltur þeirra félaga um hvort Ómar sé besti leikmaður heims má heyra í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar má heyra í spilaranum hér fyrir neðan, en umræðan um Ómar og Gísla hefst eftir 29 mínútur. Klippa: Seinni Bylgjan: Stefán Rafn um ungversku deildina og Hauka
Handbolti Seinni bylgjan Handkastið Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira