Fjármálaráðherra skilur ekki skilmála íbúðabréfanna Eyjólfur Ármannsson skrifar 27. október 2022 13:00 Undanfarna viku hefur fjármálaráðherra farið mikinn í fjölmiðlum og í ræðusal Alþingis um íbúðabréfin og ábyrgð ríkissjóðs á þeim. Hann hefur ítrekað rætt um að vegna þess að ábyrgðin sé einföld ábyrgð en ekki sjálfskuldaábyrgð geti ríkið keyrt ÍL-sjóð í þrot og komist hjá því að greiða ógjaldfallna vexti og verðbætur af íbúðabréfunum. Fjármálaráðherra virðist telja sig geta stytt gildistíma skuldabréfanna sem boðin voru út árið 2004 samkvæmt útboðs- og skráningarlýsingu en þau falla í gjalddaga 2024, 2034, og 2044. Höfuðstóll bréfanna er verðtryggður og vextir fastir, 3,75%. Í skilmálum skuldabréfaútgáfunnar er gert ráð fyrir að ekki sé unnt að greiða skuldina hraðar eða með öðrum hætti en um var samið. Líftími skuldabréf er grundvallaratriði í öllum skuldabréfaviðskiptum. Öll óvissa um líftíma skuldabréfs kippir stoðunum undan verðgildi þeirra. Ráðherrann ber fyrir sig að sú ábyrgð sem ríkið veitti á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs sé annars eðlis en ábyrgð ríkisins á skuldum annarra ríkisstofnana. Í frétt Viðskiptablaðsins, sem birtist í morgun segir: „Það er ástæða fyrir því að það þurfti ríkisábyrgð á útgáfu sjóðsins,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og bendir með því á að bæri ríkissjóður fulla ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana hefði verið með öllu óþarft að taka sérstaklega fram að ríkissjóður ábyrgðist greiðslu íbúðabréfanna. Þessi fullyrðing fjármálaráðherra er röng. Í skilmálum umræddra skuldabréfa segir: STATE GUARANTEE The New Notes benefit from a guarantee of collection (einföld ábyrgđ) of theIcelandic State Treasury. The guarantee is irrevocable and covers all existing and future obligations of HFF including its obligations to make payments ofprincipal and interest under the New Notes. The guarantee derives from a recognised principle of Icelandic law that the State Treasury guarantees the obligations of all State agencies unless the guarantee is unequivocally limited to the assets of the agency concerned. Á einföldu máli segir í lýsingunni að þessi verðbréf beri ábyrgð vegna þeirrar viðurkenndu meginreglu að íslenska ríkið beri ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana nema að annað sé skýrt tekið fram. Þá er mikilvægt að hafa í huga verklagið við lýsinguna. Undirstofnun framkvæmir útboðið (Íbúðalánasjóður) en sendir drög að útboðsskilmálunum til staðfestingar félagsmálaráðherra. Fjármálaráðherra þeirrar ríkisstjórnar kom því ekki að veitingu neinnar ábyrgðar. Félagsmálaráðherra hafði enga lagaheimild til að veita einhverja sérstaka ríkisábyrgð, hvorki á þessum skuldabréfum, né öðrum skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Hér fór einfaldlega fram útboð og í skilmálunum er vísað til þeirrar venju íslensk stjórnskipunarréttar að íslenska ríkið beri einfalda ábyrgð á skuldbindingum opinberra stofnana. Sú lýsing á íslenskum rétti er ekki loforð í skilningi samningaréttar. Því er það rangt hjá fjármálaráðherra að þessi texti skilmálanna hafi verið nauðsynlegur til að veita ríkisábyrgð eða fjallað um annars konar ábyrgð en hefðbundna og venjuhelgaða ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum opinberra stofnana. Þessi texti um ríkisábyrgð í skilmálunum er ekki til að takmarka ábyrgð ríkisins. Eini tilgangurinn með þessum orðum skilmálanna er í raun að kynna erlendum aðilum fyrir meginreglum íslensks réttar um ríkisábyrgðir. Þegar ráðherra segir „bæri ríkissjóður fulla ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana hefði verið með öllu óþarft að taka sérstaklega fram að ríkissjóður ábyrgðist greiðslu íbúðabréfanna“ er hann í raun að viðurkenna eigin vanþekkingu á málinu, líkt og hann sakaði undirritaðan um í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær. Í skilmálunum segir hið gagnstæða, þ.e. að íslenska ríkið beri ábyrgð á öllum skuldbindingum ríkisstofnana. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson ÍL-sjóður Flokkur fólksins Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna viku hefur fjármálaráðherra farið mikinn í fjölmiðlum og í ræðusal Alþingis um íbúðabréfin og ábyrgð ríkissjóðs á þeim. Hann hefur ítrekað rætt um að vegna þess að ábyrgðin sé einföld ábyrgð en ekki sjálfskuldaábyrgð geti ríkið keyrt ÍL-sjóð í þrot og komist hjá því að greiða ógjaldfallna vexti og verðbætur af íbúðabréfunum. Fjármálaráðherra virðist telja sig geta stytt gildistíma skuldabréfanna sem boðin voru út árið 2004 samkvæmt útboðs- og skráningarlýsingu en þau falla í gjalddaga 2024, 2034, og 2044. Höfuðstóll bréfanna er verðtryggður og vextir fastir, 3,75%. Í skilmálum skuldabréfaútgáfunnar er gert ráð fyrir að ekki sé unnt að greiða skuldina hraðar eða með öðrum hætti en um var samið. Líftími skuldabréf er grundvallaratriði í öllum skuldabréfaviðskiptum. Öll óvissa um líftíma skuldabréfs kippir stoðunum undan verðgildi þeirra. Ráðherrann ber fyrir sig að sú ábyrgð sem ríkið veitti á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs sé annars eðlis en ábyrgð ríkisins á skuldum annarra ríkisstofnana. Í frétt Viðskiptablaðsins, sem birtist í morgun segir: „Það er ástæða fyrir því að það þurfti ríkisábyrgð á útgáfu sjóðsins,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og bendir með því á að bæri ríkissjóður fulla ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana hefði verið með öllu óþarft að taka sérstaklega fram að ríkissjóður ábyrgðist greiðslu íbúðabréfanna. Þessi fullyrðing fjármálaráðherra er röng. Í skilmálum umræddra skuldabréfa segir: STATE GUARANTEE The New Notes benefit from a guarantee of collection (einföld ábyrgđ) of theIcelandic State Treasury. The guarantee is irrevocable and covers all existing and future obligations of HFF including its obligations to make payments ofprincipal and interest under the New Notes. The guarantee derives from a recognised principle of Icelandic law that the State Treasury guarantees the obligations of all State agencies unless the guarantee is unequivocally limited to the assets of the agency concerned. Á einföldu máli segir í lýsingunni að þessi verðbréf beri ábyrgð vegna þeirrar viðurkenndu meginreglu að íslenska ríkið beri ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana nema að annað sé skýrt tekið fram. Þá er mikilvægt að hafa í huga verklagið við lýsinguna. Undirstofnun framkvæmir útboðið (Íbúðalánasjóður) en sendir drög að útboðsskilmálunum til staðfestingar félagsmálaráðherra. Fjármálaráðherra þeirrar ríkisstjórnar kom því ekki að veitingu neinnar ábyrgðar. Félagsmálaráðherra hafði enga lagaheimild til að veita einhverja sérstaka ríkisábyrgð, hvorki á þessum skuldabréfum, né öðrum skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Hér fór einfaldlega fram útboð og í skilmálunum er vísað til þeirrar venju íslensk stjórnskipunarréttar að íslenska ríkið beri einfalda ábyrgð á skuldbindingum opinberra stofnana. Sú lýsing á íslenskum rétti er ekki loforð í skilningi samningaréttar. Því er það rangt hjá fjármálaráðherra að þessi texti skilmálanna hafi verið nauðsynlegur til að veita ríkisábyrgð eða fjallað um annars konar ábyrgð en hefðbundna og venjuhelgaða ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum opinberra stofnana. Þessi texti um ríkisábyrgð í skilmálunum er ekki til að takmarka ábyrgð ríkisins. Eini tilgangurinn með þessum orðum skilmálanna er í raun að kynna erlendum aðilum fyrir meginreglum íslensks réttar um ríkisábyrgðir. Þegar ráðherra segir „bæri ríkissjóður fulla ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana hefði verið með öllu óþarft að taka sérstaklega fram að ríkissjóður ábyrgðist greiðslu íbúðabréfanna“ er hann í raun að viðurkenna eigin vanþekkingu á málinu, líkt og hann sakaði undirritaðan um í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær. Í skilmálunum segir hið gagnstæða, þ.e. að íslenska ríkið beri ábyrgð á öllum skuldbindingum ríkisstofnana. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar