Snemmtæk inngrip í meðferð hjá SÁÁ Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir skrifar 27. október 2022 09:01 Á Íslandi erum við svo heppin að við sem samfélag lítum á áfengis- og vímuefnafíkn sem sjúkdóm sem á heima í heilbrigðiskerfinu. Áhrifaríkasta leiðin í meðferð þessa vanda er sú sama og í flestum heilbrigðisvanda – að grípa inní snemma. Áfengis- og vímuefnafíkn má sjá fyrir sér sem róf eða mælistiku þar sem alvarleiki vandans mælist frá vægri fíkniröskun til alvarlegs langvinns fíknsjúkdóms. Fíkniröskun og fíknsjúkdóm er hægt að meðhöndla með með gagnreyndum aðferðum í heilbrigðiskerfinu með heilbrigðisstarfsfólki. Áhrifaríkasta leiðin er snemmtækt inngrip, þótt meðferð á öllum stigum skili líka árangri. Aðgengi að meðferð við fíknsjúkdómi er því ein og sér ein mikilvægasta breytan í því að auka líkur á að bati náist, hvort sem er að hluta til eða öllu leyti. Á Íslandi eigum við sem betur fer kost á góðri, faglegri og fjölbreyttri meðferð á vegum SÁÁ. Meðferð sem getur farið fram í göngudeild en einnig á sérhæfðu sjúkrahúsi og meðferðarstöð sem sinnir fólki sem glímir við alvarlegasta form fíknröskunar, fíknsjúkdóminn. Á sjúkrahúsið Vog kemur fólk með fíknsjúkdóm, alvarlegasta form fíkniröskunar. Viðkomandi þarfnast inniliggjandi inngrips í formi afeitrunar og í kjölfarið yfirgripsmikla sálfélagslega meðferð til lengri tíma. Umræða um bið eftir innlögn á Vog fer oft hátt, og það er staðreynd að eftirspurn eftir þessu úrræði er meiri en við höfum í dag kost á að sinna. Hvernig getum við beitt snemmtæku inngripi við slíkar aðstæður? Hjá meðferðarsviði SÁÁ höfum við lagt áherslu á að auka aðgengi að snemmtæku inngripi og stytta þannig bið eftir meðferð með eftirfarandi hætti: Þróun göngudeildarúrræða sem draga úr þörf á inniliggjandi meðferð. Grunnmeðferð í göngudeild er úrræði fyrir þá sem geta hætt neyslu sjálfir án innlagnar á Vog. Þessi meðferð er að öðru leyti sambærileg sálfélagslegu meðferðinni sem veitt er á Vogi. Þetta úrræði hjálpar þeim mest sem hafa minni þörf á afeitrunarmeðferð og/eða eru að koma vegna bakslags sem ekki er langt gengið. Bið eftir þessu úrræði er engin. Í kjölfarið eiga skjólstæðingar kost á áframhaldandi sálfélagslegri meðferð og stuðningi í göngudeild. Vonir standa til að einnig verði hægt að bjóða þeim sem þurfa inniliggjandi meðferð á meðferðarstöðinni Vík aðgang þangað beint án innlagnar á Vog. Ungmennameðferð fyrir 25 ára og yngri á Vogi. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að auka aðgengi ungmenna að snemmtækri þjónustu í áfengis- og vímuefnameðferð. Í því felst m.a að efla og auka þjónustu við þennan hóp með lágmarks bið, sálfélagslegri þjónustu, endurinnlögnum eftir þörf og samvinnu milli úrræða fyrir ungmenni. Þessi hópur er um 20% af heildarfjölda þeirra sem koma í meðferð á Vog og er hlutfall hans minna en áður enda hefur neysla í yngsta hópnum sem betur fer farið minnkandi frá aldamótum. Bið eftir innlögn hjá þessum hópi er engin. Í framhaldi af inniliggjandi meðferð eru ungmenni tengd við sérstaka þjónustu í göngudeild. Fyrsta koma. Hér er um að ræða snemmtækt inngrip fyrir þá sem eru að leita meðferðar í fyrsta sinn og þurfa innlögn. Einstaklingar sem leggjast inn á Vog í fyrsta sinn eru um 30% af heildinni. Bið eftir innlögn hjá þessum hópi er heldur engin. Hver er þá biðin eftir meðferð í raun? Ef horft er til síðustu 5 ára, frá 2017 fram á mitt ár 2022, er meðalbiðtími eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog 53,5 dagar. Til samanburðar má nefna að Embætti landlæknis telur ásættanlega bið eftir greiningu og meðferð hjá sérfræðingi vera 90 daga. Fæstir sem sækja þjónustu SÁÁ bíða nærri svo lengi. Um 40% þeirra sem leggjast inn á Vog hafa beðið styttra en 14 daga eftir innlögn og tæplega 70% skjólstæðinga bíða innan við 4 vikur. Á þessum rúmu 5 árum sem gögn þessar greiningar byggja á, hafa einungis 3% skjólstæðinga beðið lengur en 90 daga eftir innlögn á Vog. Höfundur er gæðastjóri SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi erum við svo heppin að við sem samfélag lítum á áfengis- og vímuefnafíkn sem sjúkdóm sem á heima í heilbrigðiskerfinu. Áhrifaríkasta leiðin í meðferð þessa vanda er sú sama og í flestum heilbrigðisvanda – að grípa inní snemma. Áfengis- og vímuefnafíkn má sjá fyrir sér sem róf eða mælistiku þar sem alvarleiki vandans mælist frá vægri fíkniröskun til alvarlegs langvinns fíknsjúkdóms. Fíkniröskun og fíknsjúkdóm er hægt að meðhöndla með með gagnreyndum aðferðum í heilbrigðiskerfinu með heilbrigðisstarfsfólki. Áhrifaríkasta leiðin er snemmtækt inngrip, þótt meðferð á öllum stigum skili líka árangri. Aðgengi að meðferð við fíknsjúkdómi er því ein og sér ein mikilvægasta breytan í því að auka líkur á að bati náist, hvort sem er að hluta til eða öllu leyti. Á Íslandi eigum við sem betur fer kost á góðri, faglegri og fjölbreyttri meðferð á vegum SÁÁ. Meðferð sem getur farið fram í göngudeild en einnig á sérhæfðu sjúkrahúsi og meðferðarstöð sem sinnir fólki sem glímir við alvarlegasta form fíknröskunar, fíknsjúkdóminn. Á sjúkrahúsið Vog kemur fólk með fíknsjúkdóm, alvarlegasta form fíkniröskunar. Viðkomandi þarfnast inniliggjandi inngrips í formi afeitrunar og í kjölfarið yfirgripsmikla sálfélagslega meðferð til lengri tíma. Umræða um bið eftir innlögn á Vog fer oft hátt, og það er staðreynd að eftirspurn eftir þessu úrræði er meiri en við höfum í dag kost á að sinna. Hvernig getum við beitt snemmtæku inngripi við slíkar aðstæður? Hjá meðferðarsviði SÁÁ höfum við lagt áherslu á að auka aðgengi að snemmtæku inngripi og stytta þannig bið eftir meðferð með eftirfarandi hætti: Þróun göngudeildarúrræða sem draga úr þörf á inniliggjandi meðferð. Grunnmeðferð í göngudeild er úrræði fyrir þá sem geta hætt neyslu sjálfir án innlagnar á Vog. Þessi meðferð er að öðru leyti sambærileg sálfélagslegu meðferðinni sem veitt er á Vogi. Þetta úrræði hjálpar þeim mest sem hafa minni þörf á afeitrunarmeðferð og/eða eru að koma vegna bakslags sem ekki er langt gengið. Bið eftir þessu úrræði er engin. Í kjölfarið eiga skjólstæðingar kost á áframhaldandi sálfélagslegri meðferð og stuðningi í göngudeild. Vonir standa til að einnig verði hægt að bjóða þeim sem þurfa inniliggjandi meðferð á meðferðarstöðinni Vík aðgang þangað beint án innlagnar á Vog. Ungmennameðferð fyrir 25 ára og yngri á Vogi. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að auka aðgengi ungmenna að snemmtækri þjónustu í áfengis- og vímuefnameðferð. Í því felst m.a að efla og auka þjónustu við þennan hóp með lágmarks bið, sálfélagslegri þjónustu, endurinnlögnum eftir þörf og samvinnu milli úrræða fyrir ungmenni. Þessi hópur er um 20% af heildarfjölda þeirra sem koma í meðferð á Vog og er hlutfall hans minna en áður enda hefur neysla í yngsta hópnum sem betur fer farið minnkandi frá aldamótum. Bið eftir innlögn hjá þessum hópi er engin. Í framhaldi af inniliggjandi meðferð eru ungmenni tengd við sérstaka þjónustu í göngudeild. Fyrsta koma. Hér er um að ræða snemmtækt inngrip fyrir þá sem eru að leita meðferðar í fyrsta sinn og þurfa innlögn. Einstaklingar sem leggjast inn á Vog í fyrsta sinn eru um 30% af heildinni. Bið eftir innlögn hjá þessum hópi er heldur engin. Hver er þá biðin eftir meðferð í raun? Ef horft er til síðustu 5 ára, frá 2017 fram á mitt ár 2022, er meðalbiðtími eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog 53,5 dagar. Til samanburðar má nefna að Embætti landlæknis telur ásættanlega bið eftir greiningu og meðferð hjá sérfræðingi vera 90 daga. Fæstir sem sækja þjónustu SÁÁ bíða nærri svo lengi. Um 40% þeirra sem leggjast inn á Vog hafa beðið styttra en 14 daga eftir innlögn og tæplega 70% skjólstæðinga bíða innan við 4 vikur. Á þessum rúmu 5 árum sem gögn þessar greiningar byggja á, hafa einungis 3% skjólstæðinga beðið lengur en 90 daga eftir innlögn á Vog. Höfundur er gæðastjóri SÁÁ.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar