Handbolti

Kristján skoraði fjögur í öruggum Evrópusigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kristján Örn skoraði fjögur mörk í kvöld.
Kristján Örn skoraði fjögur mörk í kvöld. Twitter@pauchandball

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir franska félagið PAUC er liðið vann nokkuð öruggan  marka sigur gegn sænska liðinu Ystads í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld, .

PAUC og Ystads leika í B-riðli með Valsmönnum sem mæta ungverska liðinu Ferencváros síðar í kvöld.

Kristján og félagar byrjuðu leikinn betur í Svíþjóð í kvöld og náðu fljótt fimm marka forskoti. Þeir hleyptu heimamönnum í Ystads aldrei of nálægt sér og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 14-17.

Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn þó betur og jöfnuðu metin í 17-17 áður en Kristján og félagar náðu tökum á leiknum á nýjan leik. Gestirnir frá Frakklandi náðu fljótt aftur upp fimm marka forskoti og héldu því út leikinn og unnu að lokum nokkuð öruggan  marka sigur, .

Kristján Örn átti fínan leik fyrir PAUC í kvöld og skoraði fjögur mörk. Leikurinn var hluti af fyrstu umferð riðlakeppninnar og Kristján og félagar eru því með tvö stig, en Svíarnir eru enn án stiga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.