Upprætum kerfisbundið vanmat á störfum kvenna Friðrik Jónsson og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifa 24. október 2022 07:31 Í dag eru 47 ár síðan konur á Íslandi gengu fyrst út á kvennafrídegi. Þá notuðu tugþúsundir kvenna fæturna til að mótmæla því kerfislæga misrétti sem þær eru beittar á vinnumarkaði. Nærri hálfri öld síðar er enn ástæða til að ganga út. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu bæði femínísku hreyfingarinnar og verkalýðshreyfingarinnar eru konur enn með 21,9% lægri atvinnutekjur en karlar að meðaltali. Miðað við fullan vinnudag þýðir það að konur hafa unnið fyrir laununum sínum klukkan 15:15 í dag. Í aldaraðir hefur konum verið gert að niðurgreiða eigið vinnuframlag. Að veita afslátt af vinnu sinni, þjónustu og umhyggju án þess að hafa um það nokkuð val. Því verður að linna. Í dag er ein helsta ástæða kynbundins launamunar sú að fjöldi fólks sem starfar við umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun er illa launað. Við þekkjum öll hina hina hefðbundnu möntru að almenni markaðurinn haldi þeim opinbera uppi því hinn fyrrnefndi skapi verðmætin. Ef við tölum tæpitungulaust þýðir slíkt tal að þau verkefni sem sinnt er af hinu opinbera sé í raun til byrði en ekki uppbyggingar. Slík orðræða er röng. Þessi störf eru að stærstum hluta unnin af konum og eru grundvöllur hagsældar og hagvaxtar hér á landi. Þessi störf eru undirverðlögð. Störf kvenna eru ekki enn metin að verðleikum, hvorki hér á landi né annars staðar í heiminum. Sjötíu prósent opinberra starfsmanna eru konur. Aðilar á vinnumarkaði sem tala niður virði, tilgang og mikilvægi opinberrar þjónustu eru í raun og veru að tala gegn mikilvægi, verðmæti og réttu virðismati á vinnuframlagi og verðmætasköpun kvenna. Þessi söngur heldur linnulaust áfram. Þó hefur reynsla okkar af heimsfaraldri síðustu tvö árin sýnt og sannað að verðmætasköpun, hvort heldur sem á almennum eða opinberum markaði, sé algjörlega háð því að fólk, aðallega konur, haldi áfram að mæta til vinnu. Mæti þrátt fyrir veirur, smittölur, stöðu á gjörgæsludeildum og dánartíðni. Án kvennanna sem starfa við menntun, heilbrigðisþjónustu, umönnun og stjórnsýslu hefði þjóðfélagið stöðvast og staðnað. Á meðan faraldurinn geisaði hér á landi lifði samfélagið af tímabundið tap 20 þúsund starfa á almennum markaði. Þjóðin hefði hins vegar aldrei lifað af sambærilegt tap á opinberum markaði. Þar voru hreinlega mannslíf að veði, framtíð þjóðar og fullveldi. Það er löngu tímabært að við upprætum kynjamisrétti úr íslensku samfélagi. Öll þurfa að taka þátt í þeirri baráttu; við í verkalýðshreyfingunni, fulltrúar launagreiðenda og stjórnvöld. Tökum höndum saman og leiðréttum skakkt verðmætamat og hættum að gefa afslátt af störfum kvenna. Við verðum að meta störf kvenna að verðleikum í eitt skipti fyrir öll. Friðrik Jónsson, formaður BHM.Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður jafnréttisnefndar BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Friðrik Jónsson Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru 47 ár síðan konur á Íslandi gengu fyrst út á kvennafrídegi. Þá notuðu tugþúsundir kvenna fæturna til að mótmæla því kerfislæga misrétti sem þær eru beittar á vinnumarkaði. Nærri hálfri öld síðar er enn ástæða til að ganga út. Þrátt fyrir þrotlausa baráttu bæði femínísku hreyfingarinnar og verkalýðshreyfingarinnar eru konur enn með 21,9% lægri atvinnutekjur en karlar að meðaltali. Miðað við fullan vinnudag þýðir það að konur hafa unnið fyrir laununum sínum klukkan 15:15 í dag. Í aldaraðir hefur konum verið gert að niðurgreiða eigið vinnuframlag. Að veita afslátt af vinnu sinni, þjónustu og umhyggju án þess að hafa um það nokkuð val. Því verður að linna. Í dag er ein helsta ástæða kynbundins launamunar sú að fjöldi fólks sem starfar við umönnun, heilbrigðisþjónustu og menntun er illa launað. Við þekkjum öll hina hina hefðbundnu möntru að almenni markaðurinn haldi þeim opinbera uppi því hinn fyrrnefndi skapi verðmætin. Ef við tölum tæpitungulaust þýðir slíkt tal að þau verkefni sem sinnt er af hinu opinbera sé í raun til byrði en ekki uppbyggingar. Slík orðræða er röng. Þessi störf eru að stærstum hluta unnin af konum og eru grundvöllur hagsældar og hagvaxtar hér á landi. Þessi störf eru undirverðlögð. Störf kvenna eru ekki enn metin að verðleikum, hvorki hér á landi né annars staðar í heiminum. Sjötíu prósent opinberra starfsmanna eru konur. Aðilar á vinnumarkaði sem tala niður virði, tilgang og mikilvægi opinberrar þjónustu eru í raun og veru að tala gegn mikilvægi, verðmæti og réttu virðismati á vinnuframlagi og verðmætasköpun kvenna. Þessi söngur heldur linnulaust áfram. Þó hefur reynsla okkar af heimsfaraldri síðustu tvö árin sýnt og sannað að verðmætasköpun, hvort heldur sem á almennum eða opinberum markaði, sé algjörlega háð því að fólk, aðallega konur, haldi áfram að mæta til vinnu. Mæti þrátt fyrir veirur, smittölur, stöðu á gjörgæsludeildum og dánartíðni. Án kvennanna sem starfa við menntun, heilbrigðisþjónustu, umönnun og stjórnsýslu hefði þjóðfélagið stöðvast og staðnað. Á meðan faraldurinn geisaði hér á landi lifði samfélagið af tímabundið tap 20 þúsund starfa á almennum markaði. Þjóðin hefði hins vegar aldrei lifað af sambærilegt tap á opinberum markaði. Þar voru hreinlega mannslíf að veði, framtíð þjóðar og fullveldi. Það er löngu tímabært að við upprætum kynjamisrétti úr íslensku samfélagi. Öll þurfa að taka þátt í þeirri baráttu; við í verkalýðshreyfingunni, fulltrúar launagreiðenda og stjórnvöld. Tökum höndum saman og leiðréttum skakkt verðmætamat og hættum að gefa afslátt af störfum kvenna. Við verðum að meta störf kvenna að verðleikum í eitt skipti fyrir öll. Friðrik Jónsson, formaður BHM.Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, formaður jafnréttisnefndar BHM.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar