Formúla 1

Heimsmeistarinn bestur í Bandaríkjunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bestur.
Bestur. vísir/getty

Heimsmeistarinn Max Verstappen kom fyrstur í mark í Formúla 1 kappakstrinum í Austin, Texas í Bandaríkjunum í kvöld.

Það leit þó lengi vel út fyrir að fyrrum heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes myndi standa uppi sem sigurvegari en á lokakaflanum náði Verstappen að koma sér fremst og vinna að lokum nokkuð örugglega.

Hamilton varð annar og Charles Leclerc þriðji.

Verstappen er þegar búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn, annað tímabilið í röð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×