Gloppótt löggjöf um brottkast? Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar 23. október 2022 11:01 Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um drónaeftirlit Fiskistofu með brottkasti fiskveiðiskipa á Íslandsmiðum. Í framhaldinu hafa svo heyrst ýmsar gagnrýnisraddir á framkvæmd eftirlitsins. Engin umræða hefur hins vegar átt sér stað um orðalag lykilákvæðisins í lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar sem skyldar íslenskum fiskveiðiskipum að landa og vigta allan afla. Það ákvæði mætti vera betur útfært. Umrædd lög hafa það verðuga markmið að bæta umgengni um nytjastofna sjávar og stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti er tryggi til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðina. Í samræmi við þetta markmið er III. kafli laganna helgaður vigtun sjávarafla. Upphafsákvæði kaflans, 1. mgr. 5. gr. laga nr. 57/1996, hljóðar svo: „Öllum afla, sem íslensk skip veiða úr stofnum sem að hluta eða öllu leyti halda sig í efnahagslögsögu Íslands, skal landað innan lands og hann veginn í innlendri höfn.“ Í útskýringum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpinu er ekki að finna skýringar á hvers vegna einungis er vísað til efnahagslögsögunnar en ekki annarra lögsögubelta sem eru fyrir innan hana, þ.e. innsævis og landhelgi (sjá kort til glöggvunar). Í þessu samhengi verður að hafa í huga að 55. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna og 1. mgr. 3. gr. laga um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn kveða á um að efnahagslögsagan sé svæði utan landhelgi. Það má ætla að hugtakið efnahagslögsaga í lögum nr. 57/1996 eiga að vera skýrt til samræmis við meginlöggjöfina um íslensk hafsvæði og meginsamninginn um málefni hafsins að þessu leyti. Jafnframt verður að hafa í huga að eitt af grundvallarstefunum í lögskýringum er að almennt eru reglur, sem heimila ríkisvaldinu að beita þvingunum og skerða frelsi manna og réttindi, skýrðar þröngt. Slík ákvæði verða ekki talin ná til annarra atvika eða fela í sér frekari skerðingar en orðalag þeirra kveður á um. Á þetta m.a. við um margvíslegar valdheimildir Fiskistofu. Halda má því fram að í dómsmálum sem varða ákvæði 1. mgr. 5. gr. laganna um nytjastofn sjávar væri rétt, vegna þess að ákvæðið tekur ekki til allra íslenskra hafsvæða, að taka til umfjöllunar hvort þeir stofnar sem veiddir hafa verið haldi sig að hluta eða öllu leyti í efnahagslögsögunni (þeir væntanlega gera það í flestum tilvikum að hluta til). Án sönnunarfærslu um það atriði er varla hægt að slá því föstu að nægileg sönnun sé komin fram um sekt, enda má af tilvitnuðu ákvæði 5. gr. laganna ráða að hér sé um atriði að ræða sem gæti haft úrslitaáhrif á það hvort skynsamleg rök megi finna fyrir því að vefengja sök ákærða, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þrátt fyrir þetta verður ekki af dómaframkvæmd ráðið að slíkt sakarmat hafi farið fram. Dómar sem fallið hafa í málum þar sem ákært hefur verið fyrir brot af því tagi sem hér um ræðir bera ekki skýrlega með sér að þar hafi sérstaklega verið um það fjallað hvort brottkast eða löndun fram hjá vigt snerti stofna sem að hluta eða öllu leyti halda sig í efnahagslögsögu Íslands. Út frá hagsmunum ákærðu í slíkum málum hefði ekki verið óréttmætt að kalla eftir slíkri umfjöllun, þar sem refsiábyrgð kann að ráðast af því hvort stofn haldi sig að hluta eða að öllu leyti í efnahagslögsögunni. Það er óþarfi að hafa ástæðulausar gloppur í löggjöf sem verjendur geta gert sér mat úr (ef þeir koma auga á þær). Hér mætti löggjafinn stíga inn í og breyta umræddu lagaákvæði um löndun og vigtun afla þannig að það tæki til allra íslenskra hafsvæða. Í því skyni væri hægt að skipta út hugtakinu efnahagslögsögu fyrir fiskveiðilandhelgi, eins og hún er skilgreind í 2. mgr. 2. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Hugtakið fiskveiðilandhelgi tekur ekki einungis til efnahagslögsögunnar heldur alls hafsvæðis frá fjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögunnar. Taka verður þó fram að hugtakið fiskveiðilandhelgi er ekki gallalaust. Inntak þess er annað en orðsins landhelgi eins og það er skilgreint í lögum um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn og hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. En það er önnur saga. Höfundur er prófessor og fagstjóri ML náms við lagadeild Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Sjávarútvegur Dómsmál Alþingi Utanríkismál Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um drónaeftirlit Fiskistofu með brottkasti fiskveiðiskipa á Íslandsmiðum. Í framhaldinu hafa svo heyrst ýmsar gagnrýnisraddir á framkvæmd eftirlitsins. Engin umræða hefur hins vegar átt sér stað um orðalag lykilákvæðisins í lögum nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar sem skyldar íslenskum fiskveiðiskipum að landa og vigta allan afla. Það ákvæði mætti vera betur útfært. Umrædd lög hafa það verðuga markmið að bæta umgengni um nytjastofna sjávar og stuðla að því að þeir verði nýttir með sjálfbærum hætti er tryggi til langs tíma hámarksafrakstur fyrir íslensku þjóðina. Í samræmi við þetta markmið er III. kafli laganna helgaður vigtun sjávarafla. Upphafsákvæði kaflans, 1. mgr. 5. gr. laga nr. 57/1996, hljóðar svo: „Öllum afla, sem íslensk skip veiða úr stofnum sem að hluta eða öllu leyti halda sig í efnahagslögsögu Íslands, skal landað innan lands og hann veginn í innlendri höfn.“ Í útskýringum við ákvæðið í greinargerð með frumvarpinu er ekki að finna skýringar á hvers vegna einungis er vísað til efnahagslögsögunnar en ekki annarra lögsögubelta sem eru fyrir innan hana, þ.e. innsævis og landhelgi (sjá kort til glöggvunar). Í þessu samhengi verður að hafa í huga að 55. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna og 1. mgr. 3. gr. laga um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn kveða á um að efnahagslögsagan sé svæði utan landhelgi. Það má ætla að hugtakið efnahagslögsaga í lögum nr. 57/1996 eiga að vera skýrt til samræmis við meginlöggjöfina um íslensk hafsvæði og meginsamninginn um málefni hafsins að þessu leyti. Jafnframt verður að hafa í huga að eitt af grundvallarstefunum í lögskýringum er að almennt eru reglur, sem heimila ríkisvaldinu að beita þvingunum og skerða frelsi manna og réttindi, skýrðar þröngt. Slík ákvæði verða ekki talin ná til annarra atvika eða fela í sér frekari skerðingar en orðalag þeirra kveður á um. Á þetta m.a. við um margvíslegar valdheimildir Fiskistofu. Halda má því fram að í dómsmálum sem varða ákvæði 1. mgr. 5. gr. laganna um nytjastofn sjávar væri rétt, vegna þess að ákvæðið tekur ekki til allra íslenskra hafsvæða, að taka til umfjöllunar hvort þeir stofnar sem veiddir hafa verið haldi sig að hluta eða öllu leyti í efnahagslögsögunni (þeir væntanlega gera það í flestum tilvikum að hluta til). Án sönnunarfærslu um það atriði er varla hægt að slá því föstu að nægileg sönnun sé komin fram um sekt, enda má af tilvitnuðu ákvæði 5. gr. laganna ráða að hér sé um atriði að ræða sem gæti haft úrslitaáhrif á það hvort skynsamleg rök megi finna fyrir því að vefengja sök ákærða, sbr. 1. mgr. 109. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þrátt fyrir þetta verður ekki af dómaframkvæmd ráðið að slíkt sakarmat hafi farið fram. Dómar sem fallið hafa í málum þar sem ákært hefur verið fyrir brot af því tagi sem hér um ræðir bera ekki skýrlega með sér að þar hafi sérstaklega verið um það fjallað hvort brottkast eða löndun fram hjá vigt snerti stofna sem að hluta eða öllu leyti halda sig í efnahagslögsögu Íslands. Út frá hagsmunum ákærðu í slíkum málum hefði ekki verið óréttmætt að kalla eftir slíkri umfjöllun, þar sem refsiábyrgð kann að ráðast af því hvort stofn haldi sig að hluta eða að öllu leyti í efnahagslögsögunni. Það er óþarfi að hafa ástæðulausar gloppur í löggjöf sem verjendur geta gert sér mat úr (ef þeir koma auga á þær). Hér mætti löggjafinn stíga inn í og breyta umræddu lagaákvæði um löndun og vigtun afla þannig að það tæki til allra íslenskra hafsvæða. Í því skyni væri hægt að skipta út hugtakinu efnahagslögsögu fyrir fiskveiðilandhelgi, eins og hún er skilgreind í 2. mgr. 2. gr. laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða. Hugtakið fiskveiðilandhelgi tekur ekki einungis til efnahagslögsögunnar heldur alls hafsvæðis frá fjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögunnar. Taka verður þó fram að hugtakið fiskveiðilandhelgi er ekki gallalaust. Inntak þess er annað en orðsins landhelgi eins og það er skilgreint í lögum um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn og hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. En það er önnur saga. Höfundur er prófessor og fagstjóri ML náms við lagadeild Háskólans á Bifröst.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun