Giannis dró vagninn í sigri Bucks | Celtics enn með fullt hús Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. október 2022 09:30 Giannis Antetokounmpo átti stórleik í liði Milwaukee Bucks í nótt. Stacy Revere/Getty Images Giannis Antetokounmpo skoraði 44 stig er Milwaukee Bucks vann tuttugu stiga sigur gegn Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 125-105. Þá vann lið Boston Celtics sex stiga sigur gegn Orlando Magic, 126-120, og liðið er því með þrjá sigra í fyrstu þrem leikjum tímabilsins. Giannis og félagar hans í Milwaukee Bucks byrjuðu leikinn af miklum krafti gegn Houston Rockets og höfðu forystuna frá upphafi til enda. Liðið skoraði 41 stig í fyrsta leikhluta gegn 23 stigum andstæðingana og fór svo með 19 stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 67-48. Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik, en gestirnir í Houston Rockets náðu aldrei að brúa bilið sem heimamenn höfðu skapað sér og niðurstaðan varð því tuttugu stiga sigur Bucks, 125-105. Giannis Antetokounmpo var stigahæstur í liði Bucks með 44 stig, en hann tók einnig 12 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Þá setti hann einnig niður átta af 13 vítaskotum sínum í leiknum sem þýðir að hann er nú orðinn sá leikmaður í sögu félagsins sem hefur skorað úr flestum vítum. Giannis hefur nú skorað úr 3.508 vítum, þremur meira en Sidney Moncrief sem skoraði á sínum tíma úr 3.505 vítaskotum. 💪 Giannis BALLED OUT tonight:🦌 44 PTS (17-21 FGM)🦌 12 REB🦌 @Bucks WIN#KiaTipOff22 pic.twitter.com/Z2oXhG0qSZ— NBA (@NBA) October 23, 2022 Þá vann Boston Celtics nauman sex stiga sigur er liðið heimsótti Orlando Magic, 126-120. Liðin skiptust 17 sinnum á forystunni og sömuleiðis var 17 sinnum jafnt í leiknum. Það voru að lokum gestirnir í Boston Celtics sem höfðu betur, 126-120, þar sem Jayson Tatum skoraði 40 stig fyrir liðið og Derrick White skoraði 27. Úrslit næturinnar San Antonio Spurs 114-105 Philadelphia 76ers Detroit Pistons 115-124 Indiana Pacers Boston Celtics 126-120 Orlando Magic Toronto Raptors 109-112 Miami Heat Cleveland Cavaliers 128-96 Chicago Bulls Houston Rockets 105-125 Milwaukee Bucks Memphis Grizzlies 96-137 Dallas Mavericks Oklahoma City Thunder 117-122 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 111-109 Sacramento Kings NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Sjá meira
Giannis og félagar hans í Milwaukee Bucks byrjuðu leikinn af miklum krafti gegn Houston Rockets og höfðu forystuna frá upphafi til enda. Liðið skoraði 41 stig í fyrsta leikhluta gegn 23 stigum andstæðingana og fór svo með 19 stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 67-48. Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik, en gestirnir í Houston Rockets náðu aldrei að brúa bilið sem heimamenn höfðu skapað sér og niðurstaðan varð því tuttugu stiga sigur Bucks, 125-105. Giannis Antetokounmpo var stigahæstur í liði Bucks með 44 stig, en hann tók einnig 12 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Þá setti hann einnig niður átta af 13 vítaskotum sínum í leiknum sem þýðir að hann er nú orðinn sá leikmaður í sögu félagsins sem hefur skorað úr flestum vítum. Giannis hefur nú skorað úr 3.508 vítum, þremur meira en Sidney Moncrief sem skoraði á sínum tíma úr 3.505 vítaskotum. 💪 Giannis BALLED OUT tonight:🦌 44 PTS (17-21 FGM)🦌 12 REB🦌 @Bucks WIN#KiaTipOff22 pic.twitter.com/Z2oXhG0qSZ— NBA (@NBA) October 23, 2022 Þá vann Boston Celtics nauman sex stiga sigur er liðið heimsótti Orlando Magic, 126-120. Liðin skiptust 17 sinnum á forystunni og sömuleiðis var 17 sinnum jafnt í leiknum. Það voru að lokum gestirnir í Boston Celtics sem höfðu betur, 126-120, þar sem Jayson Tatum skoraði 40 stig fyrir liðið og Derrick White skoraði 27. Úrslit næturinnar San Antonio Spurs 114-105 Philadelphia 76ers Detroit Pistons 115-124 Indiana Pacers Boston Celtics 126-120 Orlando Magic Toronto Raptors 109-112 Miami Heat Cleveland Cavaliers 128-96 Chicago Bulls Houston Rockets 105-125 Milwaukee Bucks Memphis Grizzlies 96-137 Dallas Mavericks Oklahoma City Thunder 117-122 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 111-109 Sacramento Kings NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
San Antonio Spurs 114-105 Philadelphia 76ers Detroit Pistons 115-124 Indiana Pacers Boston Celtics 126-120 Orlando Magic Toronto Raptors 109-112 Miami Heat Cleveland Cavaliers 128-96 Chicago Bulls Houston Rockets 105-125 Milwaukee Bucks Memphis Grizzlies 96-137 Dallas Mavericks Oklahoma City Thunder 117-122 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 111-109 Sacramento Kings
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Golf Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Martin stigahæstur í stórsigri Jón Axel næststigahæstur og Burgos jók forskotið á toppnum Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Svona var þing KKÍ Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Sjá meira