Giannis dró vagninn í sigri Bucks | Celtics enn með fullt hús Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. október 2022 09:30 Giannis Antetokounmpo átti stórleik í liði Milwaukee Bucks í nótt. Stacy Revere/Getty Images Giannis Antetokounmpo skoraði 44 stig er Milwaukee Bucks vann tuttugu stiga sigur gegn Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 125-105. Þá vann lið Boston Celtics sex stiga sigur gegn Orlando Magic, 126-120, og liðið er því með þrjá sigra í fyrstu þrem leikjum tímabilsins. Giannis og félagar hans í Milwaukee Bucks byrjuðu leikinn af miklum krafti gegn Houston Rockets og höfðu forystuna frá upphafi til enda. Liðið skoraði 41 stig í fyrsta leikhluta gegn 23 stigum andstæðingana og fór svo með 19 stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 67-48. Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik, en gestirnir í Houston Rockets náðu aldrei að brúa bilið sem heimamenn höfðu skapað sér og niðurstaðan varð því tuttugu stiga sigur Bucks, 125-105. Giannis Antetokounmpo var stigahæstur í liði Bucks með 44 stig, en hann tók einnig 12 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Þá setti hann einnig niður átta af 13 vítaskotum sínum í leiknum sem þýðir að hann er nú orðinn sá leikmaður í sögu félagsins sem hefur skorað úr flestum vítum. Giannis hefur nú skorað úr 3.508 vítum, þremur meira en Sidney Moncrief sem skoraði á sínum tíma úr 3.505 vítaskotum. 💪 Giannis BALLED OUT tonight:🦌 44 PTS (17-21 FGM)🦌 12 REB🦌 @Bucks WIN#KiaTipOff22 pic.twitter.com/Z2oXhG0qSZ— NBA (@NBA) October 23, 2022 Þá vann Boston Celtics nauman sex stiga sigur er liðið heimsótti Orlando Magic, 126-120. Liðin skiptust 17 sinnum á forystunni og sömuleiðis var 17 sinnum jafnt í leiknum. Það voru að lokum gestirnir í Boston Celtics sem höfðu betur, 126-120, þar sem Jayson Tatum skoraði 40 stig fyrir liðið og Derrick White skoraði 27. Úrslit næturinnar San Antonio Spurs 114-105 Philadelphia 76ers Detroit Pistons 115-124 Indiana Pacers Boston Celtics 126-120 Orlando Magic Toronto Raptors 109-112 Miami Heat Cleveland Cavaliers 128-96 Chicago Bulls Houston Rockets 105-125 Milwaukee Bucks Memphis Grizzlies 96-137 Dallas Mavericks Oklahoma City Thunder 117-122 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 111-109 Sacramento Kings NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Giannis og félagar hans í Milwaukee Bucks byrjuðu leikinn af miklum krafti gegn Houston Rockets og höfðu forystuna frá upphafi til enda. Liðið skoraði 41 stig í fyrsta leikhluta gegn 23 stigum andstæðingana og fór svo með 19 stiga forskot inn í hálfleikinn, staðan 67-48. Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik, en gestirnir í Houston Rockets náðu aldrei að brúa bilið sem heimamenn höfðu skapað sér og niðurstaðan varð því tuttugu stiga sigur Bucks, 125-105. Giannis Antetokounmpo var stigahæstur í liði Bucks með 44 stig, en hann tók einnig 12 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Þá setti hann einnig niður átta af 13 vítaskotum sínum í leiknum sem þýðir að hann er nú orðinn sá leikmaður í sögu félagsins sem hefur skorað úr flestum vítum. Giannis hefur nú skorað úr 3.508 vítum, þremur meira en Sidney Moncrief sem skoraði á sínum tíma úr 3.505 vítaskotum. 💪 Giannis BALLED OUT tonight:🦌 44 PTS (17-21 FGM)🦌 12 REB🦌 @Bucks WIN#KiaTipOff22 pic.twitter.com/Z2oXhG0qSZ— NBA (@NBA) October 23, 2022 Þá vann Boston Celtics nauman sex stiga sigur er liðið heimsótti Orlando Magic, 126-120. Liðin skiptust 17 sinnum á forystunni og sömuleiðis var 17 sinnum jafnt í leiknum. Það voru að lokum gestirnir í Boston Celtics sem höfðu betur, 126-120, þar sem Jayson Tatum skoraði 40 stig fyrir liðið og Derrick White skoraði 27. Úrslit næturinnar San Antonio Spurs 114-105 Philadelphia 76ers Detroit Pistons 115-124 Indiana Pacers Boston Celtics 126-120 Orlando Magic Toronto Raptors 109-112 Miami Heat Cleveland Cavaliers 128-96 Chicago Bulls Houston Rockets 105-125 Milwaukee Bucks Memphis Grizzlies 96-137 Dallas Mavericks Oklahoma City Thunder 117-122 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 111-109 Sacramento Kings NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
San Antonio Spurs 114-105 Philadelphia 76ers Detroit Pistons 115-124 Indiana Pacers Boston Celtics 126-120 Orlando Magic Toronto Raptors 109-112 Miami Heat Cleveland Cavaliers 128-96 Chicago Bulls Houston Rockets 105-125 Milwaukee Bucks Memphis Grizzlies 96-137 Dallas Mavericks Oklahoma City Thunder 117-122 Denver Nuggets Los Angeles Clippers 111-109 Sacramento Kings
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira