Formúla 1

Verstappen ræsir þriðji eftir að hafa tryggt sér titilinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Max Verstappen ræsir aðeins þriðji í sinni fyrstu keppni eftir að hafa tryggt sér heimsmeistaratitilinn.
Max Verstappen ræsir aðeins þriðji í sinni fyrstu keppni eftir að hafa tryggt sér heimsmeistaratitilinn. Chris Graythen/Getty Images

Max Verstappen, nýkrýndur heimsmeistari í Formúlu 1, ræsir þriðji í Texas í kvöld í sinni fyrstu keppni eftir að hafa tryggt sér sinn annan heimsmeistaratitil í íþróttinni á ferlinum.

Þrátt fyrir að Verstappen hafi nú þegar tryggt sér heimsmeistaratitilinn er baráttan um annað sætið enn hörð. Sergio Perez, liðsfélagi hans hjá Red Bull, situr eins og er í öðru sæti heimsmeistarakeppninnar með 253 stig, Charles Leclerc á Ferrari er þriðji með 252 stig, George Russell á Mercedes situr í fjórða sæti með 207 stig og Carlos Sainz á Ferrari situr í fimmta sæti með 202 stig.

Það var einmitt sá síðastnefndi, Carlos Sainz, sem átti hraðasta hringinn í tímatökunum í Texas í gærkvöldi og verður hann því á ráspól þegar ljósin slokkna í kvöld. Með honum í fremstu rásröð verður liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, og svo koma þeir í annarri rásröð liðsfélagarnir hjá Red Bull, Max Verstappen og Sergio Perez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×