Handbolti

Teitur skoraði tvö í naumum sigri Flensburg

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg unnu sterkan sigur í kvöld.
Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg unnu sterkan sigur í kvöld. vísir/getty

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg unnu nauman þriggja marka sigur er liðið tók á móti Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 27-24.

Fyrri hálfleikur var nokkuð kaflaskiptur þar sem gestirnir í Göppingen komust fljótt í fjögurra marka forystu áður en heimamenn í Flensburg jöfnuðu aftur skömmu síðar í 6-6. Nokkuð jafnræði var með liðunum eftir það og staðan var jöfn þegar liðin gegnu til búningsherbergja, 14-14.

Áfram ríkti jafnræði með liðunum í síðari hálfleik, en Teitur og félagar virtust þó alltaf hálfu skrefi á undan. Heimamenn í Flensburg sigldu að lokum fram úr undir lok leiks og unnu sterkan þriggja marka sigur, 27-24.

Teitur Örn skoraði tvö mörk fyrir heimamenn í kvöld og liðið situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 11 stig eftir átta leiki, sex stigum meira en Göppingen sem situr í 11. sæti.

Þá vann HC Erlangen öruggan sjö marka sigur gegn Minden á sama tíma, 25-32, en Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×