Rétt gögn en röng ályktun Konráð S. Guðjónsson skrifar 19. október 2022 11:31 Það er vandratað í heimi fjölmiðla á okkar tímum þar sem úir og grúir af falsfréttum og villandi upplýsingum. Í gær mátti finna frétt á Vísir.is sem sem bar því miður þess háttar boðskap á borð fyrir landsmenn. Fréttin fjallaði um að miklar hækkanir á matvælaverði á heimsmarkaði, á mælikvarða vísitölu matvælaverðs FAO, hefðu gengið til baka. Í fréttinni fullyrti verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ að verðlækkanir síðustu mánuði hefðu ekki skilað sér hingað til lands. Samdægurs hafði Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu, fullyrt hið sama. Það þarf ekki mikla heimavinnu til að sjá að þessar fullyrðingar standast ekki skoðun, nema fyrir þær sakir að hækkanir á heimsmarkaði hafa hingað til verið margfalt meiri en hækkanir á innfluttu matvælaverði. Á sama tíma og vísitala FAO er 17% hærri en fyrir ári síðan, þegar leiðrétt er fyrir gengisbreytingum, hefur verð á innfluttum matvælum hækkað um 5%. Svipaða og jafnvel stærri sögu er að segja ef horft er til síðustu ára en frá janúar 2020 hefur vísitala FAO hækkað um 53% en innfluttar matvörur um 12%. Ef við notum nálgun ASÍ, tökum tillit til gengisbreytinga og setjum í örlítið stærra samhengi en 2-3 mánuði blasir þetta því við: Þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir á matvælaverði á heimsvísu lítur út fyrir að þær hafi ekki skilað sér í sama mæli hingað til lands. Önnur vísbending um það er lækkandi framlegð í matvöruverslunum sem tilheyra félögum sem eru skráð í Kauphöllinni. Það er því kannski sannleikskorn í greiningunni: Já, verðið hefur lítið komið niður, enda ekki við öðru að búast því það fór aldrei upp líkt og meðfylgjandi mynd sýnir glögglega. Annað sem er gott að hafa í huga er að hækkun matvöruverðs hér á landi, sem var 8,4% milli ára í september og fór minnkandi milli mánaða, er minni en sem nemur verðbólgu sem mælist 9,3%. Með öðrum orðum er verðbólguþrýstingur enn meiri úr öðrum áttum, þó að ríflega 8% verðhækkanir séu vissulega óásættanlegar til lengri tíma. Að auki er nú svo komið að í einungis fimm Evrópuríkjum er matvælaverðbólga minni. Á öllum Norðurlöndunum er hækkunin meiri og í ESB hefur matvælaverð hækkað að jafnaði um 14%. Síðast en alls ekki síst má benda á að kaupmáttur launa mældur í matvöru hefur aukist um 7% frá undirritun lífskjarasamningsins og um 4% frá því að COVID skall á. Ef við skoðum gögnin sem ASÍ horfir til er niðurstaðan því alltaf sú sama hvernig sem á það er litið: Hækkun matvöru á heimsmarkaði hefur ekki skilað sér nema að mjög litlu leyti í matarinnkaupin okkar. Tal um eitthvað annað er annað hvort misskilningur eða vísvitandi afvegaleiðing. Við Íslendingar ættum fremur að hrósa happi yfir að afleiðingar verðbólgu, framboðshnökra og stríðsins í Úkraínu á matvælaverð hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Höfundur er efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Konráð S. Guðjónsson ASÍ Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er vandratað í heimi fjölmiðla á okkar tímum þar sem úir og grúir af falsfréttum og villandi upplýsingum. Í gær mátti finna frétt á Vísir.is sem sem bar því miður þess háttar boðskap á borð fyrir landsmenn. Fréttin fjallaði um að miklar hækkanir á matvælaverði á heimsmarkaði, á mælikvarða vísitölu matvælaverðs FAO, hefðu gengið til baka. Í fréttinni fullyrti verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ að verðlækkanir síðustu mánuði hefðu ekki skilað sér hingað til lands. Samdægurs hafði Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu, fullyrt hið sama. Það þarf ekki mikla heimavinnu til að sjá að þessar fullyrðingar standast ekki skoðun, nema fyrir þær sakir að hækkanir á heimsmarkaði hafa hingað til verið margfalt meiri en hækkanir á innfluttu matvælaverði. Á sama tíma og vísitala FAO er 17% hærri en fyrir ári síðan, þegar leiðrétt er fyrir gengisbreytingum, hefur verð á innfluttum matvælum hækkað um 5%. Svipaða og jafnvel stærri sögu er að segja ef horft er til síðustu ára en frá janúar 2020 hefur vísitala FAO hækkað um 53% en innfluttar matvörur um 12%. Ef við notum nálgun ASÍ, tökum tillit til gengisbreytinga og setjum í örlítið stærra samhengi en 2-3 mánuði blasir þetta því við: Þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir á matvælaverði á heimsvísu lítur út fyrir að þær hafi ekki skilað sér í sama mæli hingað til lands. Önnur vísbending um það er lækkandi framlegð í matvöruverslunum sem tilheyra félögum sem eru skráð í Kauphöllinni. Það er því kannski sannleikskorn í greiningunni: Já, verðið hefur lítið komið niður, enda ekki við öðru að búast því það fór aldrei upp líkt og meðfylgjandi mynd sýnir glögglega. Annað sem er gott að hafa í huga er að hækkun matvöruverðs hér á landi, sem var 8,4% milli ára í september og fór minnkandi milli mánaða, er minni en sem nemur verðbólgu sem mælist 9,3%. Með öðrum orðum er verðbólguþrýstingur enn meiri úr öðrum áttum, þó að ríflega 8% verðhækkanir séu vissulega óásættanlegar til lengri tíma. Að auki er nú svo komið að í einungis fimm Evrópuríkjum er matvælaverðbólga minni. Á öllum Norðurlöndunum er hækkunin meiri og í ESB hefur matvælaverð hækkað að jafnaði um 14%. Síðast en alls ekki síst má benda á að kaupmáttur launa mældur í matvöru hefur aukist um 7% frá undirritun lífskjarasamningsins og um 4% frá því að COVID skall á. Ef við skoðum gögnin sem ASÍ horfir til er niðurstaðan því alltaf sú sama hvernig sem á það er litið: Hækkun matvöru á heimsmarkaði hefur ekki skilað sér nema að mjög litlu leyti í matarinnkaupin okkar. Tal um eitthvað annað er annað hvort misskilningur eða vísvitandi afvegaleiðing. Við Íslendingar ættum fremur að hrósa happi yfir að afleiðingar verðbólgu, framboðshnökra og stríðsins í Úkraínu á matvælaverð hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Höfundur er efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun