Segir lækkun heimsmarkaðsverðs á matvælum ekki skila sér til Íslands Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. október 2022 13:38 Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að það sé gömul saga og ný að verð lækki sjaldnast hér á landi þrátt fyrir að þær breytur sem þrýstu upp verði hafi gengið til baka. Alþjóðleg vísitala hrávöruverðs sýnir að verðhækkanir sem urðu í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hafa gengið til baka en hún mælist nú svipað og fyrir innrás Rússa. Verkefnisstjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að sömu þróun sé ekki fyrir að fara hér á landi. Mesta lækkunin varð í júlí þegar vísitalan fór úr 154,7 niður í 140,6 en síðan þá hefur alþjóðleg vísitala hrávöruverðs farið niður á við, statt og stöðugt, og er nú á pari við það sem hún mældist í janúar fyrir innrás Rússa. Sjáum við sömu þróun á Íslandi? „Nei. Við sjáum ekki að lækkun á heimsmarkaðsverði á matvælum skili sér hingað. Allavega ekki ennþá,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnisstjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. source: tradingeconomics.com En hvers vegna eru íslenskir kaupmenn svona seinir að bregðast við? „Það er auðvitað gömul saga og ný að verð lækkar sjaldnast hér, og jafnvel þrátt fyrir að þeir þættir, sem ýttu upphaflega undir hækkað verðlag, gangi til baka þá sjáum við verð mjög sjaldan lækka hér. Það á við í þessu tilfelli. Við sjáum að bensín hefur lækkað aðeins í verði síðustu mánuði og gengisveikingin sem var mikil í COVID og var talað um að hefði áhrif á verðhækkanir, hefur algjörlega gengið til baka þannig að við erum heldur ekki að sjá endurspeglast í verðlagi.“ Verðbólga kemur verst niður á þeim sem hafa minnst á milli handanna og mega illa við hækkunum á nauðsynjum. „Það eru auðvitað bæði matvara og gjöld sem tengjast samgöngum; bifreiðar og bensín sem vega langþyngst í útgjöldum heimilanna þannig að þetta er bara mjög alvarlegt mál og gríðarlega mikilvægt að verslanirnar bregðist við og skili lækkunum út í verðlagið til neytenda en haldi þessu ekki bara eftir. Miðað við hagnaðartölur fyrirtækjanna þá ætti að vera fullt svigrúm til þess.“ Verðlag ASÍ Fjármál heimilisins Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Mesta lækkunin varð í júlí þegar vísitalan fór úr 154,7 niður í 140,6 en síðan þá hefur alþjóðleg vísitala hrávöruverðs farið niður á við, statt og stöðugt, og er nú á pari við það sem hún mældist í janúar fyrir innrás Rússa. Sjáum við sömu þróun á Íslandi? „Nei. Við sjáum ekki að lækkun á heimsmarkaðsverði á matvælum skili sér hingað. Allavega ekki ennþá,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnisstjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands. source: tradingeconomics.com En hvers vegna eru íslenskir kaupmenn svona seinir að bregðast við? „Það er auðvitað gömul saga og ný að verð lækkar sjaldnast hér, og jafnvel þrátt fyrir að þeir þættir, sem ýttu upphaflega undir hækkað verðlag, gangi til baka þá sjáum við verð mjög sjaldan lækka hér. Það á við í þessu tilfelli. Við sjáum að bensín hefur lækkað aðeins í verði síðustu mánuði og gengisveikingin sem var mikil í COVID og var talað um að hefði áhrif á verðhækkanir, hefur algjörlega gengið til baka þannig að við erum heldur ekki að sjá endurspeglast í verðlagi.“ Verðbólga kemur verst niður á þeim sem hafa minnst á milli handanna og mega illa við hækkunum á nauðsynjum. „Það eru auðvitað bæði matvara og gjöld sem tengjast samgöngum; bifreiðar og bensín sem vega langþyngst í útgjöldum heimilanna þannig að þetta er bara mjög alvarlegt mál og gríðarlega mikilvægt að verslanirnar bregðist við og skili lækkunum út í verðlagið til neytenda en haldi þessu ekki bara eftir. Miðað við hagnaðartölur fyrirtækjanna þá ætti að vera fullt svigrúm til þess.“
Verðlag ASÍ Fjármál heimilisins Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira