Handkastið: Getum við ekki lengur treyst á að Aron verði með? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2022 10:00 Aron Pálmarsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins undanfarin ár. vísir/hulda margrét Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður og fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, segir að þeir dagar að íslenska landsliðið geti treyst á að Aron Pálmarsson verði með því séu líklega liðnir. Aron var ekki með landsliðinu í leikjunum gegn Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM 2024 í síðustu viku vegna meiðsla. Hann hefur misst af fjölmörgum leikjum með landsliðinu á undanförnum árum sökum meiðsla og jafnvel heilu mótunum. Í Handkastinu spurði Arnar Daði Arnarsson Einar Örn hvort við værum komin á þann stað að geta ekki lengur treyst á að Aron sé með. Verið notaður alltof mikið „Ég held við þurfum að búa okkur undir að Aron muni ekki spila alla leiki sem við spilum. Þetta er stór og mikill skrokkur og gjarn á að meiðast. Við þurfum allavega að búa okkur undir að hann sé ekki með og finna lausnir á því þegar það gerist,“ sagði Einar Örn. „Hluti af þessum meiðslum á stórmótum hefur verið því hann hefur verið notaður alltof mikið. Það er ekki hægt að láta leikmann eins og Aron, með þennan skrokk, hæfileika og leikstíl, spila vörn og sókn allan tímann í öllum leikjum. Það þarf að finna leiðir til að gefa Aroni pásu innan leikja og jafnvel hvíla hann heilu leikina. Til að eiga hann undir lokin svo við séum ekki búin að hefla hann í gólfið í fyrstu þremur leikjunum.“ Ásgeir Jónsson benti að Ísland væri líka komið í þá stöðu að þurfa ekki að treysta á Aron öllum stundum. „Við getum farið svolítið vel með Porsche-inn okkar með landsliðinu. Treysta eða treysta ekki á Aron; við getum alltaf treyst á hann þegar hann er leikfær. En það er með hann eins og aðra að við vitum að hann getur ekki spilað heilt stórmót og borið liðið algjörlega á herðum sér,“ sagði Ásgeir. „Núna, ef einhvern tímann, getur íslenska landsliðið nýtt sinn besta leikmann þannig. Það eru forréttindi sem íslenskt landslið hefur mjög sjaldan haft, að geta nýtt leikmann eins og Aron á þennan hátt. Við erum komnir með þannig breidd.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Handkastið Tengdar fréttir Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira
Aron var ekki með landsliðinu í leikjunum gegn Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM 2024 í síðustu viku vegna meiðsla. Hann hefur misst af fjölmörgum leikjum með landsliðinu á undanförnum árum sökum meiðsla og jafnvel heilu mótunum. Í Handkastinu spurði Arnar Daði Arnarsson Einar Örn hvort við værum komin á þann stað að geta ekki lengur treyst á að Aron sé með. Verið notaður alltof mikið „Ég held við þurfum að búa okkur undir að Aron muni ekki spila alla leiki sem við spilum. Þetta er stór og mikill skrokkur og gjarn á að meiðast. Við þurfum allavega að búa okkur undir að hann sé ekki með og finna lausnir á því þegar það gerist,“ sagði Einar Örn. „Hluti af þessum meiðslum á stórmótum hefur verið því hann hefur verið notaður alltof mikið. Það er ekki hægt að láta leikmann eins og Aron, með þennan skrokk, hæfileika og leikstíl, spila vörn og sókn allan tímann í öllum leikjum. Það þarf að finna leiðir til að gefa Aroni pásu innan leikja og jafnvel hvíla hann heilu leikina. Til að eiga hann undir lokin svo við séum ekki búin að hefla hann í gólfið í fyrstu þremur leikjunum.“ Ásgeir Jónsson benti að Ísland væri líka komið í þá stöðu að þurfa ekki að treysta á Aron öllum stundum. „Við getum farið svolítið vel með Porsche-inn okkar með landsliðinu. Treysta eða treysta ekki á Aron; við getum alltaf treyst á hann þegar hann er leikfær. En það er með hann eins og aðra að við vitum að hann getur ekki spilað heilt stórmót og borið liðið algjörlega á herðum sér,“ sagði Ásgeir. „Núna, ef einhvern tímann, getur íslenska landsliðið nýtt sinn besta leikmann þannig. Það eru forréttindi sem íslenskt landslið hefur mjög sjaldan haft, að geta nýtt leikmann eins og Aron á þennan hátt. Við erum komnir með þannig breidd.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta EM 2024 í handbolta Handkastið Tengdar fréttir Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ Sjá meira
Handkastið: „Mjög hissa á að Haukur væri ekki þarna“ Rætt var fjarveru Hauks Þrastarsonar, leikmanns Kielce, þegar farið var yfir síðustu tvo leiki íslenska handboltalandsliðsins í Handkastinu. 17. október 2022 13:01