Verðmæti menningarlæsis Anita Ýrr Taylor skrifar 15. október 2022 14:01 Þegar ég lagði af stað í skiptinemadvölina mína til Ítalíu, vissi ég ekki nákvæmlega hversu hár kletturinn var sem ég myndi þurfa stökkva af, en ég var fullviss um að flugið yrði þess virði og tilfinning frelsisins var eitthvað sem ég gat ekki einu sinni byrjað að ímyndað mér í september á síðasta ári. Árið var stútfullt af nýjum upplifunum; skóli á laugardögum, borðbænir, klifuræfingar, óteljandi ferðalög með bestu vinkonu minni frá Síle og kaffi á hverjum morgni. Ég lærði helling af nýjum hlutum eins og að litríkir sokkar geta verið tól til þess að láta dimma daga verða bjartari og að það eru til svo miklu fleiri litir en svartur, grár og brúnn eins og ég var svo vön að sjá á Íslandi. Fyrstu mánuðirnir einkenndust af hausverk og löngum dúrum eftir skóla eftir að hafa þurft að hlusta á ókunnugt tungumál allan daginn. Einmanaleikinn gat verið rosalegur þegar ég var umkringd fólki sem talaði tungumál sem ég skildi ekki ogannað var það að geta ekki sagt brandara eða tjáð mig á þann hátt sem ég vildi. Af þeirri upplifun lærði ég að það er oftast hægt að nota látbragð til þess að vera skilinn. Þetta var erfitt á tímabilum en eftir ársdvöl náði ég ekki einungis að hlæja að bröndurum nýrra vina, heldur náði ég einnig að segja þó nokkra af þeim og voru það þá aðrir sem hlógu með. Á þeim tímapunkti, var ég komin ótalmarga kílómetra frá klettinum sem ég upphaflega stökk af. Ég var þá búin að eignast vini fyrir lífstíð og ná tökum á tungumálinu, en það sem meira var, þá var ég búin að eignast nýja systur. Það var aldrei neinn vandræðaleiki á milli okkar tveggja og held ég að við urðum svona nánar vegna þess að við deildum svefnherbergi. Það liðu aðeins nokkrir dagar á milli vandræðalegu bílferðarinnar heim af lestarstöðinni að löngum hlátursköstum og kúrum á sófanum. Við enduðum síðan á gólfinu í svefnherberginu okkar einn daginn, grátandi við tilhugsunina um að ég þyrfti að snúa aftur heim til Íslands. Fósturfjölskyldan í heild sinni var mér ávallt indæl og tel ég mig hafa verið mjög heppna að hafa kynnst þeim. Nú á ég annað heimili á Norður-Ítalíu og veit ég að þau bíða mín hinum megin við sjóndeildarhringinn. Ég get með fullvissu sagt að stökkið leyfði mér ekki einungis að fljúga yfir nýtt haf og finna fyrir frelsi sem ég þekkti ekki áður, heldur leyfði það mér líka að hitta aðra fugla á leiðinni sem voru í sama leiðangri og ég sem vildu líka sjá útsýnið frá öðru sjónarhorni. Það sem skiptinám gaf mér með því að leyfa mér að upplifa aðra menningu, mun fylgja mér alla mína ævi og hefur dýpkað skilning minn á minni eigin menningu og tungumáli. Menntun sem byggir á menningarlæsi auðgar það samfélag sem við lifum í og bætir okkur sem einstaklinga. Þess vegna hvet ég sem flest til að taka stökkið og upplifa það sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Höfundur fór sem skiptinemi með AFS til Ítalíu árið 2021 til 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég lagði af stað í skiptinemadvölina mína til Ítalíu, vissi ég ekki nákvæmlega hversu hár kletturinn var sem ég myndi þurfa stökkva af, en ég var fullviss um að flugið yrði þess virði og tilfinning frelsisins var eitthvað sem ég gat ekki einu sinni byrjað að ímyndað mér í september á síðasta ári. Árið var stútfullt af nýjum upplifunum; skóli á laugardögum, borðbænir, klifuræfingar, óteljandi ferðalög með bestu vinkonu minni frá Síle og kaffi á hverjum morgni. Ég lærði helling af nýjum hlutum eins og að litríkir sokkar geta verið tól til þess að láta dimma daga verða bjartari og að það eru til svo miklu fleiri litir en svartur, grár og brúnn eins og ég var svo vön að sjá á Íslandi. Fyrstu mánuðirnir einkenndust af hausverk og löngum dúrum eftir skóla eftir að hafa þurft að hlusta á ókunnugt tungumál allan daginn. Einmanaleikinn gat verið rosalegur þegar ég var umkringd fólki sem talaði tungumál sem ég skildi ekki ogannað var það að geta ekki sagt brandara eða tjáð mig á þann hátt sem ég vildi. Af þeirri upplifun lærði ég að það er oftast hægt að nota látbragð til þess að vera skilinn. Þetta var erfitt á tímabilum en eftir ársdvöl náði ég ekki einungis að hlæja að bröndurum nýrra vina, heldur náði ég einnig að segja þó nokkra af þeim og voru það þá aðrir sem hlógu með. Á þeim tímapunkti, var ég komin ótalmarga kílómetra frá klettinum sem ég upphaflega stökk af. Ég var þá búin að eignast vini fyrir lífstíð og ná tökum á tungumálinu, en það sem meira var, þá var ég búin að eignast nýja systur. Það var aldrei neinn vandræðaleiki á milli okkar tveggja og held ég að við urðum svona nánar vegna þess að við deildum svefnherbergi. Það liðu aðeins nokkrir dagar á milli vandræðalegu bílferðarinnar heim af lestarstöðinni að löngum hlátursköstum og kúrum á sófanum. Við enduðum síðan á gólfinu í svefnherberginu okkar einn daginn, grátandi við tilhugsunina um að ég þyrfti að snúa aftur heim til Íslands. Fósturfjölskyldan í heild sinni var mér ávallt indæl og tel ég mig hafa verið mjög heppna að hafa kynnst þeim. Nú á ég annað heimili á Norður-Ítalíu og veit ég að þau bíða mín hinum megin við sjóndeildarhringinn. Ég get með fullvissu sagt að stökkið leyfði mér ekki einungis að fljúga yfir nýtt haf og finna fyrir frelsi sem ég þekkti ekki áður, heldur leyfði það mér líka að hitta aðra fugla á leiðinni sem voru í sama leiðangri og ég sem vildu líka sjá útsýnið frá öðru sjónarhorni. Það sem skiptinám gaf mér með því að leyfa mér að upplifa aðra menningu, mun fylgja mér alla mína ævi og hefur dýpkað skilning minn á minni eigin menningu og tungumáli. Menntun sem byggir á menningarlæsi auðgar það samfélag sem við lifum í og bætir okkur sem einstaklinga. Þess vegna hvet ég sem flest til að taka stökkið og upplifa það sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Höfundur fór sem skiptinemi með AFS til Ítalíu árið 2021 til 2022.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun