Verðmæti menningarlæsis Anita Ýrr Taylor skrifar 15. október 2022 14:01 Þegar ég lagði af stað í skiptinemadvölina mína til Ítalíu, vissi ég ekki nákvæmlega hversu hár kletturinn var sem ég myndi þurfa stökkva af, en ég var fullviss um að flugið yrði þess virði og tilfinning frelsisins var eitthvað sem ég gat ekki einu sinni byrjað að ímyndað mér í september á síðasta ári. Árið var stútfullt af nýjum upplifunum; skóli á laugardögum, borðbænir, klifuræfingar, óteljandi ferðalög með bestu vinkonu minni frá Síle og kaffi á hverjum morgni. Ég lærði helling af nýjum hlutum eins og að litríkir sokkar geta verið tól til þess að láta dimma daga verða bjartari og að það eru til svo miklu fleiri litir en svartur, grár og brúnn eins og ég var svo vön að sjá á Íslandi. Fyrstu mánuðirnir einkenndust af hausverk og löngum dúrum eftir skóla eftir að hafa þurft að hlusta á ókunnugt tungumál allan daginn. Einmanaleikinn gat verið rosalegur þegar ég var umkringd fólki sem talaði tungumál sem ég skildi ekki ogannað var það að geta ekki sagt brandara eða tjáð mig á þann hátt sem ég vildi. Af þeirri upplifun lærði ég að það er oftast hægt að nota látbragð til þess að vera skilinn. Þetta var erfitt á tímabilum en eftir ársdvöl náði ég ekki einungis að hlæja að bröndurum nýrra vina, heldur náði ég einnig að segja þó nokkra af þeim og voru það þá aðrir sem hlógu með. Á þeim tímapunkti, var ég komin ótalmarga kílómetra frá klettinum sem ég upphaflega stökk af. Ég var þá búin að eignast vini fyrir lífstíð og ná tökum á tungumálinu, en það sem meira var, þá var ég búin að eignast nýja systur. Það var aldrei neinn vandræðaleiki á milli okkar tveggja og held ég að við urðum svona nánar vegna þess að við deildum svefnherbergi. Það liðu aðeins nokkrir dagar á milli vandræðalegu bílferðarinnar heim af lestarstöðinni að löngum hlátursköstum og kúrum á sófanum. Við enduðum síðan á gólfinu í svefnherberginu okkar einn daginn, grátandi við tilhugsunina um að ég þyrfti að snúa aftur heim til Íslands. Fósturfjölskyldan í heild sinni var mér ávallt indæl og tel ég mig hafa verið mjög heppna að hafa kynnst þeim. Nú á ég annað heimili á Norður-Ítalíu og veit ég að þau bíða mín hinum megin við sjóndeildarhringinn. Ég get með fullvissu sagt að stökkið leyfði mér ekki einungis að fljúga yfir nýtt haf og finna fyrir frelsi sem ég þekkti ekki áður, heldur leyfði það mér líka að hitta aðra fugla á leiðinni sem voru í sama leiðangri og ég sem vildu líka sjá útsýnið frá öðru sjónarhorni. Það sem skiptinám gaf mér með því að leyfa mér að upplifa aðra menningu, mun fylgja mér alla mína ævi og hefur dýpkað skilning minn á minni eigin menningu og tungumáli. Menntun sem byggir á menningarlæsi auðgar það samfélag sem við lifum í og bætir okkur sem einstaklinga. Þess vegna hvet ég sem flest til að taka stökkið og upplifa það sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Höfundur fór sem skiptinemi með AFS til Ítalíu árið 2021 til 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar ég lagði af stað í skiptinemadvölina mína til Ítalíu, vissi ég ekki nákvæmlega hversu hár kletturinn var sem ég myndi þurfa stökkva af, en ég var fullviss um að flugið yrði þess virði og tilfinning frelsisins var eitthvað sem ég gat ekki einu sinni byrjað að ímyndað mér í september á síðasta ári. Árið var stútfullt af nýjum upplifunum; skóli á laugardögum, borðbænir, klifuræfingar, óteljandi ferðalög með bestu vinkonu minni frá Síle og kaffi á hverjum morgni. Ég lærði helling af nýjum hlutum eins og að litríkir sokkar geta verið tól til þess að láta dimma daga verða bjartari og að það eru til svo miklu fleiri litir en svartur, grár og brúnn eins og ég var svo vön að sjá á Íslandi. Fyrstu mánuðirnir einkenndust af hausverk og löngum dúrum eftir skóla eftir að hafa þurft að hlusta á ókunnugt tungumál allan daginn. Einmanaleikinn gat verið rosalegur þegar ég var umkringd fólki sem talaði tungumál sem ég skildi ekki ogannað var það að geta ekki sagt brandara eða tjáð mig á þann hátt sem ég vildi. Af þeirri upplifun lærði ég að það er oftast hægt að nota látbragð til þess að vera skilinn. Þetta var erfitt á tímabilum en eftir ársdvöl náði ég ekki einungis að hlæja að bröndurum nýrra vina, heldur náði ég einnig að segja þó nokkra af þeim og voru það þá aðrir sem hlógu með. Á þeim tímapunkti, var ég komin ótalmarga kílómetra frá klettinum sem ég upphaflega stökk af. Ég var þá búin að eignast vini fyrir lífstíð og ná tökum á tungumálinu, en það sem meira var, þá var ég búin að eignast nýja systur. Það var aldrei neinn vandræðaleiki á milli okkar tveggja og held ég að við urðum svona nánar vegna þess að við deildum svefnherbergi. Það liðu aðeins nokkrir dagar á milli vandræðalegu bílferðarinnar heim af lestarstöðinni að löngum hlátursköstum og kúrum á sófanum. Við enduðum síðan á gólfinu í svefnherberginu okkar einn daginn, grátandi við tilhugsunina um að ég þyrfti að snúa aftur heim til Íslands. Fósturfjölskyldan í heild sinni var mér ávallt indæl og tel ég mig hafa verið mjög heppna að hafa kynnst þeim. Nú á ég annað heimili á Norður-Ítalíu og veit ég að þau bíða mín hinum megin við sjóndeildarhringinn. Ég get með fullvissu sagt að stökkið leyfði mér ekki einungis að fljúga yfir nýtt haf og finna fyrir frelsi sem ég þekkti ekki áður, heldur leyfði það mér líka að hitta aðra fugla á leiðinni sem voru í sama leiðangri og ég sem vildu líka sjá útsýnið frá öðru sjónarhorni. Það sem skiptinám gaf mér með því að leyfa mér að upplifa aðra menningu, mun fylgja mér alla mína ævi og hefur dýpkað skilning minn á minni eigin menningu og tungumáli. Menntun sem byggir á menningarlæsi auðgar það samfélag sem við lifum í og bætir okkur sem einstaklinga. Þess vegna hvet ég sem flest til að taka stökkið og upplifa það sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Höfundur fór sem skiptinemi með AFS til Ítalíu árið 2021 til 2022.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun