Hefði viljað sjá Lovísu þrauka lengur í Danmörku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2022 15:00 Lovísa Thompson stoppaði stutt við í Danmörku. vísir/hulda margrét Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, mun ekki hoppa hæð sína í loft upp ef Lovísa Thompson fer aftur í Val. Honum fannst hún gefast full fljótt upp á atvinnumennskunni. Á föstudaginn var greint frá því að Lovísa hefði verið leyst undan samningi við danska úrvalsdeildarliðið Ringkøbing að eigin ósk. Lovísa fór til Ringkøbing frá Val í sumar á láni. Hún er samningsbundin Val til júníloka 2024. Það liggur því beinast við að Lovísa fari aftur í Val, komi hún á annað borð heim. „Eðlilega er hún að fara aftur í Val, ekki nema hún sé að leita fyrir sér erlendis. Ég sé hana ekki fara í annað lið á Íslandi en Val. Ég held það sé deginum ljósara,“ sagði Einar í Seinni bylgjunni á sunnudaginn. Hann viðurkenndi að hann myndi ekki brosa út að eyrum ef Lovísa gengi í raðir liðsins sem flestir spá Íslandsmeistaratitlinum. „Ég hoppa hæð mína ekkert í loft upp af gleði yfir þessum fréttum, þótt það sé ekki mikil hæð að hoppa,“ sagði Einar léttur. Hann segir að félagi sinn, Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, þurfi ekki beint á Lovísu að halda. „Hann vantar ekki neitt. Eðlilega fer hún í Val en fyrir okkur sem horfa á þetta hefði verið skemmtilegra ef hún færi eitthvað annað. Ég vil líka bara sjá hana úti.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Lovísu Einar hefði viljað sjá Lovísu reyna að þreyja þorrann hjá Ringkøbing. „Er ekki nett pirrandi að einn okkar besti leikmaður fer í frekar veikt lið í dönsku úrvalsdeildinni og fær eiginlega ekkert að spila. Ég veit ekkert hverjar ástæðurnar eru en ég þoli það ekki. Ég er bara pirraður,“ sagði Einar og hélt áfram. „Ekki gefast upp, reyniði að þrauka og djöflast áfram. Þetta getur verið erfitt. Hún hefur verið þarna í 2-3 mánuði. Ég veit ekki hvað hefur gengið á persónulega en yfir alla leikmenn, reyniði að harka aðeins. Þetta er upp og niður.“ Valur hefur unnið alla þrjá leiki sína í Olís-deild kvenna til þessa með samtals 29 marka mun. Næsti leikur Vals er gegn ÍBV 19. október. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Danski handboltinn Olís-deild kvenna Valur Seinni bylgjan Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Á föstudaginn var greint frá því að Lovísa hefði verið leyst undan samningi við danska úrvalsdeildarliðið Ringkøbing að eigin ósk. Lovísa fór til Ringkøbing frá Val í sumar á láni. Hún er samningsbundin Val til júníloka 2024. Það liggur því beinast við að Lovísa fari aftur í Val, komi hún á annað borð heim. „Eðlilega er hún að fara aftur í Val, ekki nema hún sé að leita fyrir sér erlendis. Ég sé hana ekki fara í annað lið á Íslandi en Val. Ég held það sé deginum ljósara,“ sagði Einar í Seinni bylgjunni á sunnudaginn. Hann viðurkenndi að hann myndi ekki brosa út að eyrum ef Lovísa gengi í raðir liðsins sem flestir spá Íslandsmeistaratitlinum. „Ég hoppa hæð mína ekkert í loft upp af gleði yfir þessum fréttum, þótt það sé ekki mikil hæð að hoppa,“ sagði Einar léttur. Hann segir að félagi sinn, Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, þurfi ekki beint á Lovísu að halda. „Hann vantar ekki neitt. Eðlilega fer hún í Val en fyrir okkur sem horfa á þetta hefði verið skemmtilegra ef hún færi eitthvað annað. Ég vil líka bara sjá hana úti.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Lovísu Einar hefði viljað sjá Lovísu reyna að þreyja þorrann hjá Ringkøbing. „Er ekki nett pirrandi að einn okkar besti leikmaður fer í frekar veikt lið í dönsku úrvalsdeildinni og fær eiginlega ekkert að spila. Ég veit ekkert hverjar ástæðurnar eru en ég þoli það ekki. Ég er bara pirraður,“ sagði Einar og hélt áfram. „Ekki gefast upp, reyniði að þrauka og djöflast áfram. Þetta getur verið erfitt. Hún hefur verið þarna í 2-3 mánuði. Ég veit ekki hvað hefur gengið á persónulega en yfir alla leikmenn, reyniði að harka aðeins. Þetta er upp og niður.“ Valur hefur unnið alla þrjá leiki sína í Olís-deild kvenna til þessa með samtals 29 marka mun. Næsti leikur Vals er gegn ÍBV 19. október. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Danski handboltinn Olís-deild kvenna Valur Seinni bylgjan Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita