Gloppótt lögregluvald? Bjarni Már Magnússon skrifar 10. október 2022 10:31 Nokkur umræða hefur spunnist um valdbeitingarheimildir íslenskra löggæsluyfirvalda í kringum hugmyndir um svokallaðar forvirkar rannsóknaraðferðir lögreglu. Grundvallarreglur íslenskra laga um lögregluvald hafa hins vegar hlotið litla athygli. Þær verðskulda hana þó enda óþarflega óskýrar. Lögregluvald Valdheimildir lögreglunnar ganga undir hinu gagnsæja nafni lögregluvald. Í útskýringum í greinargerð við 9. gr. frumvarpsins, sem varð að lögreglulögum nr. 90/1996, er lögregluvald skilgreint með eftirfarandi hætti: „Fræðilega er lögregluvald ein tegund opinbers valds sem stjórnvöld fara með. Nánar telst lögregluvald til réttarvörsluvalds eins og fullnustuvald sýslumanna, enda felst í hvoru tveggja valdbeitingarheimild ef þörf krefur. Með „lögregluvaldi“ er nánar átt við vald sem lögreglunni einni er falið til að gefa fyrirskipanir og til að grípa til aðgerða gagnvart þegnunum, með valdbeitingu ef nauðsynlegt er.“ Í lögregluvaldi felst heimild til að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa samkvæmt 14. gr. lögreglulaga. Eitt af grundvallarstefunum í lögskýringum er að almennt eru reglur, sem heimila ríkisvaldinu að beita þvingunum og skerða frelsi manna og réttindi, skýrðar þröngt. Slík ákvæði verða ekki talin ná til annarra atvika eða fela í sér frekari skerðingar en orðalag þeirra kveður á um. Af þessu leiðir að það má ætla að lagaákvæði um lögregluvald beri að skýra þröngt. Lögreglan Í 7. gr. lögreglulaga er fjallað um starfssvæði lögreglunnar. Samkvæmt 1. mgr. greinarinnar hafa lögreglumenn „lögregluvald hvar sem er á landinu.“ Með öðrum orðum lögreglan getur gripið til valdbeitingar hvar sem er á landinu ef það telst nauðsynlegt. Að mati undirritaðs er umrætt ákvæði ekki nægilega skýrt. Hvað felst nákvæmlega í hugtakinu land? Land í þröngri merkingu getur varla falið í sér hugtakið sjó eða loftrýmið þar yfir. Það má því spyrja þeirrar spurningar hvort nægileg heimild sé til staðar í lögreglulögum fyrir lögregluna til að beita lögregluvaldi gagnvart skipum og áhöfnum þeirra á íslenskum hafsvæðum eða flugvélum sem skráðar eru hérlendis sem eru komnar út á sjó. Landhelgisgæslan Nokkuð sérstaka landfræðilega takmörkun á lögregluvaldi er að finna í lögum um Landhelgisgæslu Íslands. Í 3. gr. þeirra laga er starfssvæði Gæslunnar skilgreint með svohljóðandi hætti: „Starfssvæði Landhelgisgæslu Íslands er hafið umhverfis Ísland, þ.e. innsævið, landhelgin, efnahagslögsagan og landgrunnið, auk úthafsins samkvæmt reglum þjóðaréttar. Landhelgisgæsla Íslands sinnir einnig verkefnum á landi í samstarfi við lögreglu og önnur yfirvöld.“ Í 1. mgr. 6. gr. sömu laga er skilgreint hvaða starfsmenn Gæslunnar fara með lögregluvald, við hvaða aðstæður og hvar þeir fara með þetta vald: „Eftirtaldir starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands fara með lögregluvald þegar þeir annast eða aðstoða við löggæslu samkvæmt lögum þessum í efnahagslögsögu Íslands: Forstjóri og löglærðir fulltrúar hans. Áhafnir skipa og loftfara Landhelgisgæslu Íslands. Sprengjusérfræðingar. Yfirmenn í stjórnstöð og vaktstöð siglinga.” Merkilegt er að 1. mgr. 6. gr. tiltekur einvörðungu efnahagslögsöguna en ekki önnur lögsögubelti sem talin eru upp í 3. gr. Í þessu samhengi verður að hafa í huga að 55. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna og 1. mgr. 3. gr. laga um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn kveða á um að efnahagslögsagan sé svæði utan landhelgi (sjá kort til glöggvunar). Auk þess verður að hafa í huga að lögsaga ríkja tekur til færri efnisatriða í efnahagslögsögunni en í landhelginni og á innsævi. Ef hugtakið efnahagslögsaga í 1. mgr. 6. gr. laga um Gæsluna er túlkað í samræmi við skýrt orðalag ákvæðisins, til samræmis við megin milliríkjasamninginn um hafið sem Ísland er aðili að og megin íslensku löggjöfina um íslensk hafsvæði er varla hægt að álykta með öðrum hætti en svo að lykilákvæðið um lögregluvald í lögum um Gæsluna nái hvorki til innsævis (t.d. Faxaflóa, Breiðafjarðar, Ísafjarðardjúps, Húnaflóa, Skagafjarðar og Eyjafjarðar) né 12 sjómílna landhelginnar. Samkvæmt ofangreindu má efast um að lögreglan og Landhelgisgæslan fari með lögregluvald á innsævi eða landhelgi Íslands og að lögreglan geti beitt lögregluvaldi um borð í íslenskum flugvélum yfir sjó samkvæmt lögunum sem gilda um umræddar stofnanir. Það er nokkuð einkennileg staða. Lagabreytingar Hverjar svo sem afleiðingarnar af ofangreindu eru og óháð þeirri staðreynd að álitaefnið hefur ekki fangað athygli lögmanna, dómara eða annarra, þá er varla tækt að lykilákvæði í íslenskum lögum um lögregluvald séu ekki skýrari en raun ber vitni. Lykilatriði er að löggjafinn stígi inn í og geri breytingar á umræddum lögum. Hér er lagt til að 1. mgr. 7. gr. lögreglulaga verði breytt þannig að hún segi eitthvað á þá leið að lögreglumenn hafi lögregluvald hvar sem er á íslensku yfirráðasvæði og þar sem lögsaga íslenska ríkisins nær til að þjóðarétti eins og nánar er kveðið á um í lögunum (nánari útfærslu er svo að finna í nýjum lagaákvæðum). Eins er lagt til að í 1. mgr. 6. gr. laga um Landhelgisgæsluna verði hugtakinu efnahagslögsaga skipt út fyrir orðunum starfssvæði Landhelgisgæslu Íslands, sem er eins og áður segir skilgreint í 3. gr. laganna, þannig að það nái til fleiri hafsvæða en efnahagslögsöguna. Með því móti myndu gloppurnar sem hér hefur verið greint frá hverfa. Höfundur er prófessor við lagadeild Bifrastar. Ofangreint byggir á erindi undirritaðs, Beiting lögregluvalds á tæpasta vaði, sem flutt var fimmtu ráðstefnunni um Löggæslu og Samfélag við Háskólann á Akureyri þann 5. október síðastliðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Már Magnússon Lögreglan Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur spunnist um valdbeitingarheimildir íslenskra löggæsluyfirvalda í kringum hugmyndir um svokallaðar forvirkar rannsóknaraðferðir lögreglu. Grundvallarreglur íslenskra laga um lögregluvald hafa hins vegar hlotið litla athygli. Þær verðskulda hana þó enda óþarflega óskýrar. Lögregluvald Valdheimildir lögreglunnar ganga undir hinu gagnsæja nafni lögregluvald. Í útskýringum í greinargerð við 9. gr. frumvarpsins, sem varð að lögreglulögum nr. 90/1996, er lögregluvald skilgreint með eftirfarandi hætti: „Fræðilega er lögregluvald ein tegund opinbers valds sem stjórnvöld fara með. Nánar telst lögregluvald til réttarvörsluvalds eins og fullnustuvald sýslumanna, enda felst í hvoru tveggja valdbeitingarheimild ef þörf krefur. Með „lögregluvaldi“ er nánar átt við vald sem lögreglunni einni er falið til að gefa fyrirskipanir og til að grípa til aðgerða gagnvart þegnunum, með valdbeitingu ef nauðsynlegt er.“ Í lögregluvaldi felst heimild til að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa samkvæmt 14. gr. lögreglulaga. Eitt af grundvallarstefunum í lögskýringum er að almennt eru reglur, sem heimila ríkisvaldinu að beita þvingunum og skerða frelsi manna og réttindi, skýrðar þröngt. Slík ákvæði verða ekki talin ná til annarra atvika eða fela í sér frekari skerðingar en orðalag þeirra kveður á um. Af þessu leiðir að það má ætla að lagaákvæði um lögregluvald beri að skýra þröngt. Lögreglan Í 7. gr. lögreglulaga er fjallað um starfssvæði lögreglunnar. Samkvæmt 1. mgr. greinarinnar hafa lögreglumenn „lögregluvald hvar sem er á landinu.“ Með öðrum orðum lögreglan getur gripið til valdbeitingar hvar sem er á landinu ef það telst nauðsynlegt. Að mati undirritaðs er umrætt ákvæði ekki nægilega skýrt. Hvað felst nákvæmlega í hugtakinu land? Land í þröngri merkingu getur varla falið í sér hugtakið sjó eða loftrýmið þar yfir. Það má því spyrja þeirrar spurningar hvort nægileg heimild sé til staðar í lögreglulögum fyrir lögregluna til að beita lögregluvaldi gagnvart skipum og áhöfnum þeirra á íslenskum hafsvæðum eða flugvélum sem skráðar eru hérlendis sem eru komnar út á sjó. Landhelgisgæslan Nokkuð sérstaka landfræðilega takmörkun á lögregluvaldi er að finna í lögum um Landhelgisgæslu Íslands. Í 3. gr. þeirra laga er starfssvæði Gæslunnar skilgreint með svohljóðandi hætti: „Starfssvæði Landhelgisgæslu Íslands er hafið umhverfis Ísland, þ.e. innsævið, landhelgin, efnahagslögsagan og landgrunnið, auk úthafsins samkvæmt reglum þjóðaréttar. Landhelgisgæsla Íslands sinnir einnig verkefnum á landi í samstarfi við lögreglu og önnur yfirvöld.“ Í 1. mgr. 6. gr. sömu laga er skilgreint hvaða starfsmenn Gæslunnar fara með lögregluvald, við hvaða aðstæður og hvar þeir fara með þetta vald: „Eftirtaldir starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands fara með lögregluvald þegar þeir annast eða aðstoða við löggæslu samkvæmt lögum þessum í efnahagslögsögu Íslands: Forstjóri og löglærðir fulltrúar hans. Áhafnir skipa og loftfara Landhelgisgæslu Íslands. Sprengjusérfræðingar. Yfirmenn í stjórnstöð og vaktstöð siglinga.” Merkilegt er að 1. mgr. 6. gr. tiltekur einvörðungu efnahagslögsöguna en ekki önnur lögsögubelti sem talin eru upp í 3. gr. Í þessu samhengi verður að hafa í huga að 55. gr. hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna og 1. mgr. 3. gr. laga um landhelgi, aðlægt belti, efnahagslögsögu og landgrunn kveða á um að efnahagslögsagan sé svæði utan landhelgi (sjá kort til glöggvunar). Auk þess verður að hafa í huga að lögsaga ríkja tekur til færri efnisatriða í efnahagslögsögunni en í landhelginni og á innsævi. Ef hugtakið efnahagslögsaga í 1. mgr. 6. gr. laga um Gæsluna er túlkað í samræmi við skýrt orðalag ákvæðisins, til samræmis við megin milliríkjasamninginn um hafið sem Ísland er aðili að og megin íslensku löggjöfina um íslensk hafsvæði er varla hægt að álykta með öðrum hætti en svo að lykilákvæðið um lögregluvald í lögum um Gæsluna nái hvorki til innsævis (t.d. Faxaflóa, Breiðafjarðar, Ísafjarðardjúps, Húnaflóa, Skagafjarðar og Eyjafjarðar) né 12 sjómílna landhelginnar. Samkvæmt ofangreindu má efast um að lögreglan og Landhelgisgæslan fari með lögregluvald á innsævi eða landhelgi Íslands og að lögreglan geti beitt lögregluvaldi um borð í íslenskum flugvélum yfir sjó samkvæmt lögunum sem gilda um umræddar stofnanir. Það er nokkuð einkennileg staða. Lagabreytingar Hverjar svo sem afleiðingarnar af ofangreindu eru og óháð þeirri staðreynd að álitaefnið hefur ekki fangað athygli lögmanna, dómara eða annarra, þá er varla tækt að lykilákvæði í íslenskum lögum um lögregluvald séu ekki skýrari en raun ber vitni. Lykilatriði er að löggjafinn stígi inn í og geri breytingar á umræddum lögum. Hér er lagt til að 1. mgr. 7. gr. lögreglulaga verði breytt þannig að hún segi eitthvað á þá leið að lögreglumenn hafi lögregluvald hvar sem er á íslensku yfirráðasvæði og þar sem lögsaga íslenska ríkisins nær til að þjóðarétti eins og nánar er kveðið á um í lögunum (nánari útfærslu er svo að finna í nýjum lagaákvæðum). Eins er lagt til að í 1. mgr. 6. gr. laga um Landhelgisgæsluna verði hugtakinu efnahagslögsaga skipt út fyrir orðunum starfssvæði Landhelgisgæslu Íslands, sem er eins og áður segir skilgreint í 3. gr. laganna, þannig að það nái til fleiri hafsvæða en efnahagslögsöguna. Með því móti myndu gloppurnar sem hér hefur verið greint frá hverfa. Höfundur er prófessor við lagadeild Bifrastar. Ofangreint byggir á erindi undirritaðs, Beiting lögregluvalds á tæpasta vaði, sem flutt var fimmtu ráðstefnunni um Löggæslu og Samfélag við Háskólann á Akureyri þann 5. október síðastliðinn.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun