Handbolti

Valur getur lent í riðli með fjórum Íslendingaliðum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valur hefur unnið alla leiki sína það sem af er tímabili.
Valur hefur unnið alla leiki sína það sem af er tímabili. vísir/diego

Svo gæti farið að karlalið Vals í handbolta verði í riðli með fjórum Íslendingaliðum í Evrópudeildinni. Dregið verður í riðla í fyrramálið.

Valur er í 3. styrkleikaflokki af sex. Alls taka 24 lið þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og skiptast þau í fjóra sex liða riðla.

Sex Íslendingalið, eða lið með íslenska tengingu, verða í pottinum þegar dregið verður í fyrramálið og aðeins eitt þeirra, Motor hjá Úkraínu, þar sem Roland Eradze er aðstoðarþjálfari, er í sama styrkleikaflokki og Valur.

Tvö Íslendingalið eru í 1. styrkleikaflokki, Skjern frá Danmörku sem Sveinn Jóhannsson leikur með, og Kristján Örn Kristjánsson og félagar í franska liðinu PAUC. Í 2. styrkleikaflokki eru svissnesku meistararnir í Kadetten Schäffhausen sem Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með og Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar. Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg eru í 4. styrkleikaflokki og í þeim sjötta er Alpha Hard frá Austurríki sem Hannes Jón Jónsson stýrir.

Drátturinn í riðlakeppnina hefst klukkan 09:00 í fyrramálið. Riðlakeppnin hefst svo þriðjudaginn 25. október næstkomandi.

1. styrkleikaflokkur

 • Skjern (Danmörk)
 • PAUC (Frakkland)
 • Benfica (Portúgal)
 • Füchse Berlin (Þýskaland)

2. styrkleikaflokkur

 • Eurofam Pelister (N-Makedónía)
 • Kadetten Schäffhausen (Sviss)
 • Ystads (Svíþjóð)
 • Granollers (Spánn)

3. styrkleikaflokkur

 • Valur (Ísland)
 • Tatran Presov (Slóvakía)
 • Motor (Úkraína)
 • Balatonfüredi (Ungverjaland)

4. styrkleikaflokkur

 • Göppingen (Þýskaland)
 • Bidasoa (Spánn)
 • Sporting (Portúgal)
 • Flensburg (Þýskaland)

5. styrkleikaflokkur

 • Skanderborg-Århus (Danmörk)
 • Benidorm (Spánn)
 • Montpellier (Frakkland)
 • Nexe (Króatía)

6. styrkleikaflokkur

 • ALPLA Hard (Austurríki)
 • Ferencváros (Ungverjaland)
 • Aguas Santas Milaneza (Portúgal)
 • Fejér-B.A.L. Veszprém (Ungverjaland)Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.