Til hamingju kennarar Mjöll Matthíasdóttir skrifar 5. október 2022 09:01 Kennarar! Til hamingju með daginn okkar. Í dag 5. október er alþjóðadagur kennara. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 1994 að frumkvæði UNESCO, UNICEF og EI, alþjóðasamtaka kennara. Markmiðið er að beina sjónum að mikilvægi kennarastarfsins fyrir samfélög heimsins. Yfirskrift dagsins í ár er “The transformation of education begins with teachers! Umbreyting menntunar hefst hjá kennurum” Í ár er einnig sérstaklega vakin athygli á því að fleiri menntaða kennara vantar til starfa um heim allan. Það er því miður líka staðan hér á landi - á öllum skólastigum. Það er alvarleg staða og hún snertir samfélagið allt. Aðgerðir til að fjölga nemum í kennaranámi hafa skilað árangri en þrátt fyrir það vantar okkur miklu fleiri í hópinn. Við eigum frábæra kennara í skólum landsins sem daglega mæta margvíslegum áskorunum í störfum sínum. Margt má betur fara í starfsaðstæðum þeirra. En í þessum hópi býr eldmóður og gróska. Nýlega var ég svo heppin að taka þátt í mennta viðburðinum Utís-online. Tvö þúsund kennarar hlýddu þar á útsendingu fjölda fyrirlestra, horfðu á kynningar á áhugaverðum verkefnum í íslenskum skólum og tóku þátt í umræðum. Síðar í þessari viku er haldin Menntakvika en þar verða fluttir yfir 200 fyrirlestrar um uppeldis- og menntamál. Allir kennararnir sem taka þátt í þessum viðburðum bera svo nýjar hugmyndir heim á sinn starfsvettvang. Það er svo þar sem töfrarnir gerast! Við sem samfélag þurfum að hlúa að kennurunum okkar - þannig verður til framúrskarandi skólastarf, nemendum til heilla. Kennarasamband Íslands heldur í dag skólamálaþing undir yfirskriftinni “Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum”. Hægt er að fylgjast með þinginu í streymi sem nálgast má á vef KÍ klukkan 15. Verða kennarar á vegi þínum í dag? Það er tilvalið að óska þeim til hamingju með daginn. Höfundur er grunnskólakennari og tekur við formennsku í félagi grunnskólakennara 18. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Mjöll Matthíasdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Kennarar! Til hamingju með daginn okkar. Í dag 5. október er alþjóðadagur kennara. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 1994 að frumkvæði UNESCO, UNICEF og EI, alþjóðasamtaka kennara. Markmiðið er að beina sjónum að mikilvægi kennarastarfsins fyrir samfélög heimsins. Yfirskrift dagsins í ár er “The transformation of education begins with teachers! Umbreyting menntunar hefst hjá kennurum” Í ár er einnig sérstaklega vakin athygli á því að fleiri menntaða kennara vantar til starfa um heim allan. Það er því miður líka staðan hér á landi - á öllum skólastigum. Það er alvarleg staða og hún snertir samfélagið allt. Aðgerðir til að fjölga nemum í kennaranámi hafa skilað árangri en þrátt fyrir það vantar okkur miklu fleiri í hópinn. Við eigum frábæra kennara í skólum landsins sem daglega mæta margvíslegum áskorunum í störfum sínum. Margt má betur fara í starfsaðstæðum þeirra. En í þessum hópi býr eldmóður og gróska. Nýlega var ég svo heppin að taka þátt í mennta viðburðinum Utís-online. Tvö þúsund kennarar hlýddu þar á útsendingu fjölda fyrirlestra, horfðu á kynningar á áhugaverðum verkefnum í íslenskum skólum og tóku þátt í umræðum. Síðar í þessari viku er haldin Menntakvika en þar verða fluttir yfir 200 fyrirlestrar um uppeldis- og menntamál. Allir kennararnir sem taka þátt í þessum viðburðum bera svo nýjar hugmyndir heim á sinn starfsvettvang. Það er svo þar sem töfrarnir gerast! Við sem samfélag þurfum að hlúa að kennurunum okkar - þannig verður til framúrskarandi skólastarf, nemendum til heilla. Kennarasamband Íslands heldur í dag skólamálaþing undir yfirskriftinni “Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum”. Hægt er að fylgjast með þinginu í streymi sem nálgast má á vef KÍ klukkan 15. Verða kennarar á vegi þínum í dag? Það er tilvalið að óska þeim til hamingju með daginn. Höfundur er grunnskólakennari og tekur við formennsku í félagi grunnskólakennara 18. október.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun