Til hamingju kennarar Mjöll Matthíasdóttir skrifar 5. október 2022 09:01 Kennarar! Til hamingju með daginn okkar. Í dag 5. október er alþjóðadagur kennara. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 1994 að frumkvæði UNESCO, UNICEF og EI, alþjóðasamtaka kennara. Markmiðið er að beina sjónum að mikilvægi kennarastarfsins fyrir samfélög heimsins. Yfirskrift dagsins í ár er “The transformation of education begins with teachers! Umbreyting menntunar hefst hjá kennurum” Í ár er einnig sérstaklega vakin athygli á því að fleiri menntaða kennara vantar til starfa um heim allan. Það er því miður líka staðan hér á landi - á öllum skólastigum. Það er alvarleg staða og hún snertir samfélagið allt. Aðgerðir til að fjölga nemum í kennaranámi hafa skilað árangri en þrátt fyrir það vantar okkur miklu fleiri í hópinn. Við eigum frábæra kennara í skólum landsins sem daglega mæta margvíslegum áskorunum í störfum sínum. Margt má betur fara í starfsaðstæðum þeirra. En í þessum hópi býr eldmóður og gróska. Nýlega var ég svo heppin að taka þátt í mennta viðburðinum Utís-online. Tvö þúsund kennarar hlýddu þar á útsendingu fjölda fyrirlestra, horfðu á kynningar á áhugaverðum verkefnum í íslenskum skólum og tóku þátt í umræðum. Síðar í þessari viku er haldin Menntakvika en þar verða fluttir yfir 200 fyrirlestrar um uppeldis- og menntamál. Allir kennararnir sem taka þátt í þessum viðburðum bera svo nýjar hugmyndir heim á sinn starfsvettvang. Það er svo þar sem töfrarnir gerast! Við sem samfélag þurfum að hlúa að kennurunum okkar - þannig verður til framúrskarandi skólastarf, nemendum til heilla. Kennarasamband Íslands heldur í dag skólamálaþing undir yfirskriftinni “Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum”. Hægt er að fylgjast með þinginu í streymi sem nálgast má á vef KÍ klukkan 15. Verða kennarar á vegi þínum í dag? Það er tilvalið að óska þeim til hamingju með daginn. Höfundur er grunnskólakennari og tekur við formennsku í félagi grunnskólakennara 18. október. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Mjöll Matthíasdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Kennarar! Til hamingju með daginn okkar. Í dag 5. október er alþjóðadagur kennara. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan 1994 að frumkvæði UNESCO, UNICEF og EI, alþjóðasamtaka kennara. Markmiðið er að beina sjónum að mikilvægi kennarastarfsins fyrir samfélög heimsins. Yfirskrift dagsins í ár er “The transformation of education begins with teachers! Umbreyting menntunar hefst hjá kennurum” Í ár er einnig sérstaklega vakin athygli á því að fleiri menntaða kennara vantar til starfa um heim allan. Það er því miður líka staðan hér á landi - á öllum skólastigum. Það er alvarleg staða og hún snertir samfélagið allt. Aðgerðir til að fjölga nemum í kennaranámi hafa skilað árangri en þrátt fyrir það vantar okkur miklu fleiri í hópinn. Við eigum frábæra kennara í skólum landsins sem daglega mæta margvíslegum áskorunum í störfum sínum. Margt má betur fara í starfsaðstæðum þeirra. En í þessum hópi býr eldmóður og gróska. Nýlega var ég svo heppin að taka þátt í mennta viðburðinum Utís-online. Tvö þúsund kennarar hlýddu þar á útsendingu fjölda fyrirlestra, horfðu á kynningar á áhugaverðum verkefnum í íslenskum skólum og tóku þátt í umræðum. Síðar í þessari viku er haldin Menntakvika en þar verða fluttir yfir 200 fyrirlestrar um uppeldis- og menntamál. Allir kennararnir sem taka þátt í þessum viðburðum bera svo nýjar hugmyndir heim á sinn starfsvettvang. Það er svo þar sem töfrarnir gerast! Við sem samfélag þurfum að hlúa að kennurunum okkar - þannig verður til framúrskarandi skólastarf, nemendum til heilla. Kennarasamband Íslands heldur í dag skólamálaþing undir yfirskriftinni “Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum”. Hægt er að fylgjast með þinginu í streymi sem nálgast má á vef KÍ klukkan 15. Verða kennarar á vegi þínum í dag? Það er tilvalið að óska þeim til hamingju með daginn. Höfundur er grunnskólakennari og tekur við formennsku í félagi grunnskólakennara 18. október.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar