Handbolti

Einar Þorsteinn skoraði eitt í naumum sigri Fredericia

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Einar Þorsteinn Ólafsson og félagar hans unnu góðan sigur í dag.
Einar Þorsteinn Ólafsson og félagar hans unnu góðan sigur í dag. Vísir/Hulda Margrét

Handboltamaðurinn Einar Þorsteinn Ólafsson og félagar hans í Fredericia unnu nauman tveggja marka sigur er liðið tók á móti SønderjyskE í dönsku úrvasldeildinni í handbolta í dag, 34-32.

Eftir gríðarlega jafnar upphafsmínútur sigldu gestirnir í SønderjyskE fram úr um miðjan fyrri hálfleikinn og náðu upp fjögurra marka forskoti í stöðunni 8-12. Einar og félagar reyndust þó sterkari á lokamínútum hálfleiksins og jöfnuðu metin fyrir hlé, staðan 16-16 þegar gengið var til búningsherbergja.

Síðari hálfleikur var jafn og spennandi frá upphafi til enda og munurinn á liðunum varð aldrei meiri en tvö mörk. Einar og félagar virtust þó alltaf vera hálfu skrefi framar og unnu að lokum nauman tveggja marka sigur, 34-32

Einar Þorsteinn skoraði eitt mark fyrir heimamenn sem nú sitja í fjórða sæti deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki, þremur stigum meira en SønderjyskE sem situr í níunda sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.