Arnar Daði reiður þegar hann sá spjaldið sitt: „Ekkert eðlilega léleg heimavinna“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 11:30 Theodór Ingi Pálmason og Arnar Daði Arnarsson eru góðir félagar en Arnari Daða var ekki skemmt yfir vinnubrögðum Theodórs við gerð styrkleikaspjaldsins. Stöð 2 Sport „Ég kem ekki hingað aftur,“ sagði Arnar Daði Arnarsson og strunsaði út úr síðasta þætti af Seinni bylgjunni eftir að þeir Theodór Ingi Pálmason höfðu skipst á að gefa hvor öðrum einkunnaspjald um handboltagetu. Það var létt yfir mönnum í Seinni bylgjunni síðasta föstudagskvöld en gamanið kárnaði í lokin þegar Arnar Daði fékk að vita hvernig styrkleikaspjaldið hans, sem Theodór hafði útbúið, leit út. Sérfræðingarnir hafa útbúið slík spjöld fyrir nokkra leikmenn í Olís-deildinni í vetur en nú var komið að því að vita hvernig þeirra eigin spjöld myndu líta út. „Teddi var bara ágætur,“ sagði Arnar Daði um Theodór og sýndi svo spjaldið hans sem leit ágætlega út. Þeir spiluðu saman í liði ÍH fyrir níu árum og Arnar Daði þjálfaði einnig Theodór sem var fyrsti leikmaðurinn sem hann fékk til sín hjá Gróttu. Logi Geirs setti Arnar Daða á topp tíu í heiminum Theodór sýndi svo spjaldið með einkunnum Arnars Daða þar sem sá síðarnefndi fékk til að mynda aðeins 30 af 100 stigum varðandi hraða. Theodór viðurkenndi hins vegar að hafa ekki mikið af gögnum til að dæma út frá, enda hætti Arnar Daði snemma að spila. Sama hvað hver segir. Þá mun ég ALDREI samþykkja þetta spjald. Á sama tíma mun ég seint fyrirgefa fasteignasalanum. Ófagleg vinnubrögð og fyrir neðan allar hellur. Með svaka leikskilning en var samt alltaf á leiðinni í vörn þegar hinir voru að keyra í sókn. Þvílíkt rugl. Einar. https://t.co/QjoocIlLpn— Arnar Daði (@arnardadi) October 3, 2022 „Ég hef bara eina „pulje“ til að dæma eftir og það er árið okkar saman í ÍH 2013-14. Svo er hann búinn að segja mér núna að hann eigi einhverja fjörutíu unglingalandsleiki. Ég fór á HSÍ að reyna að fletta því upp og það fannst ekki neitt. Logi Geirs vill meina að hann hafi verið „topp tíu í heiminum þegar hann var [6-8 ára]. Maður deilir alltaf með tíu þegar Logi er annars vegar,“ sagði Theodór. „Þetta er ekki einu sinni fyndið“ Í ljós kom að Arnar Daði lék aðeins þrettán leiki með ÍH tímabilið sem þeir Theodór spiluðu saman, skoraði níu mörk en fékk sex brottvísanir sem hornamaður. „Ég var hraðasti leikmaður í unglingalandsliðinu. Talaðu bara við leikmenn og þjálfara. Þetta er ekkert eðlilega léleg heimavinna,“ sagði Arnar Daði illur eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Styrkleikaspjöld Theodórs og Arnars „Ég þarf að sjá þetta með eigin augum. Hvernig gastu fengið sex sinnum tvær mínútur í þrettán leikjum, spilandi horn í vörn? Leikskilningurinn er 85,“ sagði Theodór og reyndi að malda aðeins í móinn. „Þetta er ekki einu sinni fyndið,“ sagði Arnar Daði og benti á að hann hefði hætt 21 árs gamall að spila. Ekki væri hægt að dæma hann út frá leikjunum með ÍH: „Já, frábært. Þegar ég var búinn að detta fjórtán sinnum úr axlarlið? Hraði 30?“ sagði hneykslaður Arnar Daði en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Það var létt yfir mönnum í Seinni bylgjunni síðasta föstudagskvöld en gamanið kárnaði í lokin þegar Arnar Daði fékk að vita hvernig styrkleikaspjaldið hans, sem Theodór hafði útbúið, leit út. Sérfræðingarnir hafa útbúið slík spjöld fyrir nokkra leikmenn í Olís-deildinni í vetur en nú var komið að því að vita hvernig þeirra eigin spjöld myndu líta út. „Teddi var bara ágætur,“ sagði Arnar Daði um Theodór og sýndi svo spjaldið hans sem leit ágætlega út. Þeir spiluðu saman í liði ÍH fyrir níu árum og Arnar Daði þjálfaði einnig Theodór sem var fyrsti leikmaðurinn sem hann fékk til sín hjá Gróttu. Logi Geirs setti Arnar Daða á topp tíu í heiminum Theodór sýndi svo spjaldið með einkunnum Arnars Daða þar sem sá síðarnefndi fékk til að mynda aðeins 30 af 100 stigum varðandi hraða. Theodór viðurkenndi hins vegar að hafa ekki mikið af gögnum til að dæma út frá, enda hætti Arnar Daði snemma að spila. Sama hvað hver segir. Þá mun ég ALDREI samþykkja þetta spjald. Á sama tíma mun ég seint fyrirgefa fasteignasalanum. Ófagleg vinnubrögð og fyrir neðan allar hellur. Með svaka leikskilning en var samt alltaf á leiðinni í vörn þegar hinir voru að keyra í sókn. Þvílíkt rugl. Einar. https://t.co/QjoocIlLpn— Arnar Daði (@arnardadi) October 3, 2022 „Ég hef bara eina „pulje“ til að dæma eftir og það er árið okkar saman í ÍH 2013-14. Svo er hann búinn að segja mér núna að hann eigi einhverja fjörutíu unglingalandsleiki. Ég fór á HSÍ að reyna að fletta því upp og það fannst ekki neitt. Logi Geirs vill meina að hann hafi verið „topp tíu í heiminum þegar hann var [6-8 ára]. Maður deilir alltaf með tíu þegar Logi er annars vegar,“ sagði Theodór. „Þetta er ekki einu sinni fyndið“ Í ljós kom að Arnar Daði lék aðeins þrettán leiki með ÍH tímabilið sem þeir Theodór spiluðu saman, skoraði níu mörk en fékk sex brottvísanir sem hornamaður. „Ég var hraðasti leikmaður í unglingalandsliðinu. Talaðu bara við leikmenn og þjálfara. Þetta er ekkert eðlilega léleg heimavinna,“ sagði Arnar Daði illur eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Styrkleikaspjöld Theodórs og Arnars „Ég þarf að sjá þetta með eigin augum. Hvernig gastu fengið sex sinnum tvær mínútur í þrettán leikjum, spilandi horn í vörn? Leikskilningurinn er 85,“ sagði Theodór og reyndi að malda aðeins í móinn. „Þetta er ekki einu sinni fyndið,“ sagði Arnar Daði og benti á að hann hefði hætt 21 árs gamall að spila. Ekki væri hægt að dæma hann út frá leikjunum með ÍH: „Já, frábært. Þegar ég var búinn að detta fjórtán sinnum úr axlarlið? Hraði 30?“ sagði hneykslaður Arnar Daði en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira