Arnar Daði reiður þegar hann sá spjaldið sitt: „Ekkert eðlilega léleg heimavinna“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 11:30 Theodór Ingi Pálmason og Arnar Daði Arnarsson eru góðir félagar en Arnari Daða var ekki skemmt yfir vinnubrögðum Theodórs við gerð styrkleikaspjaldsins. Stöð 2 Sport „Ég kem ekki hingað aftur,“ sagði Arnar Daði Arnarsson og strunsaði út úr síðasta þætti af Seinni bylgjunni eftir að þeir Theodór Ingi Pálmason höfðu skipst á að gefa hvor öðrum einkunnaspjald um handboltagetu. Það var létt yfir mönnum í Seinni bylgjunni síðasta föstudagskvöld en gamanið kárnaði í lokin þegar Arnar Daði fékk að vita hvernig styrkleikaspjaldið hans, sem Theodór hafði útbúið, leit út. Sérfræðingarnir hafa útbúið slík spjöld fyrir nokkra leikmenn í Olís-deildinni í vetur en nú var komið að því að vita hvernig þeirra eigin spjöld myndu líta út. „Teddi var bara ágætur,“ sagði Arnar Daði um Theodór og sýndi svo spjaldið hans sem leit ágætlega út. Þeir spiluðu saman í liði ÍH fyrir níu árum og Arnar Daði þjálfaði einnig Theodór sem var fyrsti leikmaðurinn sem hann fékk til sín hjá Gróttu. Logi Geirs setti Arnar Daða á topp tíu í heiminum Theodór sýndi svo spjaldið með einkunnum Arnars Daða þar sem sá síðarnefndi fékk til að mynda aðeins 30 af 100 stigum varðandi hraða. Theodór viðurkenndi hins vegar að hafa ekki mikið af gögnum til að dæma út frá, enda hætti Arnar Daði snemma að spila. Sama hvað hver segir. Þá mun ég ALDREI samþykkja þetta spjald. Á sama tíma mun ég seint fyrirgefa fasteignasalanum. Ófagleg vinnubrögð og fyrir neðan allar hellur. Með svaka leikskilning en var samt alltaf á leiðinni í vörn þegar hinir voru að keyra í sókn. Þvílíkt rugl. Einar. https://t.co/QjoocIlLpn— Arnar Daði (@arnardadi) October 3, 2022 „Ég hef bara eina „pulje“ til að dæma eftir og það er árið okkar saman í ÍH 2013-14. Svo er hann búinn að segja mér núna að hann eigi einhverja fjörutíu unglingalandsleiki. Ég fór á HSÍ að reyna að fletta því upp og það fannst ekki neitt. Logi Geirs vill meina að hann hafi verið „topp tíu í heiminum þegar hann var [6-8 ára]. Maður deilir alltaf með tíu þegar Logi er annars vegar,“ sagði Theodór. „Þetta er ekki einu sinni fyndið“ Í ljós kom að Arnar Daði lék aðeins þrettán leiki með ÍH tímabilið sem þeir Theodór spiluðu saman, skoraði níu mörk en fékk sex brottvísanir sem hornamaður. „Ég var hraðasti leikmaður í unglingalandsliðinu. Talaðu bara við leikmenn og þjálfara. Þetta er ekkert eðlilega léleg heimavinna,“ sagði Arnar Daði illur eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Styrkleikaspjöld Theodórs og Arnars „Ég þarf að sjá þetta með eigin augum. Hvernig gastu fengið sex sinnum tvær mínútur í þrettán leikjum, spilandi horn í vörn? Leikskilningurinn er 85,“ sagði Theodór og reyndi að malda aðeins í móinn. „Þetta er ekki einu sinni fyndið,“ sagði Arnar Daði og benti á að hann hefði hætt 21 árs gamall að spila. Ekki væri hægt að dæma hann út frá leikjunum með ÍH: „Já, frábært. Þegar ég var búinn að detta fjórtán sinnum úr axlarlið? Hraði 30?“ sagði hneykslaður Arnar Daði en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira
Það var létt yfir mönnum í Seinni bylgjunni síðasta föstudagskvöld en gamanið kárnaði í lokin þegar Arnar Daði fékk að vita hvernig styrkleikaspjaldið hans, sem Theodór hafði útbúið, leit út. Sérfræðingarnir hafa útbúið slík spjöld fyrir nokkra leikmenn í Olís-deildinni í vetur en nú var komið að því að vita hvernig þeirra eigin spjöld myndu líta út. „Teddi var bara ágætur,“ sagði Arnar Daði um Theodór og sýndi svo spjaldið hans sem leit ágætlega út. Þeir spiluðu saman í liði ÍH fyrir níu árum og Arnar Daði þjálfaði einnig Theodór sem var fyrsti leikmaðurinn sem hann fékk til sín hjá Gróttu. Logi Geirs setti Arnar Daða á topp tíu í heiminum Theodór sýndi svo spjaldið með einkunnum Arnars Daða þar sem sá síðarnefndi fékk til að mynda aðeins 30 af 100 stigum varðandi hraða. Theodór viðurkenndi hins vegar að hafa ekki mikið af gögnum til að dæma út frá, enda hætti Arnar Daði snemma að spila. Sama hvað hver segir. Þá mun ég ALDREI samþykkja þetta spjald. Á sama tíma mun ég seint fyrirgefa fasteignasalanum. Ófagleg vinnubrögð og fyrir neðan allar hellur. Með svaka leikskilning en var samt alltaf á leiðinni í vörn þegar hinir voru að keyra í sókn. Þvílíkt rugl. Einar. https://t.co/QjoocIlLpn— Arnar Daði (@arnardadi) October 3, 2022 „Ég hef bara eina „pulje“ til að dæma eftir og það er árið okkar saman í ÍH 2013-14. Svo er hann búinn að segja mér núna að hann eigi einhverja fjörutíu unglingalandsleiki. Ég fór á HSÍ að reyna að fletta því upp og það fannst ekki neitt. Logi Geirs vill meina að hann hafi verið „topp tíu í heiminum þegar hann var [6-8 ára]. Maður deilir alltaf með tíu þegar Logi er annars vegar,“ sagði Theodór. „Þetta er ekki einu sinni fyndið“ Í ljós kom að Arnar Daði lék aðeins þrettán leiki með ÍH tímabilið sem þeir Theodór spiluðu saman, skoraði níu mörk en fékk sex brottvísanir sem hornamaður. „Ég var hraðasti leikmaður í unglingalandsliðinu. Talaðu bara við leikmenn og þjálfara. Þetta er ekkert eðlilega léleg heimavinna,“ sagði Arnar Daði illur eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Styrkleikaspjöld Theodórs og Arnars „Ég þarf að sjá þetta með eigin augum. Hvernig gastu fengið sex sinnum tvær mínútur í þrettán leikjum, spilandi horn í vörn? Leikskilningurinn er 85,“ sagði Theodór og reyndi að malda aðeins í móinn. „Þetta er ekki einu sinni fyndið,“ sagði Arnar Daði og benti á að hann hefði hætt 21 árs gamall að spila. Ekki væri hægt að dæma hann út frá leikjunum með ÍH: „Já, frábært. Þegar ég var búinn að detta fjórtán sinnum úr axlarlið? Hraði 30?“ sagði hneykslaður Arnar Daði en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Fleiri fréttir Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Sjá meira