Handbolti

„Þeir þurftu að hafa fyrir sínum mörkum“

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Snorri Steinn, þjálfari Vals, var sáttur með sína menn í leikslok
Snorri Steinn, þjálfari Vals, var sáttur með sína menn í leikslok Vísir: Hulda Margrét

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var sáttur með sigur sinna manna er þeir tóku á móti Fram í 16. umferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Valsmenn tóku yfir í seinni hálfleik og unnu leikinn með sjö mörkum, 34-27. 

„Þetta var hörkuleikur og við áttum svo sem ekki von á öðru. Framarar bara góðir, hafa farið vel af stað og líta vel út. Við náðum að halda dampi og gefum sjaldan eftir. Mér leið þokkalega, mér fannst við hafa undirtökin í þessum leik og þeir þurftu að hafa fyrir sínum mörkum fannst mér.“

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan 16-15 í hálfleik. Í seinni hálfleik keyrðu Valsmenn hraðann upp og skilaði það sigri. 

„Mér fannst þeir gera vel. Þeir keyrðu líka alveg á okkur og þeir eru með fullt af mörkum úr hröðum sóknum. Ég fagna því að liðin geri það á móti okkur. Við vorum að klikka svolítið á færum og þeir voru að skora fullt á okkur úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Ég veit ekki hvað það nákvæmlega er sem gerir það að verkum að við náum að mjatla þessu svona. Ég held að það sé líka að við náum að halda sama power út leikina og það dregur lítið af okkur.“

Liðin mætast aftur á föstudaginn næstkomandi. Snorri ætlar að laga það sem laga þarf fyrir þann leik og mæta svo stinnir til leiks. 

„Ég þarf líka að sjá framfarir hjá okkur. Það er stutt á milli leikja og við þurfum að rúlla þessu aðeins. Hver leikur hefur sitt líf en eins og alltaf förum við aðeins yfir þetta. Við reynum svo að toga í einhverja spotta, laga hitt og þetta og mætum svo stinnir á föstudaginn.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×