Handbolti

Aron öflugur þegar Álaborg tyllti sér á toppinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson. vísir/getty

Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson átti góðan leik fyrir Álaborg þegar liðið heimsótti GOG í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Staðan í leikhléi var jöfn, 15-15 en í síðari hálfleik stigu gestirnir rækilega á bensíngjöfina og sigldu öruggum sex marka sigri í höfn, 29-35.

Aron var næstmarkahæstur í liði Álaborgar með sex mörk auk þess sem hann lagði upp þrjú mörk. Lukas Sandell markahæstur með sjö mörk.

Með sigrinum lyfti Álaborg sér upp í toppsætið sem GOG vermdi áður en þetta var jafnframt fyrsta tap GOG á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×