Allar raddir þurfa að heyrast Þóra Björt Sveinsdóttir skrifar 27. september 2022 07:02 Á Stígamót leita árlega um átta hundruð einstaklingar til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis og eru raddir þeirra allra okkur mikilvægar. Síðustu ár hefur baráttan gegn kynferðisofbeldi orðið sífellt háværari og mörg hafa stígið fram til að segja frá sinni reynslu opinberlega. Oft er þetta yngra fólk sem hefur alist upp við auðveldar boðleiðir til að koma sínu á framfæri og aukna umræðu um málaflokkinn. Það er samt ekki þannig að kynferðisofbeldi sé nýtt af nálinni. Eldri kynslóðir eiga svo sannarlega sína reynslu og reynsluheim sem við þurfum líka að meðtaka og gera okkur grein fyrir að þetta er fólkið sem þurfti oft að bera sína reynslu lengi eitt og án aðstoðar sökum samfélagslegra viðhorfa og þöggunar. Einn þessara einstaklinga er kona sem hefur mikilvæga sögu og skilaboð fram að færa en hefur kosið að koma þeim áleiðis í gegnum okkur undir nafnleynd. Stígamót birta því með stolti þessa frásögn að beiðni skjólstæðings. Að viðurkenna skaðann og skila skömminni - DEYFÐ Ég er ekki trúuð manneskja og var ekki alin upp við það að Guð væri til eins og kristin trú gerir ráð fyrir. Ég ólst hins vegar upp við það að guð væri hið góða í sérhverjum manni og í rauninni hefðu allir slíkt að geyma – að fólk væri í eðli sínu gott. Það reyndist því sárt að komast að raun um, að til eru virkilega vondar manneskjur sem njóta þess að skaða aðra og hafa ánægju af því að viðhalda illskunni - valdinu. Í fagnandi umræðu undanfarið fyrst um #höfumhátt og síðan #meetoo hafa ýfst upp gömul sár hjá mjög mörgum og uppvakningar sveimað um - vofur, draugar og djöflar. Mig hefur illur draugur elt undanfarið, grimmur uppvakningur. Hann hafði annars ruðst inn í líf mitt ásamt nokkrum fylgismönnum fyrir röskum fjörutíu árum - langur tími í lífi manneskju! Mér hafði tekist sérlega vel að kveða hann niður, þrátt fyrir ákveðið farg á „efri“ unglingsárum. En draugar eru draugar meðal annars vegna þess að þeir eru aldrei dauðir. Það er ótrúleg sú grimmd og vonska sem er til og getur búið í manneskju og ótrúlegt að upplifa hvernig einhver getur verið nokkurs konar djöfull í mannsmynd. Fyrir röskum tíu árum síðan birtist draugurinn ljóslifandi þar sem rejúníon var í gangi og allt átti að vera gott og gaman. Í sakleysi mínu og með ákveðin tímabil fortíðarinnar í þoku og með trú á það og von um að manneskjan hefði alltaf vilja til að bæta og biðjast fyrirgefningar - og sumt mætti flokka á annan hátt í ljósi æskunnar (algjör vitleysa og rangmetið hjá mér að það sé einhver mælikvarði) ... þá gaf ég af hreinum einfeldningsskap færi á mér til samskipta. Þau urðu ekkert nema dans við uppvakning – djöfullega drauginn í öllu sínu veldi, sem naut þess að rífa upp gömul sár, rifja upp og hreykja sér – enn með sama hugarfar, þá rúmum þrjátíu árum síðar! Eftir öll þessi ár var ótrúlegt að sitja uppi með sársaukann, en ég náði þó að halda áfram án verulegra óþæginda, mín sjálfrar og allra minna vegna og tókst að græða þokkalega yfir aftur. Nú í umræðunni í samfélaginu og um heim allan, hef ég séð að það er á allan hátt rangt að þegja eða gera ekkert í málunum og í það minnsta að skila skömminni. Það hefur hreyft við huganum og hjálpað mér enn betur að sannfærast um það að ég beri á engan hátt skömmina, einungis skaðann. Falinn glæpur Í yfir fjörutíu ár hef ég því haldið hlífiskildi yfir glæpamönnum, falið þá og verknaðinn sem þeir frömdu. Í yfir fjörutíu ár hef ég hylmt yfir með þeim, fært sökina yfir á sjálfa mig, tekið út refsingu og sannarlega hlotið dóm ...dóm unglingsáranna, samferðamanna, umhverfisins og þess samfélags sem ég samsamaði mig við á þeim tíma. Þeir ruddust inn í sálarlíf mitt eftir undirbúið og skipulagt samsæri, blekktu, deyfðu, afvegaleiddu, brutust inn og földu síðan allt sem þeir rændu. Þeir skildu mig eftir, dofna, eina, særða, auma og lemstraða. Þetta voru vinir mínir að ég hélt, jafnaldrar mínir og samferðamenn í gegnum unglingsárin. „Gerirðu þér grein fyrir því að þetta er skipulagður glæpur, samsæri hóps. Áttarðu þig á því að venjulegt ungt fólk á þessum aldri myndi koma hjálparlausum til aðstoðar, umvefja og aðstoða í stað þess að nýta sér það. Skilur þú að þú ert enginn þátttakandi, einungis fórnarlamb grófs glæps. Þú ert plötuð, blekkt hjálparlaus og þú berð enga ábyrgð þar. Samferðafólk brást þér líka og hefði átt að bregðast við, aðstoða og hjálpa.“ Já, hvar voru allir ... hvar voru þið öll, hugsaði ég þegar ég hlustaði á þessa, sem mér fannst óvæntu, skilgreiningu ráðgjafa míns? „Hvernig hefðir þú brugðist við að lesa sjálf um þetta mál og þessa lýsingu ef frásögnin birtist einhvers staðar?“ Þessi skrif mín eru svarið við þeirri spurningu – ég veit núna hvernig ég myndi bregðast við og hvernig ég á að bregðast við. Að ábyrgð á ofbeldi annarra er ekki mín - vera markvisst deyfð, grandalaus, ómeðvituð, óreynd, allt til þess að svala sjúklegri valdafíkn og ofbeldishneigð - og að hreykja sér síðan af ofbeldinu áratugum síðar, sem forsprakki þess. Afi er nauðgari Nú sitja þeir virðulegir við skrifborðin sín. Vel fyrir þeim komið, eiginmenn, pabbar og afar. Ekki það að ég sjálf sé ekki í góðum málum og hafi ekki tekist vel að lifa farsælu og hamingjuríku lífi. Það er bara nóg komið af þögn og réttlætisins og allra annarra þolenda vegna ætla ég að hafa hátt. Því það er spurning hvernig sá siðblindi sem stærir sig af ofbeldisglæp og það meira en fjörutíu árum síðar, hvernig skyldi hann mæta umræðu samfélagsins, hvaða afstöðu hefur hann tekið í vinnunni, til samtals dætranna, sonanna og hvernig hefur hann svarað afabörnunum sem spyrja - afastelpunni sem leitar í fangið eftir stuðningi, kannski eftir að vera misboðið af jafnöldrum. Hvað segir afi þá, sem hefur engum töktum gleymt. Hverju svarar afi þá? Elsku þið hinir, heiðarlegu, hjartahlýju og flottu menn. Ekki gleyma að vera þið. Haldið áfram að taka utan um, knúsa, sýna hlýju og hrifningu og já, að flörta smá. Það má treysta því að þið farið ekki yfir strikið. Ekki láta vesalingana skemma fyrir ykkur. Hjálpið til við að hrekja þá burt og taka þátt í því að skila skömminni til þeirra sem eiga hana. Höfundur er ráðgjafi hjá Stígamótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Á Stígamót leita árlega um átta hundruð einstaklingar til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis og eru raddir þeirra allra okkur mikilvægar. Síðustu ár hefur baráttan gegn kynferðisofbeldi orðið sífellt háværari og mörg hafa stígið fram til að segja frá sinni reynslu opinberlega. Oft er þetta yngra fólk sem hefur alist upp við auðveldar boðleiðir til að koma sínu á framfæri og aukna umræðu um málaflokkinn. Það er samt ekki þannig að kynferðisofbeldi sé nýtt af nálinni. Eldri kynslóðir eiga svo sannarlega sína reynslu og reynsluheim sem við þurfum líka að meðtaka og gera okkur grein fyrir að þetta er fólkið sem þurfti oft að bera sína reynslu lengi eitt og án aðstoðar sökum samfélagslegra viðhorfa og þöggunar. Einn þessara einstaklinga er kona sem hefur mikilvæga sögu og skilaboð fram að færa en hefur kosið að koma þeim áleiðis í gegnum okkur undir nafnleynd. Stígamót birta því með stolti þessa frásögn að beiðni skjólstæðings. Að viðurkenna skaðann og skila skömminni - DEYFÐ Ég er ekki trúuð manneskja og var ekki alin upp við það að Guð væri til eins og kristin trú gerir ráð fyrir. Ég ólst hins vegar upp við það að guð væri hið góða í sérhverjum manni og í rauninni hefðu allir slíkt að geyma – að fólk væri í eðli sínu gott. Það reyndist því sárt að komast að raun um, að til eru virkilega vondar manneskjur sem njóta þess að skaða aðra og hafa ánægju af því að viðhalda illskunni - valdinu. Í fagnandi umræðu undanfarið fyrst um #höfumhátt og síðan #meetoo hafa ýfst upp gömul sár hjá mjög mörgum og uppvakningar sveimað um - vofur, draugar og djöflar. Mig hefur illur draugur elt undanfarið, grimmur uppvakningur. Hann hafði annars ruðst inn í líf mitt ásamt nokkrum fylgismönnum fyrir röskum fjörutíu árum - langur tími í lífi manneskju! Mér hafði tekist sérlega vel að kveða hann niður, þrátt fyrir ákveðið farg á „efri“ unglingsárum. En draugar eru draugar meðal annars vegna þess að þeir eru aldrei dauðir. Það er ótrúleg sú grimmd og vonska sem er til og getur búið í manneskju og ótrúlegt að upplifa hvernig einhver getur verið nokkurs konar djöfull í mannsmynd. Fyrir röskum tíu árum síðan birtist draugurinn ljóslifandi þar sem rejúníon var í gangi og allt átti að vera gott og gaman. Í sakleysi mínu og með ákveðin tímabil fortíðarinnar í þoku og með trú á það og von um að manneskjan hefði alltaf vilja til að bæta og biðjast fyrirgefningar - og sumt mætti flokka á annan hátt í ljósi æskunnar (algjör vitleysa og rangmetið hjá mér að það sé einhver mælikvarði) ... þá gaf ég af hreinum einfeldningsskap færi á mér til samskipta. Þau urðu ekkert nema dans við uppvakning – djöfullega drauginn í öllu sínu veldi, sem naut þess að rífa upp gömul sár, rifja upp og hreykja sér – enn með sama hugarfar, þá rúmum þrjátíu árum síðar! Eftir öll þessi ár var ótrúlegt að sitja uppi með sársaukann, en ég náði þó að halda áfram án verulegra óþæginda, mín sjálfrar og allra minna vegna og tókst að græða þokkalega yfir aftur. Nú í umræðunni í samfélaginu og um heim allan, hef ég séð að það er á allan hátt rangt að þegja eða gera ekkert í málunum og í það minnsta að skila skömminni. Það hefur hreyft við huganum og hjálpað mér enn betur að sannfærast um það að ég beri á engan hátt skömmina, einungis skaðann. Falinn glæpur Í yfir fjörutíu ár hef ég því haldið hlífiskildi yfir glæpamönnum, falið þá og verknaðinn sem þeir frömdu. Í yfir fjörutíu ár hef ég hylmt yfir með þeim, fært sökina yfir á sjálfa mig, tekið út refsingu og sannarlega hlotið dóm ...dóm unglingsáranna, samferðamanna, umhverfisins og þess samfélags sem ég samsamaði mig við á þeim tíma. Þeir ruddust inn í sálarlíf mitt eftir undirbúið og skipulagt samsæri, blekktu, deyfðu, afvegaleiddu, brutust inn og földu síðan allt sem þeir rændu. Þeir skildu mig eftir, dofna, eina, særða, auma og lemstraða. Þetta voru vinir mínir að ég hélt, jafnaldrar mínir og samferðamenn í gegnum unglingsárin. „Gerirðu þér grein fyrir því að þetta er skipulagður glæpur, samsæri hóps. Áttarðu þig á því að venjulegt ungt fólk á þessum aldri myndi koma hjálparlausum til aðstoðar, umvefja og aðstoða í stað þess að nýta sér það. Skilur þú að þú ert enginn þátttakandi, einungis fórnarlamb grófs glæps. Þú ert plötuð, blekkt hjálparlaus og þú berð enga ábyrgð þar. Samferðafólk brást þér líka og hefði átt að bregðast við, aðstoða og hjálpa.“ Já, hvar voru allir ... hvar voru þið öll, hugsaði ég þegar ég hlustaði á þessa, sem mér fannst óvæntu, skilgreiningu ráðgjafa míns? „Hvernig hefðir þú brugðist við að lesa sjálf um þetta mál og þessa lýsingu ef frásögnin birtist einhvers staðar?“ Þessi skrif mín eru svarið við þeirri spurningu – ég veit núna hvernig ég myndi bregðast við og hvernig ég á að bregðast við. Að ábyrgð á ofbeldi annarra er ekki mín - vera markvisst deyfð, grandalaus, ómeðvituð, óreynd, allt til þess að svala sjúklegri valdafíkn og ofbeldishneigð - og að hreykja sér síðan af ofbeldinu áratugum síðar, sem forsprakki þess. Afi er nauðgari Nú sitja þeir virðulegir við skrifborðin sín. Vel fyrir þeim komið, eiginmenn, pabbar og afar. Ekki það að ég sjálf sé ekki í góðum málum og hafi ekki tekist vel að lifa farsælu og hamingjuríku lífi. Það er bara nóg komið af þögn og réttlætisins og allra annarra þolenda vegna ætla ég að hafa hátt. Því það er spurning hvernig sá siðblindi sem stærir sig af ofbeldisglæp og það meira en fjörutíu árum síðar, hvernig skyldi hann mæta umræðu samfélagsins, hvaða afstöðu hefur hann tekið í vinnunni, til samtals dætranna, sonanna og hvernig hefur hann svarað afabörnunum sem spyrja - afastelpunni sem leitar í fangið eftir stuðningi, kannski eftir að vera misboðið af jafnöldrum. Hvað segir afi þá, sem hefur engum töktum gleymt. Hverju svarar afi þá? Elsku þið hinir, heiðarlegu, hjartahlýju og flottu menn. Ekki gleyma að vera þið. Haldið áfram að taka utan um, knúsa, sýna hlýju og hrifningu og já, að flörta smá. Það má treysta því að þið farið ekki yfir strikið. Ekki láta vesalingana skemma fyrir ykkur. Hjálpið til við að hrekja þá burt og taka þátt í því að skila skömminni til þeirra sem eiga hana. Höfundur er ráðgjafi hjá Stígamótum.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun