„Þetta var draumur sem ég bjóst ekkert endilega við að myndi rætast“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. september 2022 07:00 Martha Hermannsdóttir hefur ákveðið að setja skóna upp í hillu og einbeita sér að tannlækningum. Vísir/Daníel Þór Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þórs í Olís deild kvenna undanfarin ár, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir viðburðarríkan feril. Tannlækningar eiga nú hug hennar allan. Martha verður 39 ára síðar á árinu en hún hefur glímt við meiðsli síðustu tvö tímabil. Hún hefur því ákveðið að þetta sé rétti tímapunkturinn til að láta gott heita. „Þetta er búið að blunda aðeins í mér. Meiðsli hafa aðeins verið að hrjá mig þannig að eftir síðasta tímabil, þegar við urðum Íslandsmeistarar, var ég aðeins að spá í þetta en fannst ég ekki geta hætt. Þetta var svo ótrúlega skemmtilegt og þvílíkt ævintýri það tímabil,“ sagði Martha í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag, föstudag. „Það var ákveðið að við myndum fara í Evrópukeppnina eftir það. Ég tímdi ekki að sleppa því, að fara í Evrópukeppnina að með mínu uppeldisfélagi svo ég ákvað að taka eitt tímabil í viðbót. Svo fann ég eftir síðasta tímabil, það var mikið álag.“ „Við fórum til Kósovó og Spánar í Evrópukeppninni, undanúrslit í báðum bikarkeppnunum, þreföld umferð. Rosalega margir leikir og mikið álag. Skrokkurinn var orðinn ansi þreyttur í vor. Ég tók svo sem ekkert ákvörðunina alveg strax en mig grunaði að þetta myndi enda.“ Martha segist hafa íhugað að hætta þegar hún eignaðist sitt yngsta barn en síðan hafa liðið sjö ár og framlengdist ferillinn því töluvert. „Svo togar þetta í mann, þetta gefur manni svo mikið. Kannski helst eftir það (barnsburðinn) sem ég íhugaði að hætta en svo var ég fljót að komast í form. Var kominn á völlinn áður en ég vissi af. Martha hefur lengi verið burðarás hjá KA/Þór og eftir misjafnan árangur um árabil upplifði hún að verða bæði Íslands- og bikarmeistari með uppeldisfélaginu vorið 2021. „Þetta var draumur sem ég bjóst ekkert endilega við að myndi rætast hér á Akureyri. Ég spilaði náttúrulega með Haukum þegar ég var fyrir sunnan í náminu og varð Íslands- og bikarmeistari með þeim. En það er eitthvað sérstakt sætt við það að vinna með uppeldisfélaginu. Að vera hérna í KA heimilinu með sína áhorfendur og alla sem maður þekkir svo þetta var einstaklega sætt,“ sagði tannlæknirinn Martha Hermannsdóttir að endingu. Fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir fagnar titlinum vorið 2021.vísir/hulda margrét Handbolti Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Sjá meira
Martha verður 39 ára síðar á árinu en hún hefur glímt við meiðsli síðustu tvö tímabil. Hún hefur því ákveðið að þetta sé rétti tímapunkturinn til að láta gott heita. „Þetta er búið að blunda aðeins í mér. Meiðsli hafa aðeins verið að hrjá mig þannig að eftir síðasta tímabil, þegar við urðum Íslandsmeistarar, var ég aðeins að spá í þetta en fannst ég ekki geta hætt. Þetta var svo ótrúlega skemmtilegt og þvílíkt ævintýri það tímabil,“ sagði Martha í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag, föstudag. „Það var ákveðið að við myndum fara í Evrópukeppnina eftir það. Ég tímdi ekki að sleppa því, að fara í Evrópukeppnina að með mínu uppeldisfélagi svo ég ákvað að taka eitt tímabil í viðbót. Svo fann ég eftir síðasta tímabil, það var mikið álag.“ „Við fórum til Kósovó og Spánar í Evrópukeppninni, undanúrslit í báðum bikarkeppnunum, þreföld umferð. Rosalega margir leikir og mikið álag. Skrokkurinn var orðinn ansi þreyttur í vor. Ég tók svo sem ekkert ákvörðunina alveg strax en mig grunaði að þetta myndi enda.“ Martha segist hafa íhugað að hætta þegar hún eignaðist sitt yngsta barn en síðan hafa liðið sjö ár og framlengdist ferillinn því töluvert. „Svo togar þetta í mann, þetta gefur manni svo mikið. Kannski helst eftir það (barnsburðinn) sem ég íhugaði að hætta en svo var ég fljót að komast í form. Var kominn á völlinn áður en ég vissi af. Martha hefur lengi verið burðarás hjá KA/Þór og eftir misjafnan árangur um árabil upplifði hún að verða bæði Íslands- og bikarmeistari með uppeldisfélaginu vorið 2021. „Þetta var draumur sem ég bjóst ekkert endilega við að myndi rætast hér á Akureyri. Ég spilaði náttúrulega með Haukum þegar ég var fyrir sunnan í náminu og varð Íslands- og bikarmeistari með þeim. En það er eitthvað sérstakt sætt við það að vinna með uppeldisfélaginu. Að vera hérna í KA heimilinu með sína áhorfendur og alla sem maður þekkir svo þetta var einstaklega sætt,“ sagði tannlæknirinn Martha Hermannsdóttir að endingu. Fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir fagnar titlinum vorið 2021.vísir/hulda margrét
Handbolti Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Sjá meira