Viðskipti innlent

Nýr stiga­bíll gjör­breyti öllu fyrir slökkvi­liðið

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Meðlimir slökkviliðsins ásamt nýja stigabílnum.
Meðlimir slökkviliðsins ásamt nýja stigabílnum. Aðsent

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar fékk afhentan nýjan stigabíl í dag. Bíllinn kemst í 42 metra hæð. Þjálfunarstjóri slökkviliðsins segir aðra stigabíla á landinu töluvert lægri.

Gamli stigabíll slökkviliðsins var frá árinu 1977 en slökkviliðið var án stigabíls frá maí 2019. Það hafi þó alltaf verið tryggt þar sem það hafi getað fengið að nota stigabíla hjá öðrum slökkviliðum í kring að sögn Sigurðar Þórs Elíssonar, þjálfunarstjóra.

„Við erum eins og börn á jólunum,“ segir Sigurður um hamingjuna sem fylgi nýja bílnum. Bílinn segir hann vera bæði slökkvitæki og björgunartæki.

Aðspurður hverju nýi bíllinn breyti fyrir slökkviliðið segir Sigurður hann breyta öllu. Langt ferli liggi að baki því að eignast nýjan.

„Að fara úr bíl sem var 1977 árgerð í nýjan, þetta bara gjörbreytir öllu fyrir okkur sem slökkvilið og samfélagið sem björgunartæki. Vonandi þurfum við aldrei að nota hann en við bindum miklar vonir við það að þetta muni breyta miklu fyrir okkur og íbúa á okkar svæði,“ segir Sigurður.

Nánari upplýsingar um bílinn sjálfan má sjá hér





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×