Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 18-27 | Valur ekki í vandræðum með nýliðana

Andri Már Eggertsson skrifar
valur
VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Valur var ekki í vandræðum með nýliða Selfoss í 2. umferð Olís deildar-kvenna. Varnarleikur Vals var vel skipulagður sem Selfyssingar áttu engin svör við. 

Valur var sex mörkum yfir í hálfleik og setti tóninn strax í upphafi síðari hálfleiks og áttu nýliðarnir aldrei möguleika. Valur endaði á að vinna níu marka sigur 18-27. 

Valur byrjaði á að komast snemma tveimur mörkum yfir. Varnarleikur beggja liða í fyrirrúmi til að byrja með fyrri hálfleiks en um miðjan fyrri hálfleik komst Valur þremur mörkum yfir og þá tók Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, leikhlé.

Leikhlé Eyþórs kveikti í Selfosskonum. Selfoss minnkaði forskot Vals niður í eitt mark þegar tæplega sautján mínútur voru liðnar af leiknum og staðan 6-7. En eftir það brotnaði öflugur varnarleikur Selfyssinga og Valur gekk á lagið.

Selfoss fór illa að ráði sínu þegar heimakonur gátu jafnað leikinn eða minnkað forskot Vals niður í eitt mark. Sóknarleikur Selfyssinga á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks var ekki góður og ákvarðanirnar margar hverjar mjög ótímabærar og útkoman eftir því. Á síðustu þrettán mínútum fyrri hálfleiks skoraði Selfoss tvö mörk.

Valur var sex mörkum yfir í hálfleik 8-14.

Það var góð orka í Val í upphafi síðari hálfleiks. Valur gerði þrjú mörk á snörpum kafla og virtist vera að fara ganga frá Selfossi strax á fyrstu fimm mínútum síðari hálfleiks en Roberta Ivanauskaité var með sóknarleik Selfoss á herðum sér og gerði þrjú fyrstu mörk Selfoss í seinni hálfleik.

Eftir að Roberta skoraði þrjú mörk á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks gat Selfoss ekki keypt sér mark. Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, tók leikhé á 47. mínútu þá var staðan 12-23 og Selfoss hafði aðeins skorað eitt mark á tæplega ellefu mínútum.

Sóknarleikur Selfyssinga batnaði eftir leikhlé Eyþórs en skaðinn skeður og Valur vann á endanum níu marka sigur 18-27.

Af hverju vann Valur?

Það er mikil getumunur á liðunum sem kom í ljós í dag. Valur náði upp góðum áhlaupum gegnum gangandi allan leikinn sem skilaði nokkuð sannfærandi sigri.

Um miðjan síðari hálfleik spilaði Valur afar öfluga vörn sem varð til þess að Selfoss skoraði ekki í tæplega ellefu mínútur sem skilaði einnig auðveldum mörkum hinu megin á vellinum.

Hverjar stóðu upp úr?

Sara Sif Helgadóttir átti flottan leik í markinu. Sara Sif varði 12 skot og endaði með 50 prósent markvörslu.

Roberta Ivanauskaité sá bókstaflega um sóknarleik Selfoss í seinni hálfleik. Roberta skoraði 9 af 10 mörkum Selfyssinga í seinni hálfleik en í heildina gerði hún 11 mörk.

Hvað gekk illa?

Það er langt frá því að vera jákvætt ef einn leikmaður er að bera sóknarleikinn uppi. Sóknarleikur Selfyssinga var afar einsleitur og komu langir kaflar þar sem ekkert gerðist. 

Í fyrri hálfleik skoraði Selfoss tvö mörk á þrettán mínútum og í seinni hálfleik kom ellefu mínútna kafli þar sem Selfoss skoraði ekki mark.

Hvað gerist næst?

Miðvikudaginn 5. október mætast Valur og Fram í Origo-höllinni klukkan 19:30.

Laugardaginn 8. október fer Selfoss á Ásvelli og mætir Haukum klukkan 16:00.

Eyþór: Kaflar í leiknum sem urðu okkur dýrir

Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, var svekktur eftir leikSELFOSS.NET

Eyþór Lárusson, þjálfari Selfyssinga, var ekki ánægður með níu marka tap á heimavelli.

„Ég setti kröfur á mitt lið að mæta þessu liði af krafti. Það komu kaflar í leiknum sem urðu okkur dýrir. Mér fannst við standa okkur vel í vörn gegn uppstilltri sókn en fengum á okkur mikið af hraðaupphlaupsmörkum,“ sagði Eyþór og hélt áfram.

„Sóknarleikurinn var stífur á köflum sem endaði með að við fengum allt of mörg mörk í bakið sem gerði okkur erfitt fyrir. Það kom kafli þar sem samvinnan var léleg og við fundum ekki takt, það var ekkert eitt atriði heldur allt.“

Roberta Ivanauskaité fór á kostum og gerði tíu mörk í seinni hálfleik en Eyþór hefði viljað sjá framlag úr fleiri áttum.

„Það er ekki gott að sóknarleikurinn sé á einum leikmanni og það verður ekki þannig í vetur heldur munum við vinna í okkar málum,“ sagði Eyþór að lokum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira