Viðskipti erlent

Stýrivextir ekki hærri í Bretlandi frá 2008

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Seðlabankastjórar heims voru sammála um það á fundi sínum í Bandaríkjunum í sumar að það væri mikilvægara að koma böndum á verðbólguna en forðast tímabundna kreppu.
Seðlabankastjórar heims voru sammála um það á fundi sínum í Bandaríkjunum í sumar að það væri mikilvægara að koma böndum á verðbólguna en forðast tímabundna kreppu. epa/Andy Rain

Seðlabanki Bretlands hefur hækkað stýrivexti um 0,5 prósent og standa vextirnir nú í 2,5 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan árið 2008. Um er að ræða sjöundu stýrivaxtahækkun bankans í röð en sérfræðingar höfðu spáð allt að 0,75 prósenta hækkun.

Ákvörðun bankans er sögð grundvallast á því að það sé forgangsatriði að ná böndum á verðbólguna, þrátt fyrir að það þýði mögulega samdrátt í einhvern tíma.

Bankinn segir kreppu raunar blasa við nú þegar og spáir því að landsframleiðslan hafi dregist saman um 0,1 prósent á þriðja ársfjórðungi, annan fjórðunginn í röð.

Í samantekt bankans kemur hins vegar fram að spár geri nú ráð fyrir að verðbólgan muni ná hámarki í 11 prósentum í október en ekki 13 prósentum eins og áður hafði verið spáð. Þetta megi meðal annars rekja til fyrirætlana stjórnvalda um að setja þak á orkukostnað heimilanna.

Bankinn varar hins vegar við því að verðbólgan muni verða yfir 10 prósentum í marga mánuði.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.