Viðskipti erlent

Stýri­vextir ekki verið hærri í Banda­ríkjunum síðan í kreppunni 2008

Atli Ísleifsson skrifar
Jerome Powell er seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Jerome Powell er seðlabankastjóri Bandaríkjanna. AP

Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti í dag um 0,75 prósentustig í tilraun til að berja niður verðbólguna sem herjar í landinu.

Um er að ræða fimmta stýrivaxtahækkunina í Bandaríkjunum það sem af er ári og þriðja hækkunin á stýrivaxtaákvörðunardegi í röð. Stýrivextirnir í Bandaríkjunum eru nú á bilinu 3 til 3,25 prósent.

Bandarískir fjölmiðlar segja hækkunina þýða að stýrivextir í Bandaríkjunum hafi ekki verið hærri síðan í fjármálakreppunni 2008.

Seðlabanki Bandraríkjanna varar jafnframt við að líklegt sé að stýrivextir muni hækka enn fremur það sem eftir lifir árs, en enn eru tveir fyrirfram ákveðnir stýrivaxtaákvörðunardagar eftir á árinu 2022.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×