Eigandi Phoenix Suns og Mercury selur eftir að vera dæmdur í bann vegna kvenhaturs og rasisma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. september 2022 23:31 Vill ekki vera „truflun“ og hefur ákveðið að selja en þó eflaust aðeins fyrir rétt verð. Christian Petersen/Getty Images Robert Sarver, eigandi Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta og Phoenix Mercury í WNBA-deildinni, hefur ákveðið að selja eftir að hann var dæmdur í árs bann og sektaður um einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Í október á síðasta ári komst hinn sextugi Sarver í fréttirnar þar sem í ljós hafði komið að hann væri ekki beint hinn fullkomni eigandi né yfirmaður. Sarver, sem keypti Suns upphaflega árið 2004, var ásakaður um kynþáttafordóma, kvenfyrirlitningu og annað áreiti. Tæpum mánuði síðar var staðfest að NBA-deildin hefði hafið rannsókn á hegðun Sarver í gegnum árin. Hann hafði áður verið gagnrýndur fyrir að skipta sér of mikið af liðinu en þetta voru ásakanir af allt öðrum toga. Rannsókn deildarinnar lauk nýverið og ásamt því að vera dæmdur í ársbann frá körfubolta þá var Sarver sektaður um 10 milljónir Bandaríkjadala eða einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Vegna þess hefur Sarver ákveðið að selja bæði Sólirnar og Mercury. Samkvæmt frétt The Washington Post eru Sólirnar metnar á 1.8 milljarð Bandaríkjadala í dag en ekki kemur fram hvort kaup á Mercury sé inn í þeirri jöfnu. Í yfirlýsingu sem Sarver gaf frá sér sagðist hann ekki vilja vera „truflun“ og að hann vilji „aðeins það besta“ fyrir bæði félög.“ Sarver tók einnig fram að hann sé trúaður og trúi á fyrirgefningu, það sé hins vegar ljóst að miðað við umræðu undanfarinna daga þá sé ekki hægt að aðskilja félögin frá því sem hann hafi gert í fortíðinni og því hafi hann hafið leit að nýjum eiganda. Robert Sarver, 2021: "I am OUTRAGED at these entirely false allegations!"Robert Sarver, 2022: "alas! I am but a humble man on a personal mission to seek forgiveness and enlightenment! truly our sick world is to blame for its inability to forgive me" pic.twitter.com/HiD924WQc2— Rodger Sherman (@rodger) September 21, 2022 Phoenix Suns tapaði 4-3 fyrir Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa farið alla leið í úrslit árið áður. Phoenix Mercury tapaði í fyrstu umferð úrslitakeppni WNBA gegn verðandi meisturum í Las Vegas Aces. Körfubolti NBA Kynþáttafordómar Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Sjá meira
Í október á síðasta ári komst hinn sextugi Sarver í fréttirnar þar sem í ljós hafði komið að hann væri ekki beint hinn fullkomni eigandi né yfirmaður. Sarver, sem keypti Suns upphaflega árið 2004, var ásakaður um kynþáttafordóma, kvenfyrirlitningu og annað áreiti. Tæpum mánuði síðar var staðfest að NBA-deildin hefði hafið rannsókn á hegðun Sarver í gegnum árin. Hann hafði áður verið gagnrýndur fyrir að skipta sér of mikið af liðinu en þetta voru ásakanir af allt öðrum toga. Rannsókn deildarinnar lauk nýverið og ásamt því að vera dæmdur í ársbann frá körfubolta þá var Sarver sektaður um 10 milljónir Bandaríkjadala eða einn og hálfan milljarð íslenskra króna. Vegna þess hefur Sarver ákveðið að selja bæði Sólirnar og Mercury. Samkvæmt frétt The Washington Post eru Sólirnar metnar á 1.8 milljarð Bandaríkjadala í dag en ekki kemur fram hvort kaup á Mercury sé inn í þeirri jöfnu. Í yfirlýsingu sem Sarver gaf frá sér sagðist hann ekki vilja vera „truflun“ og að hann vilji „aðeins það besta“ fyrir bæði félög.“ Sarver tók einnig fram að hann sé trúaður og trúi á fyrirgefningu, það sé hins vegar ljóst að miðað við umræðu undanfarinna daga þá sé ekki hægt að aðskilja félögin frá því sem hann hafi gert í fortíðinni og því hafi hann hafið leit að nýjum eiganda. Robert Sarver, 2021: "I am OUTRAGED at these entirely false allegations!"Robert Sarver, 2022: "alas! I am but a humble man on a personal mission to seek forgiveness and enlightenment! truly our sick world is to blame for its inability to forgive me" pic.twitter.com/HiD924WQc2— Rodger Sherman (@rodger) September 21, 2022 Phoenix Suns tapaði 4-3 fyrir Dallas Mavericks í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa farið alla leið í úrslit árið áður. Phoenix Mercury tapaði í fyrstu umferð úrslitakeppni WNBA gegn verðandi meisturum í Las Vegas Aces.
Körfubolti NBA Kynþáttafordómar Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Sjá meira