Ekkert barn þarf að sitja eftir Guðbjörg R. Þórisdóttir skrifar 16. september 2022 13:01 Á þeim sex árum sem liðið hafa frá því lesfimipróf Menntamálstofnunar fór fyrst í almenna notkun hafa litlar breytingar orðið á niðurstöðum prófsins á landsvísu og hlutfall nemenda sem útskrifast úr grunnskóla undir lágmarksviðmiði í lesfimi enn um 30%. Þessir nemendur eru ekki ólæsir, eins og gjarnan heyrist í umræðunni, en líklegt að þeir búi ekki yfir nægilegri færni sem nýtist þeim vel á næsta skólastigi þar sem t.d. yfirferð á lesefni eykst og texti þyngist. Góð lesfimi er ein af forsendum góðs lesskilnings og því mikilvægt að nemendur nái tökum á henni. Lesfimiprófið er hitamælir Umræðan um lesfimiprófið hefur verið býsna heit á köflum. Þar ruglar fólk jafnan saman mælitækinu sjálfu og viðmiðunum. Líta má á lesfimiprófið sem mælitæki eins og hitamæli sem veitir hlutlausar upplýsingar um stöðuna út frá alþjóðlega viðurkenndri aðferð um það hvernig meta á lestrarfærni þar sem niðurstöður eru gefnar upp í lesnum orðum á mínútu. Viðmiðin, sem eru gefin út fyrir hvern árgang, eiga svo að gefa til kynna æskilega stígandi í lestrarfærni nemenda eftir því sem lestrarnámi hans vindur fram. Þessu tvennu má ekki rugla saman, það er að segja aðferðinni við mat á lestrarfærninni (hitamælinum) og viðmiðunum sem mynda túlkunarramma á frammistöðu. Lesfimiviðmiðin Á þeim árum sem lesfimiprófið hefur verið í notkun hefur þess misskilnings jafnan gætt í umræðunni að markmiðið hljóti að vera það að lesa sem hraðast og má rekja þann misskilning að hluta til framsetningar á viðmiðunum sem brýnt er færa til betri vegar í ljósi þeirra gagna sem safnast hafa á undanförnum árum. Í Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils, sem finna má á heimasíðu Menntamálastofnunar, er að finna allar upplýsingar um æskilega túlkun á niðurstöðum prófsins og eru kennarar og foreldrar hvattir til að kynna sér þær vel. Notkun stuðningsprófa við mat á lestri Ef nemandi nær ekki lágmarksviðmiði á lesfimiprófi er eðlilegt að kennari grípi til svokallaðra stuðningsprófa sem veita vísbendingar varðandi það hver ástæðan kann að vera fyrir slöku gengi nemanda á lesfimiprófinu. Annað stuðningsprófið, orðleysulestur, hjálpar kennara að leggja mat á færni nemandans í beitingu hljóðaaðferðar á meðan hitt stuðningsprófið, sem metur sjónrænan orðaforða, hjálpar kennara að leggja mat á forsendur nemenda til að ná tökum á lesfimi. Með því að leggja stuðningsprófin fyrir og nýta sér aðrar upplýsingar sem fást úr vinnu með nemendum geta kennarar hratt og örugglega fundið þá sem glíma mögulega við vanda í lestri á fyrstu stigum lestrarnáms og veitt snemmbæran stuðning. Jafnframt geta skólar nýtt sér niðurstöður lesfimi- og stuðningsprófa markvisst til að kortleggja heildarstöðu á nemendahópnum og fengið þannig góðar upplýsingar um stöðu og fjölda nemenda sem þurfa stuðning í lestri til lengri eða skemmri tíma. Þetta hjálpar skólum að forgangsraða við ráðstöfun á tíma stoðþjónustu og eykur líkur á að þeir nemendur, sem þurfa á aðstoð að halda, fái hana þar sem skýrar upplýsingar um stöðu þeirra liggja fyrir. Lítil notkun á stuðningsprófunum Notkunartölur á stuðningsprófunum benda hins vegar til þess að þau séu ekki nægilega markvisst notuð í skólastarfi en eins og áður segist fást með notkun þeirra dýrmætar upplýsingar og svör um það hvers vegna nemanda gengur mögulega illa á lesfimiprófi og þá í lestri. Menntamálastofnun vill því hvetja skóla til að gera notkun stuðningsprófanna að sjálfsögðum hluta við gagnaöflun um stöðu nemenda í lestri svo hægt sé að veita nauðsynlegan stuðning sem fyrst. Það er liður í því að tryggja að ekkert barn þurfi að sitja eftir með slaka lestrarfærni sem hefur áhrif á annað nám og líðan. Höfundur er læsisráðgjafi hjá MMS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Á þeim sex árum sem liðið hafa frá því lesfimipróf Menntamálstofnunar fór fyrst í almenna notkun hafa litlar breytingar orðið á niðurstöðum prófsins á landsvísu og hlutfall nemenda sem útskrifast úr grunnskóla undir lágmarksviðmiði í lesfimi enn um 30%. Þessir nemendur eru ekki ólæsir, eins og gjarnan heyrist í umræðunni, en líklegt að þeir búi ekki yfir nægilegri færni sem nýtist þeim vel á næsta skólastigi þar sem t.d. yfirferð á lesefni eykst og texti þyngist. Góð lesfimi er ein af forsendum góðs lesskilnings og því mikilvægt að nemendur nái tökum á henni. Lesfimiprófið er hitamælir Umræðan um lesfimiprófið hefur verið býsna heit á köflum. Þar ruglar fólk jafnan saman mælitækinu sjálfu og viðmiðunum. Líta má á lesfimiprófið sem mælitæki eins og hitamæli sem veitir hlutlausar upplýsingar um stöðuna út frá alþjóðlega viðurkenndri aðferð um það hvernig meta á lestrarfærni þar sem niðurstöður eru gefnar upp í lesnum orðum á mínútu. Viðmiðin, sem eru gefin út fyrir hvern árgang, eiga svo að gefa til kynna æskilega stígandi í lestrarfærni nemenda eftir því sem lestrarnámi hans vindur fram. Þessu tvennu má ekki rugla saman, það er að segja aðferðinni við mat á lestrarfærninni (hitamælinum) og viðmiðunum sem mynda túlkunarramma á frammistöðu. Lesfimiviðmiðin Á þeim árum sem lesfimiprófið hefur verið í notkun hefur þess misskilnings jafnan gætt í umræðunni að markmiðið hljóti að vera það að lesa sem hraðast og má rekja þann misskilning að hluta til framsetningar á viðmiðunum sem brýnt er færa til betri vegar í ljósi þeirra gagna sem safnast hafa á undanförnum árum. Í Handbók um notkun lesfimi- og stuðningsprófa Lesferils, sem finna má á heimasíðu Menntamálastofnunar, er að finna allar upplýsingar um æskilega túlkun á niðurstöðum prófsins og eru kennarar og foreldrar hvattir til að kynna sér þær vel. Notkun stuðningsprófa við mat á lestri Ef nemandi nær ekki lágmarksviðmiði á lesfimiprófi er eðlilegt að kennari grípi til svokallaðra stuðningsprófa sem veita vísbendingar varðandi það hver ástæðan kann að vera fyrir slöku gengi nemanda á lesfimiprófinu. Annað stuðningsprófið, orðleysulestur, hjálpar kennara að leggja mat á færni nemandans í beitingu hljóðaaðferðar á meðan hitt stuðningsprófið, sem metur sjónrænan orðaforða, hjálpar kennara að leggja mat á forsendur nemenda til að ná tökum á lesfimi. Með því að leggja stuðningsprófin fyrir og nýta sér aðrar upplýsingar sem fást úr vinnu með nemendum geta kennarar hratt og örugglega fundið þá sem glíma mögulega við vanda í lestri á fyrstu stigum lestrarnáms og veitt snemmbæran stuðning. Jafnframt geta skólar nýtt sér niðurstöður lesfimi- og stuðningsprófa markvisst til að kortleggja heildarstöðu á nemendahópnum og fengið þannig góðar upplýsingar um stöðu og fjölda nemenda sem þurfa stuðning í lestri til lengri eða skemmri tíma. Þetta hjálpar skólum að forgangsraða við ráðstöfun á tíma stoðþjónustu og eykur líkur á að þeir nemendur, sem þurfa á aðstoð að halda, fái hana þar sem skýrar upplýsingar um stöðu þeirra liggja fyrir. Lítil notkun á stuðningsprófunum Notkunartölur á stuðningsprófunum benda hins vegar til þess að þau séu ekki nægilega markvisst notuð í skólastarfi en eins og áður segist fást með notkun þeirra dýrmætar upplýsingar og svör um það hvers vegna nemanda gengur mögulega illa á lesfimiprófi og þá í lestri. Menntamálastofnun vill því hvetja skóla til að gera notkun stuðningsprófanna að sjálfsögðum hluta við gagnaöflun um stöðu nemenda í lestri svo hægt sé að veita nauðsynlegan stuðning sem fyrst. Það er liður í því að tryggja að ekkert barn þurfi að sitja eftir með slaka lestrarfærni sem hefur áhrif á annað nám og líðan. Höfundur er læsisráðgjafi hjá MMS.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun