Um narsisisma og greiningarskilmerki Sigrún Arnardóttir skrifar 16. september 2022 08:30 Skilgreining á Narsisima felur í sér að einstaklingur sé ófær um að finna til samkenndar með öðrum og sýni þ.a.l. þörfum annarra og líðan engan áhuga. Hann er einnig oftast afar upptekin af eigin ímynd og háður viðurkenningu og aðdáun annarra. Narsisimi hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár, einkum þegar lýsa á sérlega neikvæðum eiginleikum fólks. Röskunin er orðin nokkurs konar tískuorð og er að margra mati ofnotuð en hún á við um afar lítinn hluta fólks og samkvæmt rannsóknum uppfylla innan við 5% fólks greiningarskilmerki hennar. Hins vegar sýna mun fleiri eiginleika eða þætti sem geta flokkast sem „narsisistic trait“ Greiningarferli á persónuleikaröskunum og öðrum geðröskunum er margþætt og flókið ferli, fagaðili sem vinnur greininguna þarf í fyrsta lagi að búa yfir réttri þjálfun og kunnáttu til slíkra verka ásamt gagnrýnu hugarfari. Mikil forvinna er unnin áður en slík greining er sett fram, saga einstaklingins er rakin með eins nákvæmum hætti og kostur er, ásamt því leggur fagaðili fyrir staðlaða matskvarða og greiningarpróf, safnar upplýsingum frá aðstandendum viðkomandi og útilokar að aðrar raskanir, taugafræðilegar ástæður eða áföll geti skýrt betur hegðun einstaklingsins. Greiningar eru samt sem áður af hinu góðu þegar rétt er að þeim staðið en tilgangurinn með þeim er fyrst og fremst sá að geta mætt fólki betur og veitt þeim viðeigandi aðstoð. Sjaldnast eru samskipti óaðfinnaleg, fólk er allskonar og samskipti eru flókin, við erum öll oftast að gera okkar besta í samskiptum en rekumst samt sem áður á og gerum mistök, segjum eða gerum hluti sem við hefðum getað vandað okkur betur við, það kallast víst að vera mannlegur. En að geta litið inn á við og skoðað samskipti út frá fleiri sjónarhornum en eingöngu okkar eigin er styrkleiki og eitthvað sem við getum öll æft okkur í. Auðvitað er mikilvægt að setja heilbrigð mörk þegar aðrir sýna yfirgang og standa með okkur sjálfum en mikilvægast af öllu er að geta tekið ábyrgð á sinni hlið þegar samskipta erfiðleikar steðja að. Staðreyndin er sú að við erum öll ófullkomin og þurfum að horfast í augu við það – a.m.k byrja á því áður en við úthrópum neikvæðum alhæfingum um aðra. „Slengjum“ ekki fram hugtökum um persónuleikaraskanir annarra eða geðraskanir, umræðuefnið er viðkvæmt og vandmeðfarið, getur skaðað mannorð fólks og haft gríðarlega neikvæð áhrif á sálarlíf þess einstaklings sem borin er slíkum sökum. Verum ábyrg í tali og gjörðum þegar við ræðum viðkvæm persónuleg málefni annars fólks og vörumst að fella dóma og „greina“ fólk, treystum frekar fagfólki til þess. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skilgreining á Narsisima felur í sér að einstaklingur sé ófær um að finna til samkenndar með öðrum og sýni þ.a.l. þörfum annarra og líðan engan áhuga. Hann er einnig oftast afar upptekin af eigin ímynd og háður viðurkenningu og aðdáun annarra. Narsisimi hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár, einkum þegar lýsa á sérlega neikvæðum eiginleikum fólks. Röskunin er orðin nokkurs konar tískuorð og er að margra mati ofnotuð en hún á við um afar lítinn hluta fólks og samkvæmt rannsóknum uppfylla innan við 5% fólks greiningarskilmerki hennar. Hins vegar sýna mun fleiri eiginleika eða þætti sem geta flokkast sem „narsisistic trait“ Greiningarferli á persónuleikaröskunum og öðrum geðröskunum er margþætt og flókið ferli, fagaðili sem vinnur greininguna þarf í fyrsta lagi að búa yfir réttri þjálfun og kunnáttu til slíkra verka ásamt gagnrýnu hugarfari. Mikil forvinna er unnin áður en slík greining er sett fram, saga einstaklingins er rakin með eins nákvæmum hætti og kostur er, ásamt því leggur fagaðili fyrir staðlaða matskvarða og greiningarpróf, safnar upplýsingum frá aðstandendum viðkomandi og útilokar að aðrar raskanir, taugafræðilegar ástæður eða áföll geti skýrt betur hegðun einstaklingsins. Greiningar eru samt sem áður af hinu góðu þegar rétt er að þeim staðið en tilgangurinn með þeim er fyrst og fremst sá að geta mætt fólki betur og veitt þeim viðeigandi aðstoð. Sjaldnast eru samskipti óaðfinnaleg, fólk er allskonar og samskipti eru flókin, við erum öll oftast að gera okkar besta í samskiptum en rekumst samt sem áður á og gerum mistök, segjum eða gerum hluti sem við hefðum getað vandað okkur betur við, það kallast víst að vera mannlegur. En að geta litið inn á við og skoðað samskipti út frá fleiri sjónarhornum en eingöngu okkar eigin er styrkleiki og eitthvað sem við getum öll æft okkur í. Auðvitað er mikilvægt að setja heilbrigð mörk þegar aðrir sýna yfirgang og standa með okkur sjálfum en mikilvægast af öllu er að geta tekið ábyrgð á sinni hlið þegar samskipta erfiðleikar steðja að. Staðreyndin er sú að við erum öll ófullkomin og þurfum að horfast í augu við það – a.m.k byrja á því áður en við úthrópum neikvæðum alhæfingum um aðra. „Slengjum“ ekki fram hugtökum um persónuleikaraskanir annarra eða geðraskanir, umræðuefnið er viðkvæmt og vandmeðfarið, getur skaðað mannorð fólks og haft gríðarlega neikvæð áhrif á sálarlíf þess einstaklings sem borin er slíkum sökum. Verum ábyrg í tali og gjörðum þegar við ræðum viðkvæm persónuleg málefni annars fólks og vörumst að fella dóma og „greina“ fólk, treystum frekar fagfólki til þess. Höfundur er sálfræðingur.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun