Um narsisisma og greiningarskilmerki Sigrún Arnardóttir skrifar 16. september 2022 08:30 Skilgreining á Narsisima felur í sér að einstaklingur sé ófær um að finna til samkenndar með öðrum og sýni þ.a.l. þörfum annarra og líðan engan áhuga. Hann er einnig oftast afar upptekin af eigin ímynd og háður viðurkenningu og aðdáun annarra. Narsisimi hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár, einkum þegar lýsa á sérlega neikvæðum eiginleikum fólks. Röskunin er orðin nokkurs konar tískuorð og er að margra mati ofnotuð en hún á við um afar lítinn hluta fólks og samkvæmt rannsóknum uppfylla innan við 5% fólks greiningarskilmerki hennar. Hins vegar sýna mun fleiri eiginleika eða þætti sem geta flokkast sem „narsisistic trait“ Greiningarferli á persónuleikaröskunum og öðrum geðröskunum er margþætt og flókið ferli, fagaðili sem vinnur greininguna þarf í fyrsta lagi að búa yfir réttri þjálfun og kunnáttu til slíkra verka ásamt gagnrýnu hugarfari. Mikil forvinna er unnin áður en slík greining er sett fram, saga einstaklingins er rakin með eins nákvæmum hætti og kostur er, ásamt því leggur fagaðili fyrir staðlaða matskvarða og greiningarpróf, safnar upplýsingum frá aðstandendum viðkomandi og útilokar að aðrar raskanir, taugafræðilegar ástæður eða áföll geti skýrt betur hegðun einstaklingsins. Greiningar eru samt sem áður af hinu góðu þegar rétt er að þeim staðið en tilgangurinn með þeim er fyrst og fremst sá að geta mætt fólki betur og veitt þeim viðeigandi aðstoð. Sjaldnast eru samskipti óaðfinnaleg, fólk er allskonar og samskipti eru flókin, við erum öll oftast að gera okkar besta í samskiptum en rekumst samt sem áður á og gerum mistök, segjum eða gerum hluti sem við hefðum getað vandað okkur betur við, það kallast víst að vera mannlegur. En að geta litið inn á við og skoðað samskipti út frá fleiri sjónarhornum en eingöngu okkar eigin er styrkleiki og eitthvað sem við getum öll æft okkur í. Auðvitað er mikilvægt að setja heilbrigð mörk þegar aðrir sýna yfirgang og standa með okkur sjálfum en mikilvægast af öllu er að geta tekið ábyrgð á sinni hlið þegar samskipta erfiðleikar steðja að. Staðreyndin er sú að við erum öll ófullkomin og þurfum að horfast í augu við það – a.m.k byrja á því áður en við úthrópum neikvæðum alhæfingum um aðra. „Slengjum“ ekki fram hugtökum um persónuleikaraskanir annarra eða geðraskanir, umræðuefnið er viðkvæmt og vandmeðfarið, getur skaðað mannorð fólks og haft gríðarlega neikvæð áhrif á sálarlíf þess einstaklings sem borin er slíkum sökum. Verum ábyrg í tali og gjörðum þegar við ræðum viðkvæm persónuleg málefni annars fólks og vörumst að fella dóma og „greina“ fólk, treystum frekar fagfólki til þess. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Skilgreining á Narsisima felur í sér að einstaklingur sé ófær um að finna til samkenndar með öðrum og sýni þ.a.l. þörfum annarra og líðan engan áhuga. Hann er einnig oftast afar upptekin af eigin ímynd og háður viðurkenningu og aðdáun annarra. Narsisimi hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár, einkum þegar lýsa á sérlega neikvæðum eiginleikum fólks. Röskunin er orðin nokkurs konar tískuorð og er að margra mati ofnotuð en hún á við um afar lítinn hluta fólks og samkvæmt rannsóknum uppfylla innan við 5% fólks greiningarskilmerki hennar. Hins vegar sýna mun fleiri eiginleika eða þætti sem geta flokkast sem „narsisistic trait“ Greiningarferli á persónuleikaröskunum og öðrum geðröskunum er margþætt og flókið ferli, fagaðili sem vinnur greininguna þarf í fyrsta lagi að búa yfir réttri þjálfun og kunnáttu til slíkra verka ásamt gagnrýnu hugarfari. Mikil forvinna er unnin áður en slík greining er sett fram, saga einstaklingins er rakin með eins nákvæmum hætti og kostur er, ásamt því leggur fagaðili fyrir staðlaða matskvarða og greiningarpróf, safnar upplýsingum frá aðstandendum viðkomandi og útilokar að aðrar raskanir, taugafræðilegar ástæður eða áföll geti skýrt betur hegðun einstaklingsins. Greiningar eru samt sem áður af hinu góðu þegar rétt er að þeim staðið en tilgangurinn með þeim er fyrst og fremst sá að geta mætt fólki betur og veitt þeim viðeigandi aðstoð. Sjaldnast eru samskipti óaðfinnaleg, fólk er allskonar og samskipti eru flókin, við erum öll oftast að gera okkar besta í samskiptum en rekumst samt sem áður á og gerum mistök, segjum eða gerum hluti sem við hefðum getað vandað okkur betur við, það kallast víst að vera mannlegur. En að geta litið inn á við og skoðað samskipti út frá fleiri sjónarhornum en eingöngu okkar eigin er styrkleiki og eitthvað sem við getum öll æft okkur í. Auðvitað er mikilvægt að setja heilbrigð mörk þegar aðrir sýna yfirgang og standa með okkur sjálfum en mikilvægast af öllu er að geta tekið ábyrgð á sinni hlið þegar samskipta erfiðleikar steðja að. Staðreyndin er sú að við erum öll ófullkomin og þurfum að horfast í augu við það – a.m.k byrja á því áður en við úthrópum neikvæðum alhæfingum um aðra. „Slengjum“ ekki fram hugtökum um persónuleikaraskanir annarra eða geðraskanir, umræðuefnið er viðkvæmt og vandmeðfarið, getur skaðað mannorð fólks og haft gríðarlega neikvæð áhrif á sálarlíf þess einstaklings sem borin er slíkum sökum. Verum ábyrg í tali og gjörðum þegar við ræðum viðkvæm persónuleg málefni annars fólks og vörumst að fella dóma og „greina“ fólk, treystum frekar fagfólki til þess. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar