Formúla 1

Verstappen langbestur á Monza og stefnir hraðbyri á heimsmeistaratitil

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Langbestur
Langbestur vísir/Getty

Max Verstappen vann sig upp úr sjöunda sæti og sigraði Ítalíukappaksturinn í Formúlu 1 í dag.

Verstappen, sem er ríkjandi heimsmeistari, ræsti sjöundi á Monza í dag en strax á sjötta hring var hann kominn upp í annað sætið.

Charles Leclerc var á ráspól en missti Verstappen fram úr sér þegar leið á kappaksturinn og vann Verstappen að lokum nokkuð öruggan sigur.

Leclerc varð annar og George Russell þriðji en eftir kappaksturinn í dag er ljóst að eitthvað kraftaverk þarf að eiga sér stað til að koma í veg fyrir að Verstappen verji heimsmeistaratitil sinn en hann hefur 116 stiga forskot á toppi stigalistans þegar sex keppnir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×