Tryggjum börnum gott atlæti - núna Hólmfríður Árnadóttir skrifar 10. september 2022 09:30 Nú verður ríkið að stíga inn í og lengja fæðingarorlof barna. Þó löngu fyrr hefði verið enda ótal rannsóknir sem sýna fram á að börnum er best borgið með sínu besta fólki, foreldrum sínum fyrstu tvö árin, þessum mikilvægu árum geðtengslamyndunar. Alþingi ákvarðar lengd fæðingarorlofs og nú er lag að koma til móts við börnin fyrst og fremst en einnig foreldra/fjölskyldur og sveitarfélög því sannarlega má segja að nú ríki neyðarástand og ljúft væri að stjórnmálamönnum rynni blóð til skyldunnar. Lengi býr að fyrstu gerð segir máltækið og því eðlilegt að vel sé staðið að málefnum barna sem þó og kannski skiljanlega fer fækkandi, fæðingartíðni var aðeins 1,82 á síðasta ári sem er þó eitt metára í barnsfæðingum. Gefum okkur að börn vilji dvelja sem mest með foreldrum sínum fyrstu tvö árin, fara svo í góðan leikskóla með faglærðu starfsfólki, fyrsta skólastiginu, þar sem hlúð er að félags-, tilfinninga-, hreyfi- og málþroska ásamt ýmsu öðru sem frjálsum leik, aðal kennsluaðferð leikskólans, tilheyrir. Gefum okkur líka að með því að tryggja að svo sé drögum við úr álagi á foreldra og fjölskyldur barnanna sem og á velferðarkerfin okkar, heilbrigðis-, félags- og menntakerfin, sem fleiri rannsóknir sýna að gerist þegar vel er hlúð að í frumbernsku, er þá ekki til mikils að vinna? Því fyrst og fremst snýst þetta um vilja og forgangsröðun. Hvernig samfélag viljum við móta og búa í? Þar sem vel er hlúð að börnum sem taka fyrstu mikilvægu þroskaskrefin með foreldrum sínum og fara síðan í góða leikskóla með nægu rými og fagfólki til að taka á móti þeim að loknu fæðingarorlofi, börnum sem síðar verða ábyrgir sjálfstæðir einstaklingar og munu stjórna samfélaginu og annast okkur í ellinni? Því gott atlæti skilar sér í jákvæðu viðhorfi, virðingu og velsæld. Ég hvet ríkisstjórnina til að setja börnin okkar allra og um leið framtíðina í forgang (eins og oft er lofað á tyllidögum) ekki seinna en strax! Höfundur er leik- og grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Fæðingarorlof Hólmfríður Árnadóttir Börn og uppeldi Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Nú verður ríkið að stíga inn í og lengja fæðingarorlof barna. Þó löngu fyrr hefði verið enda ótal rannsóknir sem sýna fram á að börnum er best borgið með sínu besta fólki, foreldrum sínum fyrstu tvö árin, þessum mikilvægu árum geðtengslamyndunar. Alþingi ákvarðar lengd fæðingarorlofs og nú er lag að koma til móts við börnin fyrst og fremst en einnig foreldra/fjölskyldur og sveitarfélög því sannarlega má segja að nú ríki neyðarástand og ljúft væri að stjórnmálamönnum rynni blóð til skyldunnar. Lengi býr að fyrstu gerð segir máltækið og því eðlilegt að vel sé staðið að málefnum barna sem þó og kannski skiljanlega fer fækkandi, fæðingartíðni var aðeins 1,82 á síðasta ári sem er þó eitt metára í barnsfæðingum. Gefum okkur að börn vilji dvelja sem mest með foreldrum sínum fyrstu tvö árin, fara svo í góðan leikskóla með faglærðu starfsfólki, fyrsta skólastiginu, þar sem hlúð er að félags-, tilfinninga-, hreyfi- og málþroska ásamt ýmsu öðru sem frjálsum leik, aðal kennsluaðferð leikskólans, tilheyrir. Gefum okkur líka að með því að tryggja að svo sé drögum við úr álagi á foreldra og fjölskyldur barnanna sem og á velferðarkerfin okkar, heilbrigðis-, félags- og menntakerfin, sem fleiri rannsóknir sýna að gerist þegar vel er hlúð að í frumbernsku, er þá ekki til mikils að vinna? Því fyrst og fremst snýst þetta um vilja og forgangsröðun. Hvernig samfélag viljum við móta og búa í? Þar sem vel er hlúð að börnum sem taka fyrstu mikilvægu þroskaskrefin með foreldrum sínum og fara síðan í góða leikskóla með nægu rými og fagfólki til að taka á móti þeim að loknu fæðingarorlofi, börnum sem síðar verða ábyrgir sjálfstæðir einstaklingar og munu stjórna samfélaginu og annast okkur í ellinni? Því gott atlæti skilar sér í jákvæðu viðhorfi, virðingu og velsæld. Ég hvet ríkisstjórnina til að setja börnin okkar allra og um leið framtíðina í forgang (eins og oft er lofað á tyllidögum) ekki seinna en strax! Höfundur er leik- og grunnskólakennari.
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar