Hvernig breytast seðlar og myntir breska konungsveldisins? Björn Berg Gunnarsson skrifar 9. september 2022 12:01 Andláti Elísabetar 2. Englandsdrottningar fylgja breytingar á ýmsum sviðum. Breyta þarf öllu frá þjóðsöng landsins að lögreglubúningum og vegabréfum en það sem vekur hvað helst áhuga minn eru seðlar og myntir víða um heim. Algengasta myndefni peningasögunnar Enginn þjóðarleiðtogi og raunar engin manneskja hefur prýtt fleiri útgáfur peninga. Þannig hefur andlit hennar birst á seðlum og myntum í 35 löndum í öllum heimsálfum utan Suðurskautslandsins, en nú eru allar líkur á að fleiri verði þeir ekki. Nema ákvörðun verði tekin um annað, sem ekki er þó hægt að útiloka, verður nú ráðist í að hanna seðla og myntir með andliti sonar hennar, Karls 3.Englandskonungs. Við vitum ekki hvernig það ferli mun eiga sér stað að þessu sinni, en fyrir sjö áratugum þurfti að taka sambærilega ákvörðun í kjölfar þess að faðir Elísabetar, Georg 6. féll frá. Getty Hvernig átti ný drottning að birtast þegnunum? Samkeppni var þá haldin um hvernig ný mynt skyldi líta út og voru tveir myndhöggvarar, þau Mary Gillick og Cecil Thomas, valin úr hópi umsækjenda til að setjast niður með drottningunni og höggva út vangasvip hennar. Útgáfa Gillick þótti betri og var slegin í nýjar myntir sem fóru í umferð ári síðar. Elísabet var einungis 25 ára þegar hún var krýnd og þótti nútímalegt að birta hana án kórónu og með skraut í hárinu. Eins og við hin þurfti Elísabet þó að „uppfæra prófílmyndina“ eftir því sem árin liðu og var vangasvipur hennar lagaður fjórum sinnum, nú síðast árið 2015, en þá hafði engin breyting verið gerð frá árinu 1998. Á öllum fjórum útgáfunum sem slegnar voru eftir þá fyrstu bar drottningin kórónu á höfði. Elísabet var ekki sjáanleg á peningaseðlum fyrr en árið 1960 þegar mynd Robert Austin birtist af henni á 1 punds seðlinum. Á seðlum hefur hún, ólíkt á myntum, að mestu litið beint í augu notandans. Á því eru þó nokkrar undantekningar, t.d. á seðlum Kanada, Kýpur, Gíbraltar, Fiji, Belize og fleiri svæðum víða um konungsdæmið. Karl býður hinn vangann Frá því á 17. öld hefur sú hefð verið virt að andlit nýs leiðtoga vísi í öfuga átt við forverann og mun Karl konungur því væntanlega líta til vinstri á nýjum myntum á meðan Elísabet leit ætíð til hægri. Það sama gildir raunar um frímerki, en myndefni þeirra verður fljótlega breytt með sama hætti og á peningum. Hvað nú? Líkt og áður segir liggur ekki enn fyrir hvert fyrirkomulagið verður á endurhönnun peninga vegna yfirvofandi krýningar. Í Ástralíu er gert ráð fyrir að nýjar myntir fari í umferð strax á næsta ári og mögulega verði andlit Karls prentað á 5 dollara seðla áður en langt um líður, en þar í landi er lausleg hefð fyrir því að þjóðarleiðtoginn prýði ódýrasta peningaseðilinn sem prentaður er. Í Bretlandi er þó áætlað að ferlið gæti tekið allt að tvö ár. Getty Endurhönnun annars umfangsmikils gjaldmiðils stendur nú yfir en hin 20 ára gamla Evra er á leið í nýjan búning eins og ég hef áður ritað um hér á Vísi. Ferlið við endurhönnunina er svo langt og flókið að það er hálf kómískt en þar er um sameiginlegt verkefni fjölda landa að ræða á meðan Myntslátta ensku krúnunnar fer með yfirumsjón verkefnisins þar í landi. Því er ekki óvarlegt að ætla að við getum greitt með seðlum prýddum geislandi brosi Karls konungs fyrir árslok 2024. Áhugaverð tímamót í sögu myntsláttu og peningaprentunar Áhugafólk um útlit peninga er tæplega á hverju strái en peningar eru þó enn með því myndefni sem við meðhöndlum hvað mest. Í 70 ár hefur Elísabet önnur verið milli handa og í vösum heilu kynslóðanna út um víða veröld og hefur hún því haft umtalsverð áhrif á hefðir við hönnun peninga. Ætli Karl sonur hennar og erfingi að eiga færi á að reynast jafn þaulsetinn á peningaseðlum þarf hann að bera krúnuna talsvert fram yfir 140 ára afmælisdaginn. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Bretland Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Andláti Elísabetar 2. Englandsdrottningar fylgja breytingar á ýmsum sviðum. Breyta þarf öllu frá þjóðsöng landsins að lögreglubúningum og vegabréfum en það sem vekur hvað helst áhuga minn eru seðlar og myntir víða um heim. Algengasta myndefni peningasögunnar Enginn þjóðarleiðtogi og raunar engin manneskja hefur prýtt fleiri útgáfur peninga. Þannig hefur andlit hennar birst á seðlum og myntum í 35 löndum í öllum heimsálfum utan Suðurskautslandsins, en nú eru allar líkur á að fleiri verði þeir ekki. Nema ákvörðun verði tekin um annað, sem ekki er þó hægt að útiloka, verður nú ráðist í að hanna seðla og myntir með andliti sonar hennar, Karls 3.Englandskonungs. Við vitum ekki hvernig það ferli mun eiga sér stað að þessu sinni, en fyrir sjö áratugum þurfti að taka sambærilega ákvörðun í kjölfar þess að faðir Elísabetar, Georg 6. féll frá. Getty Hvernig átti ný drottning að birtast þegnunum? Samkeppni var þá haldin um hvernig ný mynt skyldi líta út og voru tveir myndhöggvarar, þau Mary Gillick og Cecil Thomas, valin úr hópi umsækjenda til að setjast niður með drottningunni og höggva út vangasvip hennar. Útgáfa Gillick þótti betri og var slegin í nýjar myntir sem fóru í umferð ári síðar. Elísabet var einungis 25 ára þegar hún var krýnd og þótti nútímalegt að birta hana án kórónu og með skraut í hárinu. Eins og við hin þurfti Elísabet þó að „uppfæra prófílmyndina“ eftir því sem árin liðu og var vangasvipur hennar lagaður fjórum sinnum, nú síðast árið 2015, en þá hafði engin breyting verið gerð frá árinu 1998. Á öllum fjórum útgáfunum sem slegnar voru eftir þá fyrstu bar drottningin kórónu á höfði. Elísabet var ekki sjáanleg á peningaseðlum fyrr en árið 1960 þegar mynd Robert Austin birtist af henni á 1 punds seðlinum. Á seðlum hefur hún, ólíkt á myntum, að mestu litið beint í augu notandans. Á því eru þó nokkrar undantekningar, t.d. á seðlum Kanada, Kýpur, Gíbraltar, Fiji, Belize og fleiri svæðum víða um konungsdæmið. Karl býður hinn vangann Frá því á 17. öld hefur sú hefð verið virt að andlit nýs leiðtoga vísi í öfuga átt við forverann og mun Karl konungur því væntanlega líta til vinstri á nýjum myntum á meðan Elísabet leit ætíð til hægri. Það sama gildir raunar um frímerki, en myndefni þeirra verður fljótlega breytt með sama hætti og á peningum. Hvað nú? Líkt og áður segir liggur ekki enn fyrir hvert fyrirkomulagið verður á endurhönnun peninga vegna yfirvofandi krýningar. Í Ástralíu er gert ráð fyrir að nýjar myntir fari í umferð strax á næsta ári og mögulega verði andlit Karls prentað á 5 dollara seðla áður en langt um líður, en þar í landi er lausleg hefð fyrir því að þjóðarleiðtoginn prýði ódýrasta peningaseðilinn sem prentaður er. Í Bretlandi er þó áætlað að ferlið gæti tekið allt að tvö ár. Getty Endurhönnun annars umfangsmikils gjaldmiðils stendur nú yfir en hin 20 ára gamla Evra er á leið í nýjan búning eins og ég hef áður ritað um hér á Vísi. Ferlið við endurhönnunina er svo langt og flókið að það er hálf kómískt en þar er um sameiginlegt verkefni fjölda landa að ræða á meðan Myntslátta ensku krúnunnar fer með yfirumsjón verkefnisins þar í landi. Því er ekki óvarlegt að ætla að við getum greitt með seðlum prýddum geislandi brosi Karls konungs fyrir árslok 2024. Áhugaverð tímamót í sögu myntsláttu og peningaprentunar Áhugafólk um útlit peninga er tæplega á hverju strái en peningar eru þó enn með því myndefni sem við meðhöndlum hvað mest. Í 70 ár hefur Elísabet önnur verið milli handa og í vösum heilu kynslóðanna út um víða veröld og hefur hún því haft umtalsverð áhrif á hefðir við hönnun peninga. Ætli Karl sonur hennar og erfingi að eiga færi á að reynast jafn þaulsetinn á peningaseðlum þarf hann að bera krúnuna talsvert fram yfir 140 ára afmælisdaginn. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun