Umferðaröryggi skólabarna Ágúst Mogensen skrifar 8. september 2022 10:30 Árlega slasast 56 börn á aldrinum 0-14 ára sem gangandi eða hjólandi vegfarendur í umferðinni. Til viðbótar slasast árlega 53 börn í bifreiðum og tvö til þrjú í hópbifreiðum í þessum sama aldurshópi en þessar upplýsingar má lesa úr slysaskýrslu Samgöngustofu. Nú er umferð farin að þyngjast eftir sumarleyfin og skólarnir byrjaðir. Daginn er tekið að stytta og næturfrost hefur gert vart við sig. Velferð og heilsa yngstu vegfarendanna í umferðinni, sem nú eru að hefja skólagöngu sína er forgangsmál og því vil ég fara yfir nokkur atriði sem tengjast öryggi þeirra. Örugga leiðin í skólann Það er góð regla að finna og æfa bestu leiðina að heiman og í skóla með börnunum. Hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Ef verið að fara í skóla á rafskutlu eða hjóli þurfa foreldrar að fylgjast vel með veðri þar sem fljótlega getur orðið hált á morgnana. Að sjálfsögðu þarf ljósabúnaður að vera í lagi og hjálmur notaður. Með endurskinsmerki séstu 5x betur Daginn er tekið að stytta og bráðum verður myrkur á morgnana þegar börn eru á leið í skólann, og helst þannig fram í miðjan mars. Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa sumar rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Miðum við að vera búin að útvega okkur endurskinsmerki fyrir 1. október, ef ekki fyrr. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki, eins og hjá tryggingafélögum, og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Skólaakstur Þar sem börnum er ekið til skóla, í sund eða annað frístundastarf þarf að fara yfir reglur um skólaakstur. Allir nemendur og farþegar eiga að sitja í sætum sínum og nota bílbelti. Dæmi eru um slys á börnum sem notuðu ekki bílbelti í hópbifreið í skólaakstri. Þá þarf að ræða hættuna sem fylgir því ef hlaupið er að bifreiðinni eða á eftir henni á ferð. Það eru mörg blindsvæði kringum stóra hópbifreið, fyrir bílstjórann sjálfan, krakkana og aðra umferð. 30 km hverfin og vistgötur Ökumenn verða að hafa sérstakar gætur á börnum í umferðinni. Yngstu börnin geta átt erfitt með að meta fjarlægð, hraða bíla og úr hvaða átt hljóð berst. Þau fá oft skyndihugdettu og rjúka til, jafnvel út á götu. Vistgötur og 30 kílómetra hámarkshraði í íbúagötum eru öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað fyrr og dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Ef leiðin sem barnið þitt þarf að fara í skóla er hættuleg vegna flókinna umferðarmannvirkja eða vöntunar á umferðarmannvirkjum þá skaltu ræða það við veghaldara í sveitarfélaginu og skólayfirvöld. Hverfahópar á Facebook geta líka verið ágætis umræðuvettvangur til að bæta umferðaröryggi. Verum sanngjörn í umræðu en gleymum því samt aldrei að öryggissjónarmið eiga alltaf að ráða ferðinni. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Grunnskólar Slysavarnir Ágúst Mogensen Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson Skoðun Skoðun Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir -Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Sjá meira
Árlega slasast 56 börn á aldrinum 0-14 ára sem gangandi eða hjólandi vegfarendur í umferðinni. Til viðbótar slasast árlega 53 börn í bifreiðum og tvö til þrjú í hópbifreiðum í þessum sama aldurshópi en þessar upplýsingar má lesa úr slysaskýrslu Samgöngustofu. Nú er umferð farin að þyngjast eftir sumarleyfin og skólarnir byrjaðir. Daginn er tekið að stytta og næturfrost hefur gert vart við sig. Velferð og heilsa yngstu vegfarendanna í umferðinni, sem nú eru að hefja skólagöngu sína er forgangsmál og því vil ég fara yfir nokkur atriði sem tengjast öryggi þeirra. Örugga leiðin í skólann Það er góð regla að finna og æfa bestu leiðina að heiman og í skóla með börnunum. Hvaða leið er öruggust? Hvar eru gangbrautir og undirgöng? Forðist leið meðfram eða yfir götur þar sem umferð er þung, hraði mikill og götulýsing er léleg. Ef verið að fara í skóla á rafskutlu eða hjóli þurfa foreldrar að fylgjast vel með veðri þar sem fljótlega getur orðið hált á morgnana. Að sjálfsögðu þarf ljósabúnaður að vera í lagi og hjálmur notaður. Með endurskinsmerki séstu 5x betur Daginn er tekið að stytta og bráðum verður myrkur á morgnana þegar börn eru á leið í skólann, og helst þannig fram í miðjan mars. Endurskinsmerki auka sýnileika margfalt og hafa sumar rannsóknir sýnt að ökumenn sjái manneskju með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr samanborið við þá sem ekki nota endurskinsmerki. Miðum við að vera búin að útvega okkur endurskinsmerki fyrir 1. október, ef ekki fyrr. Víða er hægt að nálgast ókeypis endurskinsmerki, eins og hjá tryggingafélögum, og ættu börn og fullorðnir að verða sér úti um nokkur stykki. Skólaakstur Þar sem börnum er ekið til skóla, í sund eða annað frístundastarf þarf að fara yfir reglur um skólaakstur. Allir nemendur og farþegar eiga að sitja í sætum sínum og nota bílbelti. Dæmi eru um slys á börnum sem notuðu ekki bílbelti í hópbifreið í skólaakstri. Þá þarf að ræða hættuna sem fylgir því ef hlaupið er að bifreiðinni eða á eftir henni á ferð. Það eru mörg blindsvæði kringum stóra hópbifreið, fyrir bílstjórann sjálfan, krakkana og aðra umferð. 30 km hverfin og vistgötur Ökumenn verða að hafa sérstakar gætur á börnum í umferðinni. Yngstu börnin geta átt erfitt með að meta fjarlægð, hraða bíla og úr hvaða átt hljóð berst. Þau fá oft skyndihugdettu og rjúka til, jafnvel út á götu. Vistgötur og 30 kílómetra hámarkshraði í íbúagötum eru öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, þ.m.t börn á leið í skóla. Lægri hraði eykur líkur á að ökumaður geti stýrt frá hættu eða hemlað fyrr og dregur úr meiðslum ef árekstur verður. Rannsóknir hafa sýnt að gangandi vegfarendur eiga ágætis möguleika að sleppa við alvarleg meiðsli ef hraði í árekstri er undir 30 km/klst. Sé hraðinn hærri aukast líkindi á alvarlegu slysi. Ef leiðin sem barnið þitt þarf að fara í skóla er hættuleg vegna flókinna umferðarmannvirkja eða vöntunar á umferðarmannvirkjum þá skaltu ræða það við veghaldara í sveitarfélaginu og skólayfirvöld. Hverfahópar á Facebook geta líka verið ágætis umræðuvettvangur til að bæta umferðaröryggi. Verum sanngjörn í umræðu en gleymum því samt aldrei að öryggissjónarmið eiga alltaf að ráða ferðinni. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir -Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun