Körfubolti

Þjóð­verjar léku sér að Ung­verjum og mæta Svart­fjalla­landi í 16-liða úr­slitum

Atli Arason skrifar
Christian Sengfelder var stigahæstur í 35 stiga sigri Þýskalands á Ungverjum.
Christian Sengfelder var stigahæstur í 35 stiga sigri Þýskalands á Ungverjum. Getty Images

Þjóðverjar unnu 35 stiga stórsigur á Ungverjum í lokaleik B-riðils á EuroBasket, 106-71.

Christian Sengfelder, leikmaður Þýskalands, var stigahæsti leikmaður vallarins með 22 stig. Þjóðverjar enda því B-riðil í öðru sæti á meðan Ungverjar er úr leik eftir að hafa tapað öllum fimm leikjum sínum á mótinu til þessa.

Þjóðverjar munu mæta Svartfjallalandi í 16-liða úrslitum á laugardaginn næsta en Svartfjallaland vann á sama tíma átta stiga sigur á Georgíu í A-riðli, 81-73.

Svartfellingurinn Igor Drobnjak var stigahæstur í sigri Svartfjallalands með 22 stig
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.