Íbúafundur í Ráðhúsinu Þorsteinn Sæmundsson skrifar 6. september 2022 13:31 Nú nýlega fjölmenntu foreldrar barna sem bíða eftir plássi á leikskóla á fund borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur til að rukka inn síendurtekin kosningaloforð. Sjá mátti áhyggjusvip á andlitum meirihlutafulltrúanna, jafnvel óttasvip, því alltíeinu var komið inn á gafl til þeirra venjulegt fólk með alvöru vandamál. Þetta fólk var ekki hægt að afgreiða á hefðbundinn hátt borgarstjórnarmeirihlutans með glærusýningu og léttum veitingum. Þau kröfðust svara. Þau kröfðust þess að einhver sýndi ábyrgð. Nýjustu hækjunni í hjálpartækjabanka borgarstjórans var brugðið um stund en tilheyrandi stjórnmálaflokki sem svíkur öll loforð áður en blýið þornar á atkvæðaseðlinum mun hann sjálfsagt jafna sig fyrr en varir. Borgarstjóri brást við með hefðbundnum hætti þegar ekki er hægt að leysa mál með því að skella í góm fyrir framan myndavél. Fór í felur og sendi tindáta á vettvang til að svara erfiðustu spurningunum þangað til vandamálið hverfur. Þetta vandamál er hinsvegar ekki líklegt til að hverfa. Borgarstjórnarmeirihlutinn á engar lausnir. Hann ætlaði sér aldrei að standa við loforðið um leikskólapláss fyrir 12 mánaða og eldri. Það hafa engar ráðstafanir verið gerðar sem tryggja nauðsynlega uppbyggingu og mönnun. Foreldrar eru heldur ekki líklegir til að láta af mótmælum og láta sér nægja froðu í stað framkvæmda. Það er því meira en líklegt að fjölmennt verði í Ráðhús Reykjavíkur á næstunni þar til boðleg niðurstaða er fengin. Klúðrið í leikskólamálum er fráleitt það eina sem stendur uppá borgarstjórnarmeirihlutann. Ástandið í húsnæðismálum er fyrir neðan allar hellur. Auðmönnum og bröskurum hefur verið afhent skipulagsvaldið og þeir tóku glaðir við. Fæst af þeim íbúðum sem nú eru í smíðum í borginni eru á verðlagi við alþýðuskap eða greiðslugetu. Nú er til dæmis verið að byggja á tveim stöðum í Vesturbæ, við Borgartún og Suðurlandsbraut/Grenásveg. Þar er ekki að finna fyrstu kaupa íbúðir eða íbúðir sem falla undir froðu barnamálaráðherrans um hlutdeildarlán. Það er reyndar sjálfstætt rannsóknarefni að komast að því hversu mörg slík lán hafa þegar verið veitt á Höfuðborgarsvæðinu. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ungt fólk hefur flúið Höfuðborgina vegna skorts á leikskólarýmum og ástandsins í húsnæðismálum. Þau sem eftir sitja reyna að skipuleggja barneignir sínar til að freista þess að börnin komist að á leikskóla í samræmi við loforð meirihlutans. Fólk á leigumarkaði býr einnig við óþolandi óvissu og okurverð fákeppnisleigusala. Það er rétt að hvetja þá sem hafa ekki fengið húsnæði við hæfi til að slást í hópinn og mæta á tröppurnar hjá borgarstjóra og hjálpartækjabanka hans. Þriðji hópurinn sem á sannarlega erindi við borgarráð eru þau sem bíða eftir félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar. Það er full ástæða fyrir þann hóp að mæta til fundar við borgarstjóra og borgarráð þannig að valdafólkið geti skipst á skoðunum við íbúa öðru vísi en með glærusýningum og léttum veitingum. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Miðflokkurinn Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú nýlega fjölmenntu foreldrar barna sem bíða eftir plássi á leikskóla á fund borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur til að rukka inn síendurtekin kosningaloforð. Sjá mátti áhyggjusvip á andlitum meirihlutafulltrúanna, jafnvel óttasvip, því alltíeinu var komið inn á gafl til þeirra venjulegt fólk með alvöru vandamál. Þetta fólk var ekki hægt að afgreiða á hefðbundinn hátt borgarstjórnarmeirihlutans með glærusýningu og léttum veitingum. Þau kröfðust svara. Þau kröfðust þess að einhver sýndi ábyrgð. Nýjustu hækjunni í hjálpartækjabanka borgarstjórans var brugðið um stund en tilheyrandi stjórnmálaflokki sem svíkur öll loforð áður en blýið þornar á atkvæðaseðlinum mun hann sjálfsagt jafna sig fyrr en varir. Borgarstjóri brást við með hefðbundnum hætti þegar ekki er hægt að leysa mál með því að skella í góm fyrir framan myndavél. Fór í felur og sendi tindáta á vettvang til að svara erfiðustu spurningunum þangað til vandamálið hverfur. Þetta vandamál er hinsvegar ekki líklegt til að hverfa. Borgarstjórnarmeirihlutinn á engar lausnir. Hann ætlaði sér aldrei að standa við loforðið um leikskólapláss fyrir 12 mánaða og eldri. Það hafa engar ráðstafanir verið gerðar sem tryggja nauðsynlega uppbyggingu og mönnun. Foreldrar eru heldur ekki líklegir til að láta af mótmælum og láta sér nægja froðu í stað framkvæmda. Það er því meira en líklegt að fjölmennt verði í Ráðhús Reykjavíkur á næstunni þar til boðleg niðurstaða er fengin. Klúðrið í leikskólamálum er fráleitt það eina sem stendur uppá borgarstjórnarmeirihlutann. Ástandið í húsnæðismálum er fyrir neðan allar hellur. Auðmönnum og bröskurum hefur verið afhent skipulagsvaldið og þeir tóku glaðir við. Fæst af þeim íbúðum sem nú eru í smíðum í borginni eru á verðlagi við alþýðuskap eða greiðslugetu. Nú er til dæmis verið að byggja á tveim stöðum í Vesturbæ, við Borgartún og Suðurlandsbraut/Grenásveg. Þar er ekki að finna fyrstu kaupa íbúðir eða íbúðir sem falla undir froðu barnamálaráðherrans um hlutdeildarlán. Það er reyndar sjálfstætt rannsóknarefni að komast að því hversu mörg slík lán hafa þegar verið veitt á Höfuðborgarsvæðinu. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ungt fólk hefur flúið Höfuðborgina vegna skorts á leikskólarýmum og ástandsins í húsnæðismálum. Þau sem eftir sitja reyna að skipuleggja barneignir sínar til að freista þess að börnin komist að á leikskóla í samræmi við loforð meirihlutans. Fólk á leigumarkaði býr einnig við óþolandi óvissu og okurverð fákeppnisleigusala. Það er rétt að hvetja þá sem hafa ekki fengið húsnæði við hæfi til að slást í hópinn og mæta á tröppurnar hjá borgarstjóra og hjálpartækjabanka hans. Þriðji hópurinn sem á sannarlega erindi við borgarráð eru þau sem bíða eftir félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar. Það er full ástæða fyrir þann hóp að mæta til fundar við borgarstjóra og borgarráð þannig að valdafólkið geti skipst á skoðunum við íbúa öðru vísi en með glærusýningum og léttum veitingum. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun