Paasoja er 29 ára gamall og kemur frá Eistlandi og spilaði síðast í sameiginlegri úrvalsdeild Eistlands og Lettlands. Þar skoraði hann að meðaltali tíu stig í leik á síðustu leiktíð ásamt því að taka fjögur fráköst og stela þremur boltum.
Paasoja, sem á að baki 18 A-landsleiki fyrir Eistland, hefur komið víða við og meðal annars spilað sem atvinnumaður í Rúmeníu, Grikklandi og á Spáni.
ÍR mætir Njarðvík í fyrstu umferð Subway deildar karla þann 6. október næstkomandi.