Eitt mikilvægasta verkfærið í verkfærakistunni Willum Þór Þórsson skrifar 6. september 2022 08:00 Endurhæfing er einn mikilvægasti hluti heilbrigðisþjónustu. Tímaleg endurhæfing á réttum stað í heilbrigðiskerfinu skilar sér margfalt til einstaklingsins, aðstandenda og samfélagsins alls. Snemmtæk íhlutun er kall og svar tímans því það er vaxandi fjöldi einstaklinga sem mun þurfa á einhverskonar endurhæfingu að halda á lífsleiðinni. Heilbrigðisráðuneytið gaf út fimm ára aðgerðaáætlun um heilbrigðistengda endurhæfingu árið 2021. Þegar áætlunin var sett í samráðsgátt stjórnvalda bárust yfir 50 umsagnir sem endurspegla mikilvægi þessa málaflokks og ótal marga snertifleti hans við heilbrigðiskerfið og líf fjölmargra Íslendinga. Erum öll á sama báti Þörfin fyrir endurhæfingu eykst með aukinni framþróun í heilbrigðiskerfinu og vaxandi lífaldri þjóða þar sem sjúkdómsbyrði einstaklinga eykst með aldrinum. Að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er þriðjungur jarðarbúa með heilsufarsástand sem þarfnast endurhæfingar sem fyrstu meðferð. Þannig má draga úr stigmagnandi þörf á heilbrigðisþjónustu sem getur verið bæði íþyngjandi og kostnaðarsöm. Í þessu samhengi er stoðkerfisvandi efstur á blaði en aðrir sjúkdómsflokkar vega einnig þungt eins og vandi tengdum taugakerfi, skilningarvitum og geði. Við getum öll orðið veik, lent í slysi, orðið fyrir áfalli eða öðru sem veldur færniskerðingu sem takast þarf á við með endurhæfingu. Í þessu samhengi erum við sannarlega öll á sama báti. Endurhæfing á heima á öllum stigum heilbrigðiskerfisins og hún krefst þverfaglegrar aðkomu sem nær út fyrir ramma heilbrigðiskerfisins eins og við þekkjum hann í dag. Því er mikilvægt er að önnur þjónusta og úrræði tengist á skilvirkan hátt inn í viðeigandi endurhæfingu. Ástæður þess að endurhæfingar er þörf eru yfirleitt heilbrigðistengdar og úrræðin eftir því. Endurhæfing kallar á aðkomu fjölmargra heilbrigðisstétta sem er þungamiðjan en úrræði á vegum félagsþjónustu, atvinnulífs og menntakerfis mynda órofa heild. Í samþættingu þessara þátta felast áskoranir um skipulag og samtal þvert á ráðuneyti, stofnanir, fyrirtæki og sveitafélög. Endurhæfingarráð Heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra hafa tekið höndum saman og skipað endurhæfingarráð til að auka samþættingu, bæta skipulag og auka gæði þjónustu. Ráðinu er meðal annars ætlað að ná betur utan um mismunandi tegundir endurhæfingar, samræma skilgreiningar, skýra tilgang og setja mælanleg markmið um endurhæfingu. Ráðið fylgist með alþjóðlegri þróun og þekkingu og er ráðherrum til ráðgjafar um málefni og stefnumótun tengd endurhæfingu. Einnig er endurhæfingarráði ætlað að tryggja innleiðingu mikilvægra aðgerða í aðgerðaráætlun heilbrigðisráðuneytisins sem eru á forræði beggja ráðuneyta. Sem dæmi má nefna aðgerðir sem varða samræmt flokkunarkerfi, matskerfi og tilvísunarkerfi. Það er vegna þess að endurhæfingarþörf einstaklinga þarf að meta á líf-, sál- og félagsfræðilegan máta til að geta gert raunhæfa og markvissa endurhæfingaráætlun þvert á kerfi sem er til þess fallin að bæta heilsu og færni einstaklingsins. Endurhæfing er eins misjöfn og einstaklingarnir í endurhæfingarþörf eru margir. Endurhæfing getur skilað sigrum sem ekki má vanmeta og geta skipt sköpum fyrir einstaklinginn. Endurhæfing getur líka skipt sköpum fyrir samfélagið þar sem m.a. ótímabært brottfall úr námi eða vinnu getur haft margföldunaráhrif til hins verra á heilsu einstaklingsins, hans nánustu ættingja og aukið kostnað heilbrigðiskerfisins að ósekju. Ekki er síður mikilvægt hvernig endurhæfing nýtist auknum fjölda aldraðra einstaklinga til að endurheimta eða viðhalda færni sinni og þannig sjálfstæði sínu, lífsgæðum og virkni í samfélaginu. Fjárfest til framtíðar Endurhæfing getur verið mjög sérhæfð og krafist alls þess sem hátæknisjúkrahús hafa upp á að bjóða. Endurhæfing krefst þekkingar, tækninýjunga, þverfaglegrar nálgunnar og góðrar aðstöðu. Vegna þessa var ánægjulegt að skrifa undir samning Nýs Landspítala ohf. við Nordic Office of Architecture og EFLU verkfræðistofu um fullnaðarhönnun á 3.800 fermetra viðbyggingu við endurhæfingardeild Grensáss í síðustu viku. Einnig hefur verið brugðist við aukinni þörf á endurhæfingarrýmum fyrir eldri einstaklinga með fjölgum á endurhæfingarrýmum á Eir um 20 rými í samtals 44 rými og verið er að taka þau í notkun. Það stendur líka fyrir dyrum opnun á 39 nýjum skammtímaendurhæfingarrýmum á Sólvangi í Hafnarfirði á næstu dögum. Heilsugæslan sinnir veigamiklu hlutverki í endurhæfingu sem snýr að fræðslu, forvörnum og snemmtækri íhlutun. Eins er mikilvægt að heilsugæslan haldi vel utan um einstaklinga í endurhæfingarþörf, aðstoði við að greina þörfina og vísi áfram á réttan stað í kerfinu. Heilsugæslan gegnir lykilhlutverki við það að halda utan um einstaklinga í öðrum úrræðum og leiða þá í gegnum kerfið þar til kemur að eftirfylgd og viðhaldsmeðferð. Það mikilvæga hlutverk þarf að efla. Forvarnir og lýðheilsa, færniskerðing og endurhæfing mynda hringrás. Þar sem endurhæfing endar taka forvarnir við. Andleg, líkamleg og félagsleg virkni er samofin öllum þáttum þessarar hringrásar. Eitt helsta lýðheilsumarkmið þjóðarinnar ætti að vera það að viðhalda færni og virkni. Það er í senn eitt markmið endurhæfingar og besta forvörnin. Það er skylda stjórnvalda að tryggja jöfn tækifæri allra til að búa við bestu heilsu sem mögulegt er og endurhæfing er þar eitt mikilvægasta verkfærið í verkfærakistunni okkar. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Endurhæfing er einn mikilvægasti hluti heilbrigðisþjónustu. Tímaleg endurhæfing á réttum stað í heilbrigðiskerfinu skilar sér margfalt til einstaklingsins, aðstandenda og samfélagsins alls. Snemmtæk íhlutun er kall og svar tímans því það er vaxandi fjöldi einstaklinga sem mun þurfa á einhverskonar endurhæfingu að halda á lífsleiðinni. Heilbrigðisráðuneytið gaf út fimm ára aðgerðaáætlun um heilbrigðistengda endurhæfingu árið 2021. Þegar áætlunin var sett í samráðsgátt stjórnvalda bárust yfir 50 umsagnir sem endurspegla mikilvægi þessa málaflokks og ótal marga snertifleti hans við heilbrigðiskerfið og líf fjölmargra Íslendinga. Erum öll á sama báti Þörfin fyrir endurhæfingu eykst með aukinni framþróun í heilbrigðiskerfinu og vaxandi lífaldri þjóða þar sem sjúkdómsbyrði einstaklinga eykst með aldrinum. Að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar er þriðjungur jarðarbúa með heilsufarsástand sem þarfnast endurhæfingar sem fyrstu meðferð. Þannig má draga úr stigmagnandi þörf á heilbrigðisþjónustu sem getur verið bæði íþyngjandi og kostnaðarsöm. Í þessu samhengi er stoðkerfisvandi efstur á blaði en aðrir sjúkdómsflokkar vega einnig þungt eins og vandi tengdum taugakerfi, skilningarvitum og geði. Við getum öll orðið veik, lent í slysi, orðið fyrir áfalli eða öðru sem veldur færniskerðingu sem takast þarf á við með endurhæfingu. Í þessu samhengi erum við sannarlega öll á sama báti. Endurhæfing á heima á öllum stigum heilbrigðiskerfisins og hún krefst þverfaglegrar aðkomu sem nær út fyrir ramma heilbrigðiskerfisins eins og við þekkjum hann í dag. Því er mikilvægt er að önnur þjónusta og úrræði tengist á skilvirkan hátt inn í viðeigandi endurhæfingu. Ástæður þess að endurhæfingar er þörf eru yfirleitt heilbrigðistengdar og úrræðin eftir því. Endurhæfing kallar á aðkomu fjölmargra heilbrigðisstétta sem er þungamiðjan en úrræði á vegum félagsþjónustu, atvinnulífs og menntakerfis mynda órofa heild. Í samþættingu þessara þátta felast áskoranir um skipulag og samtal þvert á ráðuneyti, stofnanir, fyrirtæki og sveitafélög. Endurhæfingarráð Heilbrigðisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra hafa tekið höndum saman og skipað endurhæfingarráð til að auka samþættingu, bæta skipulag og auka gæði þjónustu. Ráðinu er meðal annars ætlað að ná betur utan um mismunandi tegundir endurhæfingar, samræma skilgreiningar, skýra tilgang og setja mælanleg markmið um endurhæfingu. Ráðið fylgist með alþjóðlegri þróun og þekkingu og er ráðherrum til ráðgjafar um málefni og stefnumótun tengd endurhæfingu. Einnig er endurhæfingarráði ætlað að tryggja innleiðingu mikilvægra aðgerða í aðgerðaráætlun heilbrigðisráðuneytisins sem eru á forræði beggja ráðuneyta. Sem dæmi má nefna aðgerðir sem varða samræmt flokkunarkerfi, matskerfi og tilvísunarkerfi. Það er vegna þess að endurhæfingarþörf einstaklinga þarf að meta á líf-, sál- og félagsfræðilegan máta til að geta gert raunhæfa og markvissa endurhæfingaráætlun þvert á kerfi sem er til þess fallin að bæta heilsu og færni einstaklingsins. Endurhæfing er eins misjöfn og einstaklingarnir í endurhæfingarþörf eru margir. Endurhæfing getur skilað sigrum sem ekki má vanmeta og geta skipt sköpum fyrir einstaklinginn. Endurhæfing getur líka skipt sköpum fyrir samfélagið þar sem m.a. ótímabært brottfall úr námi eða vinnu getur haft margföldunaráhrif til hins verra á heilsu einstaklingsins, hans nánustu ættingja og aukið kostnað heilbrigðiskerfisins að ósekju. Ekki er síður mikilvægt hvernig endurhæfing nýtist auknum fjölda aldraðra einstaklinga til að endurheimta eða viðhalda færni sinni og þannig sjálfstæði sínu, lífsgæðum og virkni í samfélaginu. Fjárfest til framtíðar Endurhæfing getur verið mjög sérhæfð og krafist alls þess sem hátæknisjúkrahús hafa upp á að bjóða. Endurhæfing krefst þekkingar, tækninýjunga, þverfaglegrar nálgunnar og góðrar aðstöðu. Vegna þessa var ánægjulegt að skrifa undir samning Nýs Landspítala ohf. við Nordic Office of Architecture og EFLU verkfræðistofu um fullnaðarhönnun á 3.800 fermetra viðbyggingu við endurhæfingardeild Grensáss í síðustu viku. Einnig hefur verið brugðist við aukinni þörf á endurhæfingarrýmum fyrir eldri einstaklinga með fjölgum á endurhæfingarrýmum á Eir um 20 rými í samtals 44 rými og verið er að taka þau í notkun. Það stendur líka fyrir dyrum opnun á 39 nýjum skammtímaendurhæfingarrýmum á Sólvangi í Hafnarfirði á næstu dögum. Heilsugæslan sinnir veigamiklu hlutverki í endurhæfingu sem snýr að fræðslu, forvörnum og snemmtækri íhlutun. Eins er mikilvægt að heilsugæslan haldi vel utan um einstaklinga í endurhæfingarþörf, aðstoði við að greina þörfina og vísi áfram á réttan stað í kerfinu. Heilsugæslan gegnir lykilhlutverki við það að halda utan um einstaklinga í öðrum úrræðum og leiða þá í gegnum kerfið þar til kemur að eftirfylgd og viðhaldsmeðferð. Það mikilvæga hlutverk þarf að efla. Forvarnir og lýðheilsa, færniskerðing og endurhæfing mynda hringrás. Þar sem endurhæfing endar taka forvarnir við. Andleg, líkamleg og félagsleg virkni er samofin öllum þáttum þessarar hringrásar. Eitt helsta lýðheilsumarkmið þjóðarinnar ætti að vera það að viðhalda færni og virkni. Það er í senn eitt markmið endurhæfingar og besta forvörnin. Það er skylda stjórnvalda að tryggja jöfn tækifæri allra til að búa við bestu heilsu sem mögulegt er og endurhæfing er þar eitt mikilvægasta verkfærið í verkfærakistunni okkar. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar